Nikon Imaging | Ísland | Europe

Gríptu hvert ævintýri

Fangaðu magnað útsýni í fullkominni mynd með fjölbreyttu úrvali NIKKOR-linsa sem skara fram úr í myndatöku af landslagi og kennileitum. Hvort sem þú ert að ferðast til útlanda eða taka myndir í nágrenninu þarftu létta linsu sem er nægilega sveigjanleg til að þú getir tekið myndir allan daginn, hvernig sem umhverfið er.

Tillögur

Einkenni ferða- og landslagslinsa

Fjölhæfni

Fangaðu augnablikið með fjölhæfum aðdráttarlinsum NIKKOR og ómetanlegum linsum með fastri brennivídd.

Afköst í lítilli birtu

Taktu fallegar myndir af sólarupprás eða sólarlagi á framandi stöðum og taktu litríkar og skýrar myndir heim, þökk sé frábærum afköstum í litilli birtu.

Ferðavæn

Fyrirferðarlítil og létt hönnun þýðir að þú getur kippt linsunni með þér og tekið myndir allan daginn án þess að þreytast.

Föst brennivídd eða aðdráttur

Linsur með fastri brennivídd

  • Léttar og meðfærilegar
  • Frábærar í lítilli birtu með náttúrulegri lýsingu
  • Stærsta ljósopið fyrir mýkri bakgrunn

Aðdráttarlinsur

  • Frábærar fyrir víðmyndir, myndir af miðlungsfæri og nærmyndir, allt í eini linsu
  • Gefa aðdrátt án þess að þurfa skipta um stað
  • Yfirleitt búnar titringsjöfnun (VR)