Nikon Imaging | Ísland | Europe

Smáatriði verða að aðalatriðum

Makrólinsur geta náð ótrúlega skörpum fókus á minnstu smáatriði. Allt frá örfínum hárum á skordýrsfæti yfir í dulinn heim blómanna – þú getur fangað allar þessar einstöku senur í smáatriðum og litum sem bert augað fær ekki séð.

Tillögur

Einkenni makrólinsa

Ótrúleg stækkun

Magnaðar myndbyggingar leynast alls staðar í kringum þig með möguleikanum á nærmyndum með mikilli stækkun.

Kannaðu falin smáatriði

Fangaðu mögnuð smáatriði og áferð sem bert augað fær venjulega ekki séð.

Nálægur fókus

Náðu auðveldlega skörpum fókus á myndefni sem eru allt að 6 tommur frá linsunni.

Vinnufjarlægð og brennivídd

Þegar makrólinsa er notuð segir brennivíddin til um hversu nálægt myndefninu þú þarft að vera, sem er þekkt sem vinnufjarlægð. Með hærri brennivídd geturðu verið fjær myndefninu og samt virst vera jafn nálægt og áður. Minni brennivídd gerir vinnufjarlægðina mjög stutta, en auðvelt er að ná fókus.

105 mm
85 mm
60 mm
45 mm