Nikon Imaging | Ísland | Europe
Sérsniðin fyrir hasar.
Pro Nýtt
D850
Sýndu hraðann, kraftinn og þokkann. Með þeirri óviðjafnanlegu samsetningu upplausnar, hraða og næmi sem D850 býður upp á fangarðu ekki aðeins hreyfinguna. Þú skilgreinir hana.

Þetta er nýtt stig fullkomnunar

Ástríða. Ástundun. Undirbúningur. Taktu myndir með allt að 9 römmum á sekúndu í raðmyndatöku. Sýndu hvað til þarf með nákvæmum 45,4 MP myndum.
D850 tekur 7 ramma á sekúndu án aukabúnaðar. Einnig er hægt að taka 9 ramma á sekúndu með því að nota fjölvirka rafhlöðubúnaðinn MB-D18 (aukabúnaður) með EN-EL18B rafhlöðunni (notuð í D5). Samsetningin á samfelldum linsum í myndflögunni og hröð EXPEED 5-myndvinnsluvél skila framúrskarandi smáatriðum, ótrúlegu styrkleikasviði og hraðri vinnslu. Hægt er að taka 14 eða 12 bita þjappaðar/óþjappaðar RAW-myndir í stærð Large (stór) taplaust, í einni háhraðamyndaröð. Auk þess skilar myndflagan upplausn sem dugar fyrir 8.000 pixla útiskilti.
Óviðjafnanleg nákvæmni
Mikill pixlafjöldi gerir miklar kröfur til tækninnar. Nákvæmni er nauðsyn. D850 stenst áskorunina með einstakri skerpu við hvaða birtuskilyrði sem er.
D850-vélin er með sama öfluga 153 punkta AF-kerfið og hin margrómaða D5-vél – þetta er tækni sem atvinnuljósmyndarar jafnt sem áhugamenn keppast við að hæla. Þótt hraðinn sé mikill gefur myndavélin ekkert eftir. Ótrúleg nákvæmni fæst þegar myndefninu er fylgt eftir um rammann en það er breiði sjálfvirki fókusinn og 3D-eltifókusstillingin sem sér til þess. AF-ljósnæmi niður í -4 EV (ISO 100, 20 °C) tryggir einstök myndgæði í lítilli birtu. Myndgæðin eru líka sérlega skýr yfir breiða ISO 64-25600 ljósnæmissviðið.
Birta minna
Birta meira
Sama hvað gerist
Sýndu styrkinn. Miðlaðu ástríðunni. Hver svitadropi næst á mynd með ótrúlega nákvæmri greiningu myndefnis og frábærri endurmyndun lita.
180.000 pixla RGB-ljósmælingarflaga og ítarlegt umhverfisgreiningarkerfi skila einstakri andlitsgreiningu og afar nákvæmum húðlitatónum. Frábært ljósnæmið í lítilli birtu gerir þér kleift að mæla ljós niður í allt að -3EV (með f/1,4, ISO 100, 20 °C), sem er mikill kostur þegar myndað er með litlum birtuskilum eða notast við margfaldara og hægvirkt ljósop. Krafturinn í myndvinnslubúnaði EXPEED 5 og myndflagan stuðla í sameiningu að því að auka nákvæmni mælingarinnar sem skila enn stöðugri myndum.
Birta minna
Birta meira

Skilaðu þínu besta verki þegar þörf er á.

