Nikon Imaging | Ísland | Europe

Orðalisti fyrir linsur

NSI-húðun (Nikon Super Integrated Coating) tryggir óviðjafnanleg afköst

NSI-húðun (Nikon Super Integrated Coating) tryggir óviðjafnanleg afköst

Til að tryggja afköst optískra linsueininga notar Nikon sérstaka marglaga linsuhúðun til að draga úr draugum og ljósdraugum, svo þeirra verði varla vart.
NSI-húðun hefur fleiri kosti í för með sér, t.d. að halda í lágmarki endurkasti á breiðari bylgjulengdum og framúrskarandi litajöfnun og litprentun. NSI-húðun er sérstaklega hentug fyrir linsur með margar linsueiningar, t.d. NIKKOR-aðdráttarlinsur.
Auk þess er NSI-húðunarferlið sniðið að hönnun hverrar linsu. Fjöldi laga sem fer á hverja linsueiningu er vandlega reiknaður út svo henti linsugerðinni og glerinu sem er notað, sem og til að viðhalda einstakri litajöfnun sem einkennir NIKKOR-linsur. Niðurstaðan er linsur sem uppfylla mun hærri staðla en aðrar linsur.

 
Hálfkúptar linsueiningar

Hálfkúptar linsueiningar

Árið 1968 setti Nikon á markað fyrstu linsuna með hálfkúptum linsueiningum. Hver er sérstaða þeirra? Hálfkúptar linsur útrýma nánast myndskekkju og öðrum tegundum af linsubjögun,— jafnvel við gleiðasta ljósopið. Þær eru sérstaklega gagnlegar við að leiðrétta bjögun í gleiðhornslinsum. Auk þess bjóða hálfkúptar linsur upp á léttari og minni linsur.
Nikon notar þrjár gerðir hálfkúptra linsueininga. Fínpússaðir hálfkúptar linsueiningar eru dýrgripir linsugerðarinnar, sem þurfa að uppfylla afar strangar framleiðslukröfur. Samsettar linsur eru gerðar úr sérstöku plasti sem er mótað að optíska glerinu. Mótaðar hálfkúptar glerlinsur eru framleiddar með því að móta einstaka gerða optísks glers með sérstakri málmmótstækni.

 
Leiðréttingarkerfi fyrir nærmyndir

Leiðréttingarkerfi fyrir nærmyndir

CRC-kerfi (Close-Range Correction) er ein mikilvægasta fókusnýjung sem komið hefur frá Nikon þar sem það býður upp á framúrskarandi myndgæði fyrir stuttar fókuslengd og eykur fókussviðið.
Með CRC-kerfinu eru linsueiningarnar með „fljótandi hönnun“, hver eining vinnur sjálfstætt þegar fókus er stilltur. Slíkt tryggir einstök linsuafköst, jafnvel þegar teknar eru myndir af stuttu færi.
CRC-kerfið er notað í NIKKOR fiskaugalinsum, gleiðhornslinsum, Micro-linsum og sumum meðaldrægum aðdráttarlinsum.

 
Innra fókuskerfi (IF)

Innra fókuskerfi (IF)

Ímyndaðu þér að geta stillt fókus í linsu án þess að stærð hennar breytist. IF-tæknin frá Nikon býður einmitt upp á það. Allar optískar hreyfingar fara fram innan í óhreyfanlegu linsuhylkinu. Slíkt býður upp á minni og léttari hönnun, sem og styttri fókus. Auk þess bjóða minni og léttari linsur upp á hraðvirkari fókus. IF-kerfið er notað í flestum NIKKOR-aðdráttar- og breytilinsum.

 
Nanókristalhúð

Nanókristalhúð

Nanókristalhúð er glampavörn sem kom til við hönnun NSR-línu (Nikon Step and Repeat) hálfleiðaraframleiðslutækja. Hún nánast útilokar innra endurkast linsueininga á breiðu sviði bylgjulengda og er sérstaklega gagnleg við að draga úr draugum og ljósdraugum, sem fylgja notkun linsa með miklu gleiðhorni. Nanókristalhúð er með mörg lög af húð, framleiddri af Nikon, sem er með mjög lágan ljósbrotsstuðul, og inniheldur mjög fínar kristalagnir í nanó-stærð (einn nanómeter er jafnt og einn milljónasti úr mm). Nikon kynnir nú í fyrsta skipti fjölbreytt úrval linsuvara fyrir almenning sem húðunartæknin hefur verið notuð á.

