Nikon Imaging | Ísland | Europe

Fangaðu einstaka viðburði á lífsleiðinni

NIKKOR-linsur sem eru ætlaðar fyrir myndatöku á fólki og viðburðum skara fram úr í að fanga mannleg augnablik á skýrum myndum. Linsurnar eru einstaklega hraðvirkar og veita mikla dýpt og eru því kjörnar til að mýkja bakgrunninn og gera myndefnið meira áberandi – meira að segja í erfiðri lýsingu. Hvort sem þú ert að taka andlitsmyndir eða að taka myndir af viðburði munu NIKKOR-linsur fyrir andlitsmyndir veita þér framúrskarandi niðurstöður.

Tillögur

Einkenni linsa fyrir andlitsmyndir

Óskýr bakgrunnur

Hraðvirkar linsur eru með stærra ljósop, sem hleypir meira ljósi inn á skemmri tíma. Þetta gefur myndefninu skarpan fókus en heldur bakgrunninum óljósum.

Skarpar myndir í lítilli birtu

Taktu skýrar tækifærismyndir í lítilli birtu í brúðkaupi, á veitingastöðum eða skemmtistöðum – án þess að myndin sé óskýr.

Hraðvirkur fókus

Taktu skarpar andlitsmyndir með ótrúlegum smáatriðum og líflegri endurmyndun á litum.

Föst brennivídd eða aðdráttur

Linsur með fastri brennivídd

  • Léttar og meðfærilegar
  • Frábærar í lítilli birtu með náttúrulegri lýsingu
  • Stærsta ljósopið fyrir mýkri bakgrunn

Aðdráttarlinsur

  • Frábærar fyrir víðmyndir, myndir af miðlungsfæri og nærmyndir, allt í eini linsu
  • Gefa aðdrátt án þess að þurfa skipta um stað
  • Yfirleitt búnar titringsjöfnun (VR)