Nikon Imaging | Ísland | Europe

Þrengja með

  • Stig ljósmyndunar

   Stig ljósmyndunar

   Það er auðvelt að finna myndavél sem hentar þinni færni og reynslu í ljósmyndun. Ef þú ert byrjandi skaltu skoða myndavélarnar fyrir byrjendur (Entry-level), ef þú hefur tekið myndir um nokkurt skeið bjóðum við myndavélar fyrir ástríðuljósmyndara (Enthusiast) og þeir sem starfa við ljósmyndun ættu að kynna sér fagmannavélarnar okkar (Pro).

  • Virkir megapixlar

   Virkir megapixlar

   Fínstilltu valkostina sem henta þér með því að velja virka megapixla, sem er sá pixlafjöldi sem myndflaga myndavélarinnar notar til að skapa myndina: Eftir því sem megapixlarnir eru fleiri verður upplausnin hærri.

  • Hámark ISO-ljósnæmis

   Hámark ISO-ljósnæmis

   Veldu myndavél eftir ISO-næmi, en ISO er alþjóðlegur staðall fyrir næmi myndflögunnar fyrir ljósi. Því hærra sem ISO-næmið er, þeim mun betur fangar myndavélin skarpar og skýrar myndir í lítilli birtu.

  • Eiginleikar

   Eiginleikar

   Veldu eftirlætiseiginleikana þína: Wi-Fi® getur verið valfrjálst eða innbyggt, þannig að tengingin verður leikandi létt, SnapBridge samstillir myndir sjálfkrafa við snjalltækin þín til að deila þeim samstundis og með GPS rekur myndavélin tökustaðina þína.

  • Snið myndflögu

   Snið myndflögu

   Veldu myndflögu á DX- eða FX-sniði: DX-sniðið er smærra hvað varðar stærð en nær yfir minna af myndinni sem linsan sendir frá sér og býður upp á 1,5x skurðarstuðul. Með FX-sniði fæst aukið næmi og án skurðarstuðuls með „full-frame“.

  • Skjár

   Skjár

   Með hreyfanlegum skjá er auðveldara að ramma myndir inn á skapandi hátt og einfaldara að taka myndir neðan frá, svo sem til að fanga sjónarhorn barns eða gæludýrs, eða ofan frá til að ná myndum yfir mannmergð, svo sem á íþróttaviðburðum eða tónleikum.

  • Kvikmynd

   Kvikmynd

   Taktu HD-kvikmyndir í fullri háskerpu eða veldu 4K UHD-kvikmyndir til að tryggja að kvikmyndirnar þínar haldi fullum gæðum í fjölda ára. 4K UHD-kvikmyndir eru með fjórum sinnum meiri upplausn en kvikmyndir í fullri háskerpu.

  • Fókuspunktar

   Fókuspunktar

   Því fleiri sem fókuspunktarnir í AF-kerfi myndavélarinnar eru, þeim mun nákvæmari verður greining myndefnis. Valfrjálsir fókuspunktar gera þér kleift að velja margs konar uppsetningar fókuss, eftir því sem hentar tökuaðstæðum hverju sinni.

Hreinsa allar síur

MEIRI BIRTA, MEIRI ÁHRIF

Kannaðu stafrænar Nikon-spegilmyndavélar

Staðsetning verslana
Finndu næsta söluaðila Nikon