 
Titringsjöfnun (VR)

Titringsjöfnun (VR)

Framúrstefnulegt titringsjöfnunarkerfi vinnur á móti hristingi myndavélar og býður upp á jafngildi lokarahraða sem er þremur skrefum (átta sinnum) hraðari.* Þannig er hægt að halda á myndavélinni og taka myndir í ljósaskiptum, að nóttu til og jafnvel í lítilli birtu innandyra. Titringsjöfnunarkerfi’ linsunnar greinir einnig sjálfkrafa þegar ljósmyndari skimar — ekki þörf á sérstakri stillingu.
* Samkvæmt afkastaprófunum Nikon.

 
ED-gler – nauðsynlegur þáttur NIKKOR-aðdráttalinsa

ED-gler – nauðsynlegur þáttur NIKKOR-aðdráttalinsa

Nikon þróaði ED-gler (Extra-low Dispersion) svo hægt væri að framleiða linsur sem skarta framúrskarandi skerpu og litaleiðréttingu með því að halda litskekkju í lágmarki.
Litskekkja er ákveðin gerð mynd- og litadreifingar sem á sér stað þegar ljósgeislar á mismunandi bylgjulengdum fara í gegnum optíska glerið. Áður fyrr þurfti að leiðrétta þetta vandamál í aðdráttarlinsum með sérstökum optískum efnum sem bjóða upp á óreglulega dreifingareiginleika — sérstaklega kalsínflúoríðkristalla. Hins vegar springur flúoríð auðveldlega og er viðkæmt fyrir breytingum í hitastigi sem getur haft áhrif á fókus með því að breyta ljósbrotsstuðli linsunnar.
Þess vegna lögðu hönnuðir og verkfræðingar Nikon höfuðið í bleyti og niðurstaðan var ED-gler, sem býður upp á alla kosti, en enga af göllum, glers úr kalsínflúoríði. Þessi nýjung gerði Nikon kleift að þróa nokkrar gerðir ED-glerja sem henta mismunandi linsum.
Linsurnar skila ótrúlegri skerpu, jafnvel við mesta ljósop. NIKKOR ED-linsur eru birtingarmynd yfirburða Nikon í linsunýjungum og afköstum.

 
Aftari fókus (RF)

Aftari fókus (RF)

Í RF-kerfi Nikon eru öllum linsueiningum skipt í tiltekna linsuhópa og eingöngu aftasti linsuhópurinn hreyfist þegar fókus er stilltur. Þetta tryggir mýkri og hraðari sjálfvirkan fókus.

 
Bjúglinsa

Bjúglinsa

Ávöl glereining (bjúglinsa) er sett fremst í linsuna til að draga úr draugum vegna ljóss sem endur-endurkastast frá myndflögunni eða filmunni og varnarglerinu. Bjúglinsa tryggir tæra mynd með hverfandi líkum á draugum.

 
SWM-mótor (Silent Wave Motor)

SWM-mótor (Silent Wave Motor)

AF-S tækni Nikon er enn ein ástæða fyrir því að atvinnuljósmyndarar velja NIKKOR-aðdráttarlinsur. AF-S NIKKOR linsur skarta SWM-mótornum frá Nikon, sem umbreytir „bylgjum“ í snúningsafl til að stilla fókus. Þetta býður upp á hraðvirkan sjálfvirkan fókus sem bæði ótrúlega nákvæmur og hljóðlátur.

 
M/A-stilling

M/A-stilling

AF-S NIKKOR linsur skartar M/A-stillingu Nikon sem býður nánast tafarlausa skiptingu á milli sjálfvirks fókuss og handvirks,— jafnvel þegar AF-mótor er notaður, og án tillits til hvaða AF-stilling er notuð.

 
A/M-stilling (Sjálfvirkur með skiptingu í handvirkan, AF-forgangsstilling)

A/M-stilling (Sjálfvirkur með skiptingu í handvirkan, AF-forgangsstilling)

Stilling „með sjálfvirkan fókus í forgangi“ sem dregur úr næmi á skiptingu yfir í handvirkan til að koma í veg fyrir að óvart sé skipt úr sjálfvirkum í handvirkan.

 
A-M rofi

A-M rofi

Eining sem læsir fókushringnum þegar sjálfvirkur fókus er virkur, en leyfir aðgerðir handvirkrar fókuslinsu í handvirkri fókusstillingu þegar hæfilegu átaki er beitt á fókushringinn. Fókushringirnir á AF-S DX NIKKOR 18-55 mm f/3.5-5.6G VR, AF-S DX Zoom Nikkor ED 18-55 mm f/3.5-5.6G og AF-S DX Zoom-Nikkor ED 18-55 mm f/3.5-5.6GII snúast þegar sjálfvirkur fókus er virkur.

