Nikon Imaging | Ísland | Europe

Hannað frá upphafi til enda

NIKKOR er þekkt fyrir áreiðanleika, skýrleika og meðvitund um þarfir ljósmyndara. NIKKOR er í sífellu að leita nýrra leiða til að framleiða besta linsubúnað í heimi. Með ítarlegum tilraunum – bæði á rannsóknarstofunni og í ýmiskonar ljósmyndunaraðstæðum – er Nikon fremst í flokki í tækniþróun, sem gerir NIKKOR að linsunni sem kröfuharðir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarfólk velur um allan heim.

  • Hálfkúptar linsueiningar
  • ED-glereiningar
  • Hálfkúptar ED-linsueiningar

Titringsjöfnun

Skarpari myndir teknar fríhendis og í litlu ljósi

Þegar aðdráttarlinsa er notuð til að mynda viðfangsefni í mikilli fjarlægð eða lítilli birtu – þegar þörf er á hægari lokarahraða – veldur minnsti titringur því að myndin verður óskýr. Til að vinna á móti þessu hefur Nikon þróað einstaklega færa titringsjöfnun (VR) fyrir lausar linsur. VR lágmarkar óskýrleika sem hristingur myndavélarinnar veldur og tekur skarpa mynd með lægri lokarahraða, í litlu ljósi og þegar kvikmynd er tekin upp fríhendis.

SWM-mótor (Silent Wave Motor)

Þegar þú vilt ekki trufla myndefnið – kannski á viðburði eða í náttúrulífsmyndatöku – þá fær SWM-mótorinn á AF-S NIKKOR-linsunum að njóta sín. Tæknin umbreytir „farbylgjum“ í snúningsorku til að fókusa sjónglerin og gerir þannig sjálfvirkum fókus kleift að virka á miklum hraða ásamt því að vera sérstaklega nákvæmur og hljóðlátur.

ED-gler (afar lítil dreifing)

NIKKOR-linsur með ED-gleri sýna hvernig Nikon er skrefi á undan í nýsköpun og afköstum á linsubúnaði. Þetta sérhannaða gler getur náð betri fókus á öllu litrófinu og útrýmir þannig næstum því litskekkju sem á sér stað í venjulegum glerlinsum. ED-glerlinsur veita einstaklega skarpar myndir með miklum birtuskilum – jafnvel þegar hraðvirkar linsur eru notaðar með stærsta ljósopi.

Linsueiningar úr flúoríti

Flúorít er einkristallað efni til sjóntækjagerðar sem hefur mjög hátt gegnumferðarhlutfall, bæði innan innrauða og útfjólubláa svæðisins. Flúorít hefur einstaklega góða óreglulega dreifingareiginleika og lokar því sérlega vel á ósýnilega litrófið í því skyni að leiðrétta litskekkju hratt og vel innan sýnilega ljósrófsins, sem er erfiðara að gera ef notuð er lengri brennivídd. Flúorít er einnig umtalsvert léttara en sjóntækjagler, sem gerir linsuna skilvirkari og léttari í senn.

Flúorhúð

Gler sem ekkert festist við

Fagfólk þarf á sterkbyggðum búnaði að halda sem þolir náttúruöflin. Flúorhúð Nikon hrindir vel frá sér ryki, vatnsdropum, fitu og óhreinindum og tryggir að jafnvel þótt slíkt festist við linsuflötinn er sérlega auðvelt að hreinsa það. Í samanburði við svipaða húðun annarra framleiðenda þolir flúorhúðin mun betur að strokið sé oft af linsufletinum. Glampavörnin í flúorhúðinni stuðlar einnig að skýrari og betri myndum.

Innra og aftara fókuskerfi

Sneggri fókus, minni stærð

Þegar fókus er stilltur á hefðbundinni linsu styttist linsan eða lengist. Innra fókuskerfi (IF) Nikon gerir linsum kleift að stilla fókus án þess að stærðin breytist, sem er kjörið þegar kemur að myndatöku í návígi, eins og makrómyndatöku. Slíkt býður upp á minni og léttari hönnun, sem og styttri fókus. IF-kerfið er notað í mörgum NIKKOR-makró- og aðdráttarlinsum, ásamt völdum NIKKOR-breytilinsum. Í RF-kerfi Nikon eru öllum linsueiningum skipt í tiltekna linsuhópa og eingöngu aftasti linsuhópurinn hreyfist þegar fókus er stilltur. Þetta tryggir mýkri og hraðari sjálfvirkan fókus.

Hönnun á hálfkúptum linsueiningum

Leiðrétting á sjónrænum göllum með betri upplausn

Árið 1968 kom Nikon með á markaðinn fyrstu myndavélarlinsuna sem notaði hálfkúpta linsueiningu. Þessar linsueiningar eru með flókin, kúpt yfirborð þar sem radíus bogans breytist til að fínstilla ljóssendingu og leiðrétta bjögun sem á sér stað í venjulegum kúptum linsum. Þær veita einnig betri upplausn og gera linsuna léttari og minni.

Nákvæm glermótun

Nákvæm mótun tryggir gallalaust gler

Í sífelldri leit sinni að yfirburðum í linsuframleiðslu þróaði Nikon sérstaka mótunartækni sem virkar fyrir hálfkúptar linsueiningar með þvermál sem er stórt eða í miðlungsstærð, sem áður fyrr voru talin mjög erfið í framleiðslu. Nákvæm glermótun (PGM) er nákvæmt ferli þar sem optískt gler er mýkt með því að hita það, síðan er það mótað í hálfkúptu móti sem er búið til úr sérstöku, hitaþolnu efni. Þessi tækni hefur víða verið tekin upp í framleiðslu á hálfkúptum linsueiningum fyrir myndavélar.

Phase Fresnel-linsuhönnun

AF-S NIKKOR 300mm f/4E PF ED er fyrsta Nikon-linsan sem notar Phase Fresnel (PF) einingu með DSLR-myndavélarlinsu. PF-linsuhönnunin lítur út fyrir að vera með marga sammiðja hringi skorna í. Hver þessara hringja fókusar á mismunandi róf og átt ljóssins. Niðurstaðan er töluvert léttari og minni linsa með framúrskarandi optískri frammistöðu og hindrar það að draugar og litskekkja hafi áhrif á myndina.

Nanókristalhúð

Nanókristalhúð er byltingarkennd tækni sem dregur úr draugum og ljósdraugum. Hún veitir einnig skarpari og skýrari hágæðamyndir og -kvikmyndir. Þessi húð er með lítið endurkast og samanstendur af örsmáum nanóögnum. Hún er mun skilvirkari en venjuleg glampavörn. Nanókristalhúð leysir úr vandamálum með drauga sem verða til út af rauðu ljósi. sem var ótrúlega erfitt í fyrri kerfum, ásamt því að draga úr áhrifum drauga og ljósdrauga sem verða til þegar ljós berst inn í linsuna á ská. Niðurstaðan er myndir sem eru töluvert skýrari.