Amsterdam, Hollandi, 23. apríl 2019: Nikon kynnir nýjasta meðlim COOLPIX-fjölskyldunnar, skemmtilegu myndavélina COOLPIX W150. Þessi fyrirferðarlitla ævintýramyndavél er vatnsheld, höggheld, frostþolin og rykvarin. Það er hægt að fara með hana hvert sem er og það er ekkert mál að nota hana.
COOLPIX W150 er svo auðveld í notkun að allir geta tekið framúrskarandi ljós- og kvikmyndir með henni, hvort sem er á snævi þöktum fjöllum eða neðansjávar. Með andlitsinnrömmun í vatni er hægt að taka frábærar myndir í sundlauginni eða á allt að 10 metra dýpi. Svo er myndavélin höggheld úr allt að 1,8 metra hæð svo hún þolir töluvert hnjask í ferðalaginu eða veislunni. Með CMOS-myndflögunni frá Nikon fyrir litla birtu og nákvæma NIKKOR 3x optíska aðdrættinum fást einstaklega skarpar myndir. Með sérstökum kvikmyndahnappi er einfalt að skipta beint yfir í að taka upp HD-kvikmyndir í fullri háskerpu og með steríóhljóði.
Á meðal skemmtilegra eiginleika má nefna margvísleg síuáhrif í myndavélinni, sem auðvelt er að beita, og fjölbreytta valmynd fyrir krakka. Þar er hægt að láta raddskilaboð fylgja með myndum, setja upp fjörugan kveðjuskjá, útbúa skyggnusýningar og fleira. Vatnsheldur aukabúnaður, til dæmis áberandi flotólin frá Nikon, tryggir öryggi myndavélarinnar. Með SnapBridge er síðan einfalt að deila bestu myndunum, eða nota snjalltæki til að fjarstýra myndatöku.
Ines Bernardes, framleiðslustjóri hjá Nikon Europe, hefur þetta að segja: „COOLPIX W150 er frábær, vatnsheld myndavél til að munda og smella af. Krakkar geta leikið sér með hana án þess að foreldrarnir þurfi að hafa áhyggjur og hún fæst í margvíslegum litum. Í helgarfríi með vinum er þessi myndavél alltaf til í tuskið.“