Nikon Imaging | Ísland | Europe
Sérsniðin fyrir smáatriði.
Pro Nýtt
D850
Náðu lengra með D850. Þegar unnið er með framúrskarandi upplausn, hraða og ljósnæmi er enginn strigi of stór. Og ekkert smáatriði of lítið.

Hugsjónir framkvæmdar án þess að hika.

Veldu stórkostlega afhjúpun. Þú gæðir hana töfrum með eigin handbragði og 45,4 MP skrám með einstökum smáatriðum. Vélin er verkfærið sem fullkomnar verkin þín.
Sýndu þinn stíl svo eftir sé tekið. D850 býður upp á frábæra samsetningu upplausnar og virks sviðs með baklýstri CMOS-myndflögu og EXPEED 5 myndvinnslubúnaði. Myndgæðin eru sérlega skýr yfir breiða ISO 64–25600 ljósnæmissviðið. Virka sviðið er einnig afburðagott bæði við há og lág ISO-gildi. Hægt er að prenta út myndir í öllum stærðum með einföldum hætti enda sjá 45,7 virkir megapixlar um meðhöndlun myndanna og ljósmyndarinn fær svo nægt rými til eftirvinnslu, án þess að fórna neinu smáatriði.
Hárbeitt nákvæmni er bara byrjunin
Er hægt að sýna of ítarleg smáatriði? Nei, það er óhugsandi. Áferð, mynstur og litir byggjast á smáatriðum.
Sýndu hæfileika þína og sýn með hárbeittri skerpu. Þegar myndað er í gegnum leitarann sér titringstjórnun myndavélarinnar um að vinna gegn titringnum sem skapast þegar smellt er af og spegli lyft upp. Útkoman eru hárnákvæmar 45,4 MP myndir. Og þegar hljóðs er krafist á tökusettinu er lítið mál að taka myndir á allt að sex römmum á sekúndu með stillingunni Hljóðlaus myndataka í myndatöku með skjá. Alfarið án suðs í lokara.
Birta minna
Birta meira
Leiktu þér með ljósið.
Allir ljósu hápunktarnir og sérhvert blæbrigði af svörtu nást með hinu óviðjafnanlega virka sviði sem gerir myndavélina að pensli listamannsins.
D850 er með einstaklega virkt svið sem nær yfir breiða ISO-sviðið 64–25.600. Einnig er hægt að breikka ISO-sviðið niður að jafngildi ISO 32 á stillingunni Lo 1 og upp í jafngildi ISO 108.400 á stillingunni Hi 2. EXPEED 5 myndvinnslubúnaðurinn tryggir sérlega skýran útflutning. Ljósmælingin fer alveg niður í -3 EV og sjálfvirka fókuskerfið státar af næmi niður í -4 EV (ISO 100, 20 °C) við miðjupunktinn. Myndavélin skilar fallegum tónum við bjartasta sólarljós og skilgreinir ítrustu smáatriði í myrkasta skugganum. Það er auðvelt að hafa stjórn á speglun eða LED-ljósum í stúdíóinu. Næturmyndataka er heldur engin fyrirstaða þar sem ekki er þörf frekari lýsingu á staðnum.
Birta minna
Birta meira

