Nikon Imaging | Ísland | Europe

08-03-2019

Nikon kynna PROSTAFF 1000 leysifjarlægðarmælinn

Amsterdam, Hollandi, 8. mars 2019: Nikon tilkynna í dag um útgáfu á PROSTAFF 1000, nýjum handhægum leysifjarlægðarmæli. Hann státar af fyrirferðarlitlu og léttu húsi og skilar frammistöðu upp á að hámarki 910 m mælingarsvið. Löng augnfjarlægð og stillanleg sjónleiðrétting hámarkar þægindi og skýrleika og veitir notandanum ánægjulegri mælingarupplifun.

PROSTAFF 1000 leysifjarlægðarmælirinn veitir notendum getuna til að velja annaðhvort Forgang á fyrsta viðvang eða fjarlægt viðfang þegar verið er að meta fjarlægð fyrir framan eða aftan annan hlut. Mælingarniðurstöður birtast samstundis skýrt og nákvæmlega með 1 m aukningu í þrepum á óreglulausum skjá með því einu að ýta á hnapp. Álestur fyrir átta sekúndna samfellda mælingu birtist einnig þegar ýtt er á aflhnappinn og honum haldið niðri.

Helstu eiginleikar

• Mælingarsvið: 5-910 m*
• Skiptikerfi fyrir forgang viðfangs til að mæla viðfangsefni sem skarast: Forgangsstilling fyrsta viðfangs birtir fjarlægðina að næsta viðfangsefni - gagnlegt þegar verið er að mæla fjarlægðina að viðfangsefni fyrir framan bakgrunn sem skarast. Stilling forgangs á fjarlægt viðfang birtir fjarlægð að því myndefni sem lengst er í burtu - gagnlegt á skógi vöxnum svæðum
• Birtingarskref fjarlægðarmælingar eru 1 m
• Stök eða samfelld mæling (í allt að 8 sekúndur). Ef stök mæling misheppnast lengir hann sjálfvirkt mælinguna þar til hún tekst í allt að 4 sekúndur. Ef aflhnappinum er haldið niðri gerir það samfellda mælingu virka í allt að u.þ.b. 8 sekúndur
• Hágæða 6x sjónauki með einu gleri og fjölhúðun sem gefur bjartar, skýrar myndir
• Löng hönnun augnfjarlægðar gerir skoðun auðveldari fyrir þá sem eru með gleraugu
• Stillibúnaður sjónleiðréttingar
• Fyrirferðarlítil, létt hönnun í stærð sem passar í vasa
• Regnheldur — JIS/IEC jafngildir varnarflokki 4 (IPX4)
• Breitt hitaþol: -10˚C til +50˚C


* Samkvæmt mælistærðarskilyrðum Nikon og viðmiðunargildum.