Nikon Imaging | Ísland | Europe

Fangaðu atburðarásina

Hraðvirkar og öflugar linsur með fjölhæfu notagildi sem ná að fanga atburðarásina á keppnisbrautinni, svo spennan sem fylgir því að sitja á fremsta bekk festist á filmu. Fangaðu minnstu smáatriði, frá svitaperlum yfir í tæklanir sem ráða úrslitum, eða augnablikinu þegar keppt er um fyrsta sætið á lokasprettinum.

Tillögur

Einkenni linsa fyrir íþróttir og fjör

Gífurlegur aðdráttur

Mögnuð aðdráttargeta færir þig beint í hasarinn á meðan þú stendur á hliðarlínunni – þannig opnast fyrir þér áður óaðgengilegir staðir.

Hraði og stöðugleiki

Ótrúlegur hraði ásamt titringsjöfnun (VR) veitir stöðugleika og gerir þér þannig kleift að fanga augnablikið með einstakri skerpu.

Sterkbyggð og endingargóð

Sterkbyggð smíði með framúrskarandi áreiðanleika tryggir að þú þarft bara að hafa áhyggjur af því að ná myndinni, ekki af linsunni sjálfri. Þessar linsur eru hannaðar fyrir fagfólk og bjóða upp á einstaka endingargetu.

VR í linsum fyrir íþróttir og fjör

Stöðug myndavél er nauðsynleg til að fanga skarpar myndir af íþróttum og hreyfingu og einkatækni Nikon á titringsjöfnun (VR) er kjörin lausn til að draga úr óskýrleika myndarinnar af völdum hristings myndavélarinnar. Þetta bætir getuna á að taka skýrar myndir fríhendis og veitir mun skarpari myndir í ýmsum aðstæðum í myndatöku.

SLÖKKT Á VR
KVEIKT Á VR

Auktu drægi með margfaldara

Margfaldarar er hagstæður valkostur til að allt að tvöfalda drægi myndavélarinnar, án þess að þurfa að fjárfesta í stórri aðdráttarlinsu. Margfaldari er í raun stækkunarlinsa sem er sett á milli myndavélarinnar og linsunnar til að veita áhrif aðdráttarlinsu.