Ótrúleg afköst hvort sem teknar eru stórar, miðlungsstórar eða litlar RAW-myndir. Einstaklega hraður þráðlaus flutningur.
Hægt að taka allt að 9 ramma á sekúndu (með aukabúnaðinum MB-D18, sem er fjölvirkur rafhlöðubúnaður) óháð skráarstærð. Taktu 45,4 MP RAW-myndir í stórri stærð til að prenta myndir í afar hárri upplausn á risastóru sniði. Einnig er hægt að taka myndir í RAW-stærðunum Medium (meðalstór) 25,6 MP eða Small (lítil) 11,4 MP (báðar stærðir eru með 12 bita taplausri þjöppun). Hentar sérlega vel til að spara geymslupláss eða senda myndir til kúnnans á staðnum. Með samhæfa þráðlausa sendinum WT-7 er hægt að tengja netsnúru við myndavélina og flytja myndir beint yfir á FTP-þjón eða tölvu á allt að 866,7 MB hraða á sekúndu.
Byrjaðu af krafti og haltu kraftinum allt til enda.
Skiptu hreyfingunni niður. Byggðu upp myndina. Notaðu innbyggðu ítrekuðu lýsinguna fyrir yfirlögn til að sýna hraðann, spennuna og færnina á bak við hverja hreyfingu.
Vegna sveigjanleikans sem ítrekuð lýsing býður upp á er hægt að taka allt að tíu myndir við allt að níu ramma á sekúndu þegar fjölvirki rafhlöðubúnaðurinn MB-D18 er notaður (aukabúnaður). Þessi hraði virkar við allar myndatökur sama hvaða skráarstærð eða -snið er notað. Hægt er að staðfesta bæði stakar myndir og myndyfirlögnina meðan á myndatöku stendur. Það er líka hægt að eyða lokamyndinni og taka hana á ný til að tryggja að bestu lokamyndinni sé náð. Jafnframt má velja eina RAW-mynd í stórri stærð (L) sem fyrstu myndina fyrir yfirlögn. Allar myndir sem teknar eru með stillingunni Ítrekuð lýsing eru vistaðar hver fyrir sig þannig að hægt er að kalla fram aðalmyndirnar þegar þú þarft. Alls er hægt að velja um fjórar mismunandi stillingar fyrir yfirlögn: Add (Bæta við), Average (Meðal), Lighten (Lýsa) og Darken (Dekkja) sem veita aukinn sveigjanleika.
Birta minna
Birta meira
Skýr sjón. Óþreytandi.
Staðfestu hreyfingu myndefnisins í rauntíma með hárbeittri nákvæmni í gegnum 0,75x optíska leitarann. Mesta stækkun sem nokkur FX DSLR-leitari frá Nikon hefur boðið upp á til þessa
Breitt sjónsviðið í optíska leitaranum gerir ljósmyndaranum kleift að ramma inn hreyfingar íþróttamanna á magnaðan hátt. OLED-einingar tryggja að auðvelt er að lesa tökuupplýsingar við hvaða birtuskilyrði sem er. Og til að ná fullkominni nákvæmni er hægt að para D850 við NIKKOR-linsu með SPORT VR-stillingu (titringsjöfnun). Þessi sérstaka stilling skilar enn stöðugri mynd í leitaranum, sem er gagnlegt þegar teknar eru myndir af leifturhraðri atburðarás eða við hliðrun.
Birta minna
Birta meira

Þitt verk

Finndu sjónarhornin og staðfestu hreyfingarnar. Settu upp, sláðu inn upplýsingar um myndir eða skoðaðu og veldu lykilmyndirnar á staðnum í gegnum snertinæma skjáinn sem gefur bæði skarpa og nákvæma mynd.
Stillingunni fyrir skurðarstærð er stýrt á 8 cm (3,2 to.) hallanlegum 2.359.000 punkta LCD-skjá í myndatöku með skjá. Skjárinn með sinni háu upplausn og háskerpu tryggir að hægt er að staðfesta smáatriði eins og andlitsdrætti og hreyfingar vöðva með ýtrustu nákvæmni. Þú getur auðveldlega strokið fram og til baka þegar þú skoðar myndir og pikkað tvisvar á hluta myndar til að sjá myndsvæðið í fullri stærð. Valmyndin fyrir stillingu skurðarstærðar er einnig aðgengileg í myndatöku með skjá í gegnum i-hnappinn og auðveldar allar stærðarbreytingar á myndum, auk þess sem það er einfalt að senda myndir til kúnnans beint af vettvangi.

Kynntu þér alla möguleikana

D850

{}