Nikon Imaging | Ísland | Europe

31-07-2019

TAKTU FRÁBÆRAR ANDLITSMYNDIR MEÐ NÝRRI NIKKOR Z 85MM F/1.8 S-LINSU FRÁ NIKON

Amsterdam, Hollandi, 31. júlí 2019: Nikon kynnir með stolti hefðbundna bjarta andlitsmyndalinsu, nýjasta meðlim Nikon Z-línunnar. NIKKOR Z 85mm f/1.8 S býður upp á hraðan fókus sem skilar ótrúlegum smáatriðum yfir allan rammann. Linsan, sem er „full frame“ og speglalaus, gerir ljósmyndurum kleift að fanga myndefni með ótrúlega skýrum hætti, hvort sem verið er að taka myndir eða taka upp myndskeið.

Hvort sem verið er að taka hefðbundna andlitsmynd eða umhverfismynd, í litlu notalegu rými eða stóru, skilar háþróuð og kraftmikil NIKKOR Z 85mm f/1.8 S óviðjafnanlegri mynd í hvert skipti. Skerpan er frábær yfir alla myndina, jafnvel þegar tekin er mynd með víðasta ljósopinu, f/1,8. „Bokeh“ er fallega náttúrulegt og ljósdraugar eru lágmarkaðir alveg út í björtustu baklýsingu.

Fókusinn er hraður og nýr augngreiningareiginleiki Nikon Z-myndavélanna getur læst fókus á augu fyrirsætu, hvort sem viðkomandi er einn síns liðs eða í hópi fólks. Þegar tekin eru upp myndskeið er hægt að nota 85 mm brennivíddina til að einangra myndefni og taka upp myndskeið með einstakri dýptarskerpu.

Dirk Jasper, framleiðslustjóri hjá Nikon Europe, segir: „NIKKOR Z 85mm f/1.8 S er einstaklega fjölhæf linsa. Hraðvirkt og fjölþætt fókuskerfið og stórt hámarksljósop tryggja að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af óvenjulegri lýsingu eða að missa af óvæntu tökutækifæri. Hvort sem verið er að taka myndir á stórum viðburði, í stúdíói eða úti í víðáttunni er hægt að ná einstaklega líflegum myndum.“

Helstu eiginleikar

NIKKOR Z: hönnuð í kringum breiðu Z-festinguna frá Nikon, sem gerir þessari linsu kleift að fanga meira ljós yfir allan rammann.
S-línan: næsta vídd í optískri hönnun. Nanókristalhúð með glampavörn. Mjúkt, hljóðlaust, fjölþætt fókuskerfi.
Skörp smáatriði: yfir allan rammann. Minnsta fókusfjarlægð er einungis 0,80 m
Sterkbyggð: allir hreyfanlegir hlutar í linsuhylkinu eru þéttir til að verja þá gegn ryki og vatnsdropum. 
Tilvalin fyrir kvikmyndir: hljóðlaus ljósopsstilling og einstaklega hljóðlátur sjálfvirkur fókus. Andartakshreyfingin þegar fókusinn er stilltur er nánast ekki lengur til staðar.
Sérsníðanlegur stillihringur: hægt að nota hann fyrir handvirkan fókus (sjálfgefið), ljósopsstýringu eða leiðréttingu á lýsingu.