Nikon Imaging | Ísland | Europe
Sérsniðin til að vekja aðdáun
Pro Nýtt
D850
Afhjúpaðu raunveruleg undur náttúrunnar. Upplausnin, hraðinn og ljósnæmið sem D850 býr yfir skapar rétta umgjörð fyrir allan þann undirbúning og þolinmæði sem liggur að baki hverri mynd.

Svona er náttúran

Nýttu einstaka upplausn myndavélarinnar og breiða 64–25600 ISO-sviðið til að sýna náttúruna í ótrúlegum smáatriðum.
Hvort sem myndatakan fer fram á sléttu eða inni í regnskóginum sér baklýsta „full-frame“ CMOS-myndflagan um að skila einstaklega nákvæmum 45,4 MP myndum. Samsetningin á samfelldum linsum í myndflögunni hámarka ljósið sem lendir á myndflögunni og virkjar breiða ISO-sviðið og virkt svið myndavélarinnar. Með því fæst sveigjanleiki til að mynda í hvaða ljósi sem er en einnig er hægt að auka lýsinguna án þess að fórna smáatriðunum. Þú getur tekið upp Time Laps-kvikmyndir í 4K-gæðum í myndavélinni. Og með 45,7 virkum megapixlum geturðu búið til magnaðar Time Lapse-kvikmyndir í 8K-gæðum í eftirvinnslunni eftir sjálfvirka myndatöku með reglulegu millibili. Gott veðurþol myndavélarinnar gerir að verkum að hún þolir óblíðar umhverfisaðstæður.
Hljóðlát, skörp og viðbragðsfljót
Náðu stórkostlegum myndum af tignarlegu dýralífi í náttúrulegu umhverfi sínu með stillingunni Hljóðlaus myndataka.
Vinnan verður ofurnákvæm og veldur ekki truflun hjá myndefninu þegar myndað er í myndatöku með skjá. Hljóðlaus myndataka notar rafrænan lokara myndavélarinnar til að skila hárnákvæmum 45,4 MP myndum, án óskýrleika með allt að sex römmum á sekúndu. Í eltingarleik við mjög hraðskreið myndefni er svo hægt að mynda hljóðlega með allt að 30 römmum á sekúndu og 8 MP.
Birta minna
Birta meira
Nóttin er full af möguleikum
Svefnstaðir dýranna og stjörnuljósmyndun. D850-myndavélin skilar suðlausum afköstum við mikið ISO-ljósnæmi og framúrskarandi skýrleika með ljósmælingu sem fer niður í -3 EV.
Hraðvirk EXPEED 5 myndvinnsluvélin skilar ótrúlegum myndgæðum á öllu breiða 64–25600 ISO-sviðinu (sem hægt er að auka í jafngildi ISO 102400). Lægstu mælingarmörkin eru -3 EV. AF-kerfið er enn fremur með ljósnæmi niður í -4 EV við miðjupunktinn (ISO 100, 20 °C). Ljósmyndarinn getur tekið mynd með alsjálfvirkum fókus eða sjálfvirkri lýsingu í rökkri með ótrúlegum árangri. Sams konar hnappalýsing og á D5-vélinni frá Nikon tryggir þægilega meðhöndlun þegar myrkrið skellur á.
Birta minna
Birta meira

Þessi myndavél missir ekki af neinu

Auktu aðdráttinn á hvert smáatriði, frá hvaða sjónarhorni sem er, með framúrskarandi AF-kerfinu, nákvæmri AF-stillingu og hárfínni nákvæmni NIKKOR-linsanna.
Leggðu áherslu á myndbygginguna. Sjálfvirka 153 punkta fókuskerfið í D850 hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og sér um nákvæmnisvinnuna. Fangaðu myndefnið með hraði og afburðagóðri einangrun bakgrunns með AF-punktahópsstillingunni. Notaðu þrívíða rakningu til að fylgjast með litlum dýrum eða myndefni á mikilli ferð með einstakri nákvæmni og við hvaða birtuskilyrði sem er. Taktu myndir í myndatöku með skjá og nákvæmri AF-stillingu til að stilla fókusinn á litlu svæði á stóru myndefni. Til dæmis frævu í blómi eða fálmurum á skordýri. Áætlaðu og finndu hið fullkomna horn með 8 cm (3,2 to.) hallanlega snertiskjánum. Rómuð upplausnargeta NIKKOR-linsanna tryggir einstakan skýrleika hvort sem myndað er úr fjallafelustað eða í nálægð við iðandi skordýr.
Undur náttúrunnar með ómældri dýptarskerpu
Fjarlæg landsvæði og viðkvæmir steingervingar eða villt blóm í fjallshlíð. Þú nærð þessu öllu frá öllum hliðum með einstakri dýptarskerpu myndavélarinnar stillingunni Fókushliðrun.
Sýndu undur náttúrunnar með aðdáunarverðri nákvæmni, bæði stór og smá. Fókushliðrunarstillingin í myndavélinni gerir kleift að stilla fókusblöndun fyrir allt að 300 myndir sem eru teknar með föstu millibili. Einnig er hægt að vinna með raðmyndatöku með allt að fimm römmum á sekúndu til að fá myndir í fullri upplausn. Stilltu breyturnar fyrir fókusblöndun í myndaröð og þá færir D850-vélin fókusinn smám saman frá upphafspunkti til óendanleika. Þú getur ákvarðað fjarlægð hvers fókusstigs út frá tíu stigum sem hægt er að velja um. Sameinaðu myndirnar í eftirvinnslu til að búa til myndir þar sem hvert smáatriði, frá forgrunni til bakgrunns, er skilgreint með einstökum hætti.
Birta minna
Birta meira
Óendanlegur alheimur
Taktu upp „full-frame“ 4K Time-lapse kvikmyndir í myndavélinni. Búðu til metnaðarfullar 8K Time-lapse kvikmyndir í eftirvinnslunni með hljóðlausri, sjálfvirkri myndatöku með reglulegu millibili.
Skínandi stjörnur og fljótandi ský. D850-vélin er sérsniðin fyrir gerð Time-lapse kvikmynda með 45,7 virka megapixla upplausn og hljóðlausa, sjálfvirka myndatöku með reglulegu millibili. Hljóðlausa, sjálfvirka myndatakan með reglulegu millibili gerir ljósmyndaranum kleift að taka myndir í lengri tíma án þess að hann þurfi að hafa áhyggjur af minnkandi afköstum lokarans, óskýrleika eða suði í lokara. Sjálfvirka lýsingarstillingin eykur ljósmælinguna niður í -3 EV þannig að þú getur myndað stjörnur eða landslag og tekið upp ljósaskiptin úr dagsbirtu yfir í stjörnubjarta nótt. Með myndatöku með allt niður í 0,5 sek. millibili má fanga breytilegt skýjafar og feril stjarnanna með ótrúlegum smáatriðum.
Birta minna
Birta meira

D850

{}