Nikon Imaging | Ísland | Europe
Sérsniðin fyrir gleðistundir.
Pro Nýtt
D850
Vertu á staðnum þegar „jáið“ kemur. Samspil upplausnar, hraða og ljósnæmis í D850 tryggir að þú gerir meira en bara taka myndir af brúðkaupsdeginum. Þú fangar innsta kjarna hans.

Þetta er þeirra dagur

Gerðu meira en bara að taka myndir. Segðu sögu brúðhjónanna. Með töfrandi ljósnæmi og virku sviði sýnir þú þau í sínu rétta ljósi.
Brúðhjónin hamingjusöm í svarthvítu, baklýst í björtu sólarljósi. Gestir í litríkum klæðum dansandi í flúrlýsingu. Hvað sem dagurinn ber í skauti sér tryggir baklýst myndflaga D850 þér glæsilegar 45,4 MP myndir. Litbrigðin verða einstaklega mjúk, allt frá kolsvörtum í skjannahvítan og allt þar á milli. Myndgæðin eru sérlega skýr yfir breiða ISO 64–25600 ljósnæmissviðið, sem er einnig í boði fyrir 4K-myndupptöku. Þú getur tekið ljósmyndir og myndbönd eftir þörfum, eftir því hvernig dagurinn þróast. Og ekki síður þegar kvölda tekur.
Töfrastundir. Hljóðlaus myndataka.
Náðu glæsilegum myndum við hvaða aðstæður sem er. Sjálfvirk ljósmæling gerir þér kleift að taka myndir í tunglsljósi. Stillingin Hljóðlaus myndataka tryggir að þú getur látið lítið fyrir þér fara.
Hvort sem þú ert við myndatöku á strönd í Karíbahafinu eða í miðaldakirkju hjálpar D850 til við að halda rómantíkinni í andrúmsloftinu. Neðri ljósmælingarmörkin eru -3 EV (með f/1,4, ISO 100, 20°C), sem opnar fyrir nákvæma sjálfvirka lýsingu, jafnvel þegar eini ljósgjafinn er tunglskinið. Myndavélin er með sama framúrskarandi 153 punkta AF-kerfið og flaggskipið D5, sem skilar ljósnæmi niður í -4 EV við miðjupunktinn (ISO 100, 20 °C). Og þegar mikilvægar stundir krefjast algjörs hljóðs er hægt að taka afar skarpar myndir með stillingunni Hljóðlaus myndataka, alfarið án suðs í lokara (á allt að sex römmum á sekúndu í myndatöku með skjá).
Birta minna
Birta meira
Tímalaus snilld
Frábærar brúðkaupsmyndir verða ekki til af sjálfu sér. Ítarlegt umhverfisgreiningarkerfi og lýsingarstjórnun með útvarpsbylgjum gefa þér einstakan sveigjanleika.
Fangaðu hverja stund nákvæmlega eins og þú sérð hana fyrir þér. Hvort sem myndefnið er brosandi mannhafið eða fyrsti dans hinna nýgiftu ert þú við stjórnvölinn. D850 á ljósmælingarflögu sína og ítarlegt umhverfisgreiningarkerfi D5-vélinni að þakka. Einstök andlitsgreining í hópmyndum svo þú setur ný viðmið í klassískri brúðkaupsljósmyndun. Fágaðar sjálfvirkar hvítjöfnunarstillingar gera þér kleift að fanga fínustu blæbrigði lita og húðar. Rómaður þráðlaus flassbúnaður Nikon auðveldar þér að móta aðstæður nákvæmlega eins og þú vilt.
Birta minna
Birta meira

Búðu þig undir óvæntar uppákomur

Eftirminnileg augnablik láta ekki bíða eftir sér. D850 kemur sýn þinni vel til skila þegar þú þarft að hafa hraðar hendur með grípandi nákvæmni og skerpu.
Snöggur koss, hughreystandi snerting; þú nærð að fanga þessi merkingarþrungnu augnablik sem líða svo hratt hjá. Með stóru fókussvæði má auðveldlega greina myndefni við jaðar myndarinnar og lóðrétt myndataka er ótrúlega nákvæm. Flöktjöfnun dregur úr flökti svo myndirnar verða jafnari við myndatöku í tilbúnum ljósgjöfum. Yfirlýsingamiðuð ljósmæling sér um að jafna út ójafna lýsingu. Nú þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af yfirlýstum svæðum við myndatöku af brúði í hvítum kjól við erfið birtuskilyrði. Þegar þú vilt geta tekið myndir án þess að breyta stillingum á milli fínstillir sjálfvirk myndstýring (Picture Control) niðurstöðurnar svo þær passi við umhverfið.
RAW-skrár
Uppstilltar myndir eða stolnar stundir. Stafræn myndaalbúm eða stórar útprentanir. Nýttu þér ótrúlega skerpu og styrkleikasvið hvort sem þú tekur stórar, miðlungsstórar eða litlar myndir á RAW-sniði.
Allar RAW-skrár halda ótrúlegu styrkleikasviði og eru allar samhæfar við NEF (RAW) myndvinnsluvalkostina í myndavélinni. Taktu 45,4 MP RAW-myndir í stórri stærð til að prenta myndir í afar hárri upplausn á risastóru sniði. Hægt er að taka myndir í RAW-stærðunum Medium (meðalstór) 25,6 MP eða Small (lítil) 11,4 MP (báðar stærðir eru með 12 bita taplausri þjöppun) við myndatöku fyrir stafræn myndaalbúm. Þetta nýtist líka þegar þú þarft að spara geymslupláss, til dæmis þegar þú tekur margar myndir við háa rammatíðni. Samhæfi myndavélarinnar við SnapBridge tryggir líka að þú getur samstillt JPEG-skrár við snjalltækið hnökralaust. Fullkomið til að hlaða upp myndum í miklum gæðum á svæði á netinu sem fjarstaddir ættingjar geta fengið aðgang að. Nýja 1:1 myndsvæðið gefur einnig kost á ferköntuðum myndum. Þetta snið minnir á 6x6 myndhlutfallið og er tilvalið fyrir samfélagsmiðla.
Birta minna
Birta meira
Smíðuð til að mæta hörðustu kröfum. Eða fyrir kirkjuna. Eða ströndina.
Vertu í essinu þínu við allar aðstæður. D850 er með hallanlegum snertiskjá, góðu veðurþoli og ljósi á hnöppum.
Fangaðu hjarta og sál brúðkaupsdagsins með frjálsari sjónarhornum. Hallanlegur LCD-snertiskjárinn býður upp á snertimyndatöku og sjálfvirkan fókus með snertingu við myndatöku með skjá. Háskerpuskjárinn auðveldar þér einnig að skoða myndirnar á vettvangi í hvaða birtu sem er. Einnig er hægt að skera myndirnar í myndatöku með skjá með því að færa fingur sundur eða saman og fara í valmyndina fyrir stillingu skurðarstærðar á i-hnappnum. Sams konar hnappalýsing og á D5-vélinni frá Nikon tryggir þægilega meðhöndlun þegar rökkva tekur og við kertaljós. Gott veðurþol myndavélarinnar gerir svo að verkum að hún þolir regn, sjávarúða og snjókomu í vetrarbrúðkaupum.
Birta minna
Birta meira

Kynntu þér alla möguleikana

D850

{}