Nikon Imaging | Ísland | Europe

22-02-2019

Nikon þróar nýjan fastbúnað fyrir spegillausu „full-frame“ myndavélarnar Nikon Z 7 og Nikon Z 6

Nikon leitast stöðugt við að laga sig að þörfum notenda með því að bæta við nýjum eiginleikum og efla afköst vara sinna

Amsterdam, Hollandi, 22. febrúar 2019: Nikon kynnir nýjan fastbúnað fyrir spegillausu „full-frame“ myndavélarnar Nikon Z 7 og Nikon Z 6. Með fastbúnaðinum koma inn nýir eiginleikar á borð við AF-augnskynjun, flutning myndefnis á RAW-sniði og stuðning við CFexpress-minniskort. Að auki verða AF-/AE-eiginleikar myndavélarinnar betrumbættir.

Z-vörulínan mun halda áfram að þróast í takt við þarfir notenda og kemur til með að bjóða upp á nýja kynslóð fyrir myndatöku sem veitir skapandi innblástur og upplifun.

Eftirfarandi eiginleikar og afköst verða í boði með nýja fastbúnaðinum

1. Stuðningur við AF-augnskynjun í ljósmyndatökum (áætlað í maí 2019)
AF-augnskynjun hentar sérlega vel fyrir andlitsmyndatökur. AF-augnskynjunareiginleikinn sem er nú í þróun virkar bæði með fókusstillingunni AF-S (stökum AF), sem kemur sér vel fyrir myndatökur af fólki, og með fókusstillingunni AF-C (samfelldum AF) sem er gagnleg þegar myndefnið skiptir oft um stöðu. Eiginleikinn getur greint mörg augu sem notandinn getur svo valið úr til að láta myndavélina stilla fókusinn á, en þetta veitir aukinn sveigjanleika þegar tekin er mynd af hópi fólks.

2. Aukin AF-/AE-afköst (áætlað í maí 2019)
Brátt verður hægt að nota eltifókus AE (sjálfvirkrar lýsingar) í stillingu fyrir hraða raðmyndatöku (í lengri tíma), til viðbótar við núverandi AF-eltifókus. Einnig verða AF-afköstin í lítilli birtu betrumbætt, sem stuðlar að hraðari sjálfvirkum fókus í dimmu eða dauflýstu umhverfi, bæði í ljósmyndatöku og við upptöku kvikmynda.

3. Stuðningur við flutning myndefnis á RAW-sniði (kynningardagsetning tilkynnt síðar)
Útflutningur á RAW-gagnastreymi í 4K UHD og fullri háskerpu úr myndavélinni verður studdur. Þá verður hægt að taka upp útflutta RAW-gagnastreymið á samhæfu RAW-sniði í gegnum ytri upptökubúnað. Með því móti geta notendur nýtt sér djúpa 12 bita liti til að ná fram sveigjanlegum litatónum.

4. Stuðningur við CFexpress-minniskort (kynningardagsetning tilkynnt síðar)
Nýi fastbúnaðurinn mun styðja CFexpress, nýjan staðal fyrir minniskort sem býður notendum upp á meira öryggi. Þau skila háhraða afköstum og auka þannig skilvirkni í öllu verkflæði. Eftir uppfærsluna geta notendur bæði notað CFexpress- og XQD-kort til skiptis í myndavélina. Til viðbótar við Z 7 og Z 6 verður stuðningi við CFexpress-minniskort einnig bætt við í stafrænu SLR-myndavélunum Nikon D5 (XQD-gerð), Nikon D850 og Nikon D500.

XQD er vörumerki Sony Corporation.
CFexpress er vörumerki CompactFlash Association (CFA).