Nikon Imaging | Ísland | Europe

Fangaðu veröldina í skörpum fókus með NIKKOR

Í meira en 80 ár hafa færustu handverksmenn leitað að optískri fullkomnun við hönnun á NIKKOR-linsum. Linsa merkt NIKKOR er tákn um mestu mögulegu gæði á alla vegu. Sérhver linsa er optískt meistaraverk.

Meira en 80 ára saga af gæðum

Á öllum tímabilum myndatöku hafa heilindi, áreiðanleiki og handverk NIKKOR verið fasti í síbreytilegum heimi ljósmyndunar.

Nýjasta tækni

NIKKOR-linsur eru hannaðar með optískri tækni á heimsmælikvarða til að gera afköst linsunnar enn betri en áður þekkist.

Val fagfólksins

Bestu fagljósmyndarar um allan heim nota linsur frá NIKKOR vegna framúrskarandi afkasta og trausts áreiðanleika þegar það skiptir mestu máli – á vettvangi.

Upplýsingar um linsuna þína

f/3.2
f/4,5
f/7,1
f/10
f/22

Ljósop

Ljósopið er op á linsunni sem hleypir ljósi að myndflögu myndavélarinnar. Ljósopið er breytilegt á hverri mynd, allt eftir því hversu mikið ljós er í boði. Linsur eru oft flokkaðar eftir stærsta ljósopi, sem er eins vítt og það getur opnast. Stærsta ljósop er skráð á hlið NIKKOR-linsanna með númerum sem kallast f-stopp.

Lægra f/stop táknar

  • Stærra linsuop
  • Grynnri dýptarskerpa
  • Óskýrari bakgrunn

Hærra f/stop táknar

  • Minna linsuop
  • Meiri dýptarskerpu
  • Skarpari bakgrunn
18 mm
35 mm
70 mm
130 mm
300 mm

Brennivídd

Brennivídd er yfirleitt birt í millimetrum (mm) og ákvarðar hversu mikið af myndefninu verður fangað (sýnilegt horn linsunnar) og hversu stór ákveðnir hlutir birtast (stækkun). Eftir því sem brennivíddin er lengri verður sýnilega hornið þrengra og stækkunin meiri. Eftir því sem brennivíddin er styttri verður sýnilega hornið víðara og stækkunin minni. Svið brennivíddar er skráð á hlið NIKKOR-linsanna.

Meira en 80 ára saga NIKKOR

Allt þetta hófst með einni linsu. Restin heyrir sögunni til.

UPPGÖTVAÐU SÖGU NIKKOR

Linsutækni

Kíktu á bak við tjöldin til að sjá hvernig NIKKOR-linsur í besta gæðaflokki eru þróaðar og framleiddar.

KYNNTU ÞÉR TÆKNI NIKKOR