Nikon Imaging | Ísland | Europe

Kannaðu óbyggðirnar

Ef þú vilt fanga fegurð náttúrunnar þá þarftu linsu sem færir þig nógu nálægt til að ná öllum smáatriðum á meðan þú heldur öruggri fjarlægð. Taktu skarpar myndir af björnum við veiðar eða fuglum í hvíld án þess að trufla dýrin með öflugum NIKKOR-linsum sem eru hannaðar fyrir náttúruunnendur.

Tillögur

Einkenni linsa fyrir náttúru og dýralíf

Öflugur aðdráttur

Þú kemst nær dýralífinu en þú gerðir þér áður í hugarlund, án þess að trufla dýrin. Fangaðu kraft og mikilfengleika náttúrunnar á hrífandi myndum.

Einstök nákvæmni

Þú fangar smáatriði í mögnuðum skýrleika með öflugri NIKKOR-linsu. Sjáðu hvert veiðihár eða laufblað.

Gallalaus endurmyndun á litum

Fangaðu skæra liti með linsu sem nær að fanga litasvið náttúrunnar með einstakri nákvæmni.

VR í linsum fyrir náttúru og dýralíf

Stöðug myndavél er nauðsynleg til að fanga skýr smáatriði í náttúru- og dýralífsmyndum. Einkatækni Nikon á titringsjöfnun (VR) er kjörin lausn til að draga úr óskýrleika myndarinnar af völdum hristings myndavélarinnar. Þetta bætir getuna á að taka skýrar myndir fríhendis og veitir mun skarpari myndir í ýmsum aðstæðum í myndatöku.

SLÖKKT Á VR
KVEIKT Á VR

Auktu drægi með margfaldara

Margfaldarar er hagstæður valkostur til að allt að tvöfalda drægi myndavélarinnar, án þess að þurfa að fjárfesta í stórri aðdráttarlinsu. Margfaldari er í raun stækkunarlinsa sem er sett á milli myndavélarinnar og linsunnar til að veita áhrif aðdráttarlinsu.