Nikon Imaging | Ísland | Europe

08-01-2019

VERTU Á VETTVANGI MEÐ NÝJU NIKKOR Z „FULL-FRAME“ GLEIÐHORNSAÐDRÁTTARLINSUNNI

Amsterdam, Hollandi, 8. janúar 2019: Í dag bætir Nikon NIKKOR Z 14–30mm f/4 S við nýja vörulínu „full-frame“ linsa úr S-línunni sem hannaðar eru fyrir Nikon Z spegillausar myndavélar. Þessi inndraganlega aðdráttarlinsa með víðu gleiðhorni, sem státar af nettri hönnun og flatri fremri einingu, býður ljósmyndurum sem nota Nikon Z-myndavélar upp á meira frelsi til sköpunar. Hún er tilvalin fyrir ljósmyndir og enn betri fyrir kvikmyndir.

NIKKOR Z 14–30mm f/4 S er fyrsta „full-frame“ gleiðhornsaðdráttarlinsa í heimi með flatri fremri einingu.¹ Þessi einstaka hönnun býður upp á notkun 82 mm sía án þess að þörf sé á umfangsmiklum síufestingum. Þetta veitir ljósmyndurum aukna stjórn og meira frelsi, hvort sem þeir eru að taka myndir af landslagi, borgarlandslagi, arkitektúr, innanrými eða að taka upp kvikmyndir.

Þessi linsa er handhæg, með véldrifnum inndrætti og góðri þéttingu gegn veðri, sem gerir hana að tilvöldum ferðafélaga. Ný optísk hönnun NIKKOR Z og hröð samskipti milli linsu og myndavélar tryggja að bjögunin sem algeng er í gleiðhornsljósmyndun er lágmörkuð. Skerpan er einstök. Stöðugt f/4-ljósop gerir að verkum að við upptöku kvikmynda er hægt að fylgja myndefninu úr björtu sólarljósi inn í skuggsýnt innanrými án fyrirhafnar.

Jordi Brinkman, vörustjóri hjá Nikon Europe, segir: „Þessi NIKKOR Z-aðdráttarlinsa með víðu gleiðhorni gerir eigendum Nikon Z-myndavéla kleift að fanga ljósmyndir og kvikmyndir með góðri heildarsýn hvar sem er. Þessi linsa er svo fyrirferðarlítil að ekkert mál er að stinga henni niður í smærri töskur. Þar sem auðvelt er að nota síur með henni gefst ljósmyndurum einnig gott tækifæri til að auka listrænt frelsi sitt.“

Helstu eiginleikar

Virkar með síum: fyrsta „full-frame“ gleiðhornsaðdráttarlinsa í heimi sem hægt er að nota 82 mm síur¹ með án þess að þörf sé á umfangsmiklum síufestingum.
NIKKOR Z: hönnuð í kringum breiðu Z-festinguna frá Nikon, sem gerir þessari linsu kleift að fanga meira ljós yfir allan rammann.
S-línan: næsta vídd í optískri hönnun. Nanókristalhúð með glampavörn. Mjúkt, hljóðlaust, fjölþætt fókuskerfi.
Sérsníðanlegur stillihringur: hægt að nota hann fyrir handvirkan fókus (sjálfgefið), ljósopsstýringu (frábært til að þrengja sjónsviðið við upptöku kvikmynda) eða leiðréttingu á lýsingu.
Tilvalin fyrir kvikmyndir: hljóðlaus ljósopsstilling. Andartakshreyfingin þegar fókusinn er stilltur er minni og það sama má segja um fókusstillingar í aðdrætti.
Lítil og vel varin: véldrifinn inndráttur linsu tryