Nikon Imaging | Ísland | Europe

Frístundabúnaður

Þegar ástríðan ber þig ofurliði og þú ferð umfram væntingar. Ef það er í eðli þínu að ganga lengra eða horfa umfram hið augljósa hjálpar frístundabúnaður Nikon þér að umbreyta ævintýrum þínum í óvenjulega reynslu.

 • Sjónaukar


  Elskar þú hina miklu víðáttu náttúrunnar? Komdu nær dýralífinu, fylgdu fuglum eftir á flugi eða renndu yfir stjörnubjartan himininn með hinni alhliða sjónaukalínu okkar. Þarftu eitthvað létt fyrir tónleika eða íþróttaviðburð - eða jafnvel verklegt tæki með áttavita með hnattrænu jafnvægi fyrir siglingar? Við höfum það sem þú þarft.

 • Náttúru- og fuglaskoðunarsjónaukar


  Ef þú ert heillaður af fegurð náttúrunnar bjóða náttúru- og fuglaskoðunarsjónaukarnir okkar þér upp á sæti í fremstu röð. Þeir eru nægilega sterkir fyrir allar athafnir utanhúss og eru vatnsheldir og móðulausir, þannig að þeir gefa þér skarpa sýn með ríkulegum birtuskilum við öll veðurskilyrði. Sjáðu jafnvel fínustu smáatriði í viðfangsefninu sem þú velur.

 • Fjarlægðarmælar með leysigeisla


  Viltu bæta leikinn? Taktu ágiskunina úr skotinu með leysifjarlægðarmæli. Hann gefur þér nákvæma fjarlægðarmælingu og hraðan álestur. Sumir bjóða jafnvel upp á fjarlægð aðlöguð út frá halla. Náðu yfirburðum með afkastamikilli og háþróaðri tækni í fyrirferðarlitlu og léttu húsi.

 • Riffilsjónaukar


  Yfirgripsmikil lína okkar í riffilsjónaukum býður upp á tilvalda lausn fyrir allar gerðir veiðimennsku - jafnvel í erfiðasta veðri. Frá sjónaukum sem eru sérsniðnir að hefðbundnum veiðum eða nútímalegri skotfimi á löngu færi, til upplýstra þráðkrossa og vinnuvistfræðilegrar hönnunar, nýtur þú framúrskarandi sjónglerja og auðveldara miði.

 • Vettvangssmásjár


  Ef þú þarft færanlega smásjá til vísindanota bjóða vettvangssmásjár okkar upp á frábæra frammistöðu í fyrirferðarlitlu húsi. Fáðu sýn á smásæju veröldina sem er kristaltær, jafnvel í umhverfinu utanhúss. Smámódelið okkar passar auðveldlega í bakpoka fyrir könnun í skóg- og fjalllendi eða á sjávarströnd.

Mirrorless reinvented

Evrópusendiherrar Nikon

Staðsetning verslana
Finndu næsta söluaðila Nikon.