Hækkaðu kröfurnar

Dans, beygjur, hopp og snúningur. D850-vélin ræður við þetta allt saman með sinni öflugu samsetningu upplausnar og hraða. Þú fangar fegurð hreyfingarinnar með hárfínni nákvæmni.
Hvernig sem fyrirsæturnar hreyfa sig sér D850 um að fylgja þeim eftir og skila nákvæmri mynd. Myndavélin tekur 7 ramma á sekúndu án aukabúnaðar. Einnig er hægt að taka allt að 9 ramma á sekúndu með því að nota fjölvirka rafhlöðubúnaðinn MB-D18 (aukabúnaður) með EN-EL18B rafhlöðunni (notuð í D5). Hraðvirka og nákvæma 153 punkta AF-kerfið, sem á rætur að rekja til D5-vélarinnar, býður svo upp á afar vítt og þétt myndsvið. Auðvelt er að greina myndefni við jaðar rammans og hægt er að framkvæma lóðrétta myndatöku með einstakri nákvæmni. Stillingin AF-punktahópur veitir afburðagóða einangrun bakgrunns, jafnvel þegar myndefni er myndað upp við bakgrunn í svipuðum lit.
Afhjúpaðu allt
Niður í minnstu smáatriði með frábærum fókus. Hægt er að auka aðdráttinn að fallegum þáttum með hárfínni AF-nákvæmni.
Með stillingunni Nákvæmt AF (í myndatöku með skjá) er hægt að skapa ótrúlegar myndir af smæstu smáatriðum: t.d. lógóinu á tækninýjung eða áferð kjóls. Sjálfvirkum fókus og aðgerðum afsmellara er stýrt á 8 cm (3,2 to.) 2.359.000 punkta hallanlegum LCD-snertiskjá í myndatöku með skjá til að veita ljósmyndaranum meira frelsi við myndbyggingu. Hægt er að staðfesta einstaklega nákvæmar myndir á skjótan hátt á skjánum sem er með hárri upplausn og háskerpu: pikkað er tvisvar á einhvern hluta myndar til að sjá myndsvæðið í fullri stærð. Valmyndin fyrir stillingu skurðarstærðar er einnig aðgengileg í myndatöku með skjá í gegnum i-hnappinn og auðveldar allar stærðarbreytingar á myndum, auk þess sem það er einfalt að senda myndir til kúnnans beint frá staðnum.
Birta minna
Birta meira
Afburðamyndbygging
Lítið áberandi speglun og öflug tjáning. Fáðu skýra staðfestingu á smáatriðunum sem þú rammar inn í rauntíma með bjarta 0,75x optíska leitaranum.
Vítt sjónsvið leitarans og háskerpuskjárinn með hárri upplausn tryggir að þú nærð öllum smáatriðum með hárbeittri nákvæmni. OLED-einingar tryggja að auðvelt er að lesa tökuupplýsingar við hvaða birtuskilyrði sem er. Titringsstjórnun vélarinnar vinnur svo bæði gegn titringi þegar smellt er af og þegar spegli er lyft upp og dregur þannig úr þáttum sem valda óskýrleika. Myndirnar sem þú fangar verða jafn skarpar og í leitaranum sem þú notar til að ramma þær inn.
Birta minna
Birta meira

Inni í stúdíói eða úti á götu

Þú getur elt hugmyndir þínar hvert sem er. Myndavélin er búin flassbúnaði sem stjórnað er með útvarpsbylgjum og hann ásamt breiða ISO-sviðinu veita þér frelsi til að taka myndir hvar sem er.
D850 skilar sérlega skýrum myndgæðum yfir breiða ISO 64–25600 ljósnæmissviðið. Ljósmyndarinn fær fullkomið frelsi til að mynda við þá lýsingu sem er tiltæk. Þegar unnið er með stúdíólýsingu eða stýrða útilýsingu er einfalt að stjórna stökum eða mörgum leifturljósum með þráðlausa flassbúnaðinum frá Nikon. Hægt er að koma fyrir allt að þremur hópum af fjarstýrðum flössum til að skapa flotta lýsingu, næstum án allrar truflunar frá hlutum eða umhverfislýsingu. Í boði er úrval flassa og flasskerfa sem henta fyrir mismunandi verkefni sem gera ljósmyndaranum kleift að ferðast um án þess að eyða of mikilli orku. Og án þess að draga úr sköpunargáfunni.

Vinnur eins ötullega og eigandinn

D850-vélin er hönnuð til að vinna og skila afköstum hvar sem þú myndar.
Rafhlöðuending hennar dugir fyrir 1840 myndir (hægt að auka í allt að 5140 myndir með aukabúnaðinum MB-D18 rafhlöðupakkanum) sem þýðir að D850 ræður við endurtökur ef á þarf að halda. Gott veðurþol myndavélarinnar gerir að verkum að hún þolir bæði úða- og þokuvélar. Allar skrár í RAW-stærð (stór, miðlungs og lítil) halda einstöku virku sviði og JPEG-skrár eru tiltækar fyrir skjóta staðfestingu mynda á staðnum, eða til að senda myndir til umboðsskrifstofa. Með þráðlausa sendinum WT-7 er hægt að tengja netsnúru við myndavélina og flytja myndir beint yfir á FTP-þjón eða tölvu á allt að 866,7 MB hraða á sekúndu. Innbyggðu valkostirnir fyrir RAW-runuvinnslu bæta svo verulega afköst myndavélarinnar.

D850

{}