Nikon Imaging | Ísland | Europe

MIRRORLESS REINVENTED

Sýndu það sem þú sérð með Z-myndavélum frá Nikon og NIKKOR Z-linsunum. Spegillausa kerfið frá Nikon er hannað fyrir breiðustu linsufestingu í heimi¹, sem gerir ljósmyndurum kleift að fanga meiri birtu. Meiri birta þýðir fleiri smáatriði, meiri dýpt og fleiri liti. Frábærar myndir og heillandi kvikmyndir.

Ljósið hefur margar hliðar og allir sjá það með mismunandi hætti.

Ljósmyndarinn fær aukið frelsi til sköpunar þegar hann hefur óvenjulega breiða festingu, „full-frame“ myndflögu, ótrúlegan rammafjölda á sekúndu og samfellda skerpu til að vinna með.

Z 7

Smáatriðin gera gæfumuninn

Sýndu smæstu smáatriðin. Fyrirferðarlítið hús, framúrskarandi upplausn, ótrúleg nákvæmni.
 • 45,7 MP
 • 64-25.600 ISO
 • 4K-kvikmynd
 • 9 r./sek.
 • 493 fókuspunktar

KYNNTU ÞÉR ÞETTA NÁNAR

Z 6

Þú veitir innblásturinn

Fangaðu innblásturinn Ótrúlega hröð raðmyndataka. Styrkleiki sem fer lítið fyrir. Einstök lipurð.
 • 24,5 MP
 • 100-51.200 ISO
 • 4K-kvikmynd
 • 12 r./sek.
 • 5 GHz Wi-Fi®

KYNNTU ÞÉR ÞETTA NÁNAR

Z frá Nikon setur ný viðmið.

Við hönnun Z-myndavélarinnar frá Nikon varð ekki aðeins til ný myndavél heldur líka ný sýn á alla möguleikana sem spegillaus myndavél býður upp á. Einkennandi þægindin frá Nikon eru til staðar en breiða festingin og háþróuð optísk tækni setja ný viðmið fyrir sköpun.

Upplifðu byltingarkennd optísk afköst með Noct 58mm f/0.95. Myndaðu með stærsta ljósopi og náðu ótrúlegum „bokeh“ áhrifum, hraða og myndgæðum við litla birtu. Væntanleg fljótlega.

Noct Lens

Meiri birta, fleiri möguleikar.

Þetta er bara byrjunin. Úrvalið af NIKKOR Z-linsum kemur til með að aukast.

2019

2020

 • NIKKOR Z 20mm f/1.8 S
 • NIKKOR Z 50mm f/1.2 S
 • NIKKOR Z 14-24mm f/2.8 S
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna

2021

 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna
 • Verður tilkynnt seinna

Ein festing, endalaus innblástur.

FTZ-millistykkið fyrir festingu gerir kleift að nýta linsur með F-festingu til hins ýtrasta við kyrrmyndatökur eða kvikmyndatöku með Nikon Z-myndavél, án þess að myndgæðin skerðist. Sömuleiðis fá NIKKOR-linsur án titringsjöfnunar (VR) enn betri skerpu.

FTZ-millistykki fyrir festingu

FTZ-millistykki fyrir festingu

Snurðulausir viðbótareiginleikar fyrir Nikon Z-myndavélar með F-festingu fyrir linsur.

KYNNTU ÞÉR ÞETTA NÁNAR

Fastbúnaður 2.0: AF-augnskynjun og meira

AF-augnskynjunareiginleikinn greinir sjálfkrafa og stillir fókus á augu fólks í sjálfvirkri AF-svæðisstillingu (AF-S, AF-C). Þegar augu margra greinast er hægt að nota fjölvirka valtakkann eða undirvaltakkann til að velja hvaða augu myndavélin á að stilla fókus á, jafnvel á meðan horft er í gegnum rafræna leitarann.

Fáanlegt fyrir Nikon Z 6 og Z 7

Fáanlegt fyrir Nikon Z 6 og Z 7

Hægt er að sækja fastbúnað (ókeypis) frá niðurhalsmiðstöð Nikon.

SÆKJA FYRIR Z 6 SÆKJA FYRIR Z 7


¹ Frá og með 23. ágúst 2018