Nikon Imaging | Ísland | Europe

Fangaðu augnablikið

Linsur fyrir götuljósmyndun gera þér kleift að fanga augnablik líðandi stundar í borginni. Þær ná rétta jafnvæginu á milli sniðs og afkasta, svo þú getir alltaf tekið þær með þér, og stórt ljósop þýðir að þær henta vel í lítilli birtu. Brennivídd sem nær frá gleiðhorni til miðlungsaðdráttar gerir þér kleift að fanga fjölbreyttar aðstæður og eru linsurnar fáanlegar í öllum verðflokkum.

Tillögur

Einkenni linsa fyrir götuljósmyndun

Stórt ljósop

Stórt ljósop hleypir meira ljósi í gegn þegar taka á myndir í lítilli birtu án þess að nota flass. Þannig getur þú smellt af í miðju augnablikinu, án þess að hika. Þegar ljósopið er stórt er einnig hægt að einangra myndefnið frá bakgrunninum til að gefa myndinni dýptarskerpu.

Brennivídd frá gleiðhorni til miðlungsaðdráttar

Þegar brennivíddin nær frá gleiðhorni til miðlungsaðdráttar hefurðu þann sveigjanleika að geta fangað allt umhverfið eða aðeins hluta þess, jafnvel þegar myndir eru teknar á stöðum með takmörkuðu plássi.

Auðveldar í meðförum

Linsur fyrir götuljósmyndun eru léttar og meðfærilegar til að þú getir haft þær með þér allan daginn og tekið mynd á rétta augnablikinu.

Sköpunargleði handan við hornið

Fegurðin við götuljósmyndun er að hún fangar augnablikið, augnaráð, samskipti – eitthvað sem fangar og heldur auga áhorfandans. Það þarf ekki alltaf dýran búnað til að fanga lífið eins og það gerist í áhrifaríkum myndum. Það getur hver sem er skapað og tjáð sig í gegnum götuljósmyndun.