Nikon Imaging | Ísland | Europe

14-02-2019

Við kynnum fyrstu linsuþrennuna fyrir Nikon Z. Hina hraðvirku NIKKOR Z 24-70mm f/2.8 S

Amsterdam, Hollandi, 14. febrúar 2019: Í dag kynnir Nikon fyrstu linsuþrennuna fyrir Nikon Z. NIKKOR Z 24-70mm f/2.8 S er linsa fyrir fagfólk sem er sérlega nett, með háþróaðan linsubúnað og algerlega veðurheld.

Þetta er sterk og traust linsa sem skilar frábærum árangri við jafnt ljósmyndun sem kvikmyndatöku. Skerpan er framúrskarandi yfir allan rammann og árangur við nærmyndatökur er betri en í nokkurri annarri 24–70 mm linsu á markaðnum í dag. Ljósdraugar í linsu eru í lágmarki og breið Z-festing og samfellt f/2,8 ljósop með 9 rúnnuðum blöðum skila mögnuðum ljósgeislum. „Bokeh“-áhrifin eru mjúklega stigvaxandi út að jöðrum rammans með náttúrulegri fegurð.

NIKKOR Z 24-70mm f/2.8 S er algerlega veðurheld og tilbúin að takast á við allt sem fylgir daglegri notkun í atvinnuskyni. Aðdráttar- og fókushringirnir bregðast við hárréttu átaki. Nú er líka hægt að stjórna fleiri færibreytum myndatöku beint úr linsunni en nokkru sinni fyrr.

Dirk Jasper, framleiðslustjóri hjá Nikon Europe, segir: „Ef þú getur aðeins haft eina linsu með í tökunni er NIKKOR Z 24-70mm f/2.8 S hin fullkomna samsetning; fyrirferðarlítil og fagmannleg linsa. Hvert smáatriði í umhverfinu er endurskapað af ótrúlegri nákvæmni og skýrleika og fullkomin veðurþétting gerir þessa linsu klára í töku hvar sem er.“

Helstu eiginleikar

Einstök skerpa: frábær myndgæði yfir allan rammann. Afburðagæði í nærmyndatöku (minnsta fókusfjarlægð 0,38 m).
Háþróuð optísk hönnun: 17 einingar í 15 flokkum, með ARNEO- og nanókristalhúð sem glampavörn.
Sérsníðanlegur stillihringur: má nota fyrir handvirkan fókus (sjálfgefið), hljóðlausa ljósopsstýringu (frábært til að þrengja sjónsviðið við upptöku kvikmynda) eða leiðréttingu á lýsingu.
Fn-hnappur: allt að 21 mismunandi aðgerð. Allt frá AF-læsingu til ljósmælingar, frávikslýsingar og fleiri eiginleika.
Upplýsingar á OLED-skjá: Hægt er að kanna í snatri ljósop, fókusfjarlægð, nákvæma brennivídd og dýptarskerpu.
Vinnuþjarkur: Myndavélin er nett en sterklega byggð og einstaklega vel þétt gegn ryki og raka.