 
Ávöl ljósopsþynna

Ávöl ljósopsþynna

Myndataka af ljósuppsprettum með mjúkum fókus kallar fram rétthyrnda marghyrninga, sem endurspeglar lögun opsins sem þynnublöðin mynda. Ávöl ljósopsþynna notar blöð sem hönnuð eru til að mynda hringlaga op, sem skilar fallegri fókusáhrifum.

 
Fjarlægðarupplýsingar

Fjarlægðarupplýsingar

D-gerð og G-gerð NIKKOR-linsur senda upplýsingar um fjarlægð á milli myndefnis og myndavélar til í AF Nikon myndavélahús. Slíkt býður upp á fjölbreyttari aðgerðir, t.d. 3D-fylkisljósmælingu og 3D fjölflögujafnað fylliflass.
Athugið: D-gerð og G-gerð NIKKOR-linsur bjóða upp á fjarlægðarupplýsingar í eftirfarandi myndavélum: Sjálfvirk lýsing; F6, F5, F100, F90X, F80, F75, F70, F65, F60, F55, F50, PRONEA S, PRONEA 600i, D2-línan, D1-línan, D100 og D70s/D70.
Flassstýring; F6, F5, F100, F90X, F80, F75, F70, D2-línan, D1-línan, D100 og D70s/D70.

 
G-gerð NIKKOR

G-gerð NIKKOR

G-gerð NIKKOR er ekki með ljósopshring, heldur er ljósopið valið í myndavélarhúsinu.

 
AF DC-NIKKOR linsur — einstakar NIKKOR-linsur sem skila einstökum andlitsmyndum

AF DC-NIKKOR linsur — einstakar NIKKOR-linsur sem skila einstökum andlitsmyndum

AF DC-NIKKOR linsur búa yfir DC-tækni (Defocus-image Control) frá Nikon. Tæknin gerir ljósmyndurum kleift að stjórna hvolfskekkjunni í forgrunninum eða bakgrunninum með því að snúa DC-hring linsunnar. Það skapar hringlaga svæði sem er úr fókus, og er tilvalið fyrir andlitsljósmyndun. Engar aðrar linsur bjóða upp á þessa sérstöku tækni.

 
Linsa með háum ljósbrotsstuðli

Linsa með háum ljósbrotsstuðli

Með hærri ljósbrotsstuðul en 2,0 getur HRI-linsa boðið upp á samskonar áhrif og fást með nokkrum venjulegum glereiningum og getur einnig bætt upp fyrir skerpusveigju og hvolfskekkjur. Þess vegna skila HRI-linsur frábærum ljósfræðilegum afköstum í enn minna húsi.

 
Rafsegulstýrður ljósopsþynnubúnaður

Rafsegulstýrður ljósopsþynnubúnaður

Rafsegulstýrður ljósopsþynnubúnaður í linsuhylkinu býður upp á hárnákvæma stýringu rafrænu ljósopsþynnunnar eða ljósopsblaðsins þegar notuð er sjálfvirk lýsingarstýring við raðmyndatöku. Í hefðbundnum linsum af gerðinni D/G er ljósopsþynnunum stjórnað með vélrænum tengisveifum.

 
Linsueining úr flúoríti

Linsueining úr flúoríti

Flúorít er einkristallað efni til sjóntækjagerðar sem hefur mjög hátt gegnumferðarhlutfall, bæði innan innrauða og útfjólubláa svæðisins. Flúorít hefur einstaklega góða óreglulega dreifingareiginleika og lokar því sérlega vel á ósýnilega litrófið í því skyni að leiðrétta litskekkju hratt og vel innan sýnilega ljósrófsins – en það er erfiðara að gera ef notuð er lengri brennivídd. Flúorít er einnig umtalsvert léttara en sjóntækjagler, sem gerir linsuna skilvirkari og léttari í senn.

 
Flúorhúð

Flúorhúð

Flúorhúð Nikon hrindir vel frá sér ryki, vatnsdropum, fitu eða óhreinindum og tryggir að jafnvel þótt slíkt festist við linsuflötinn er sérlega auðvelt að hreinsa það. Þökk sé hugvitssamlegri Nikon-tækni er þessi linsa endingarbetri og flagnar síður. Í samanburði við svipaða húðun annarra framleiðenda þolir flúorhúðin mun betur að strokið sé oft af linsufletinum og hefur mun meiri endingu og þol. Glampavörnin í flúorhúðinni stuðlar einnig að skýrari og betri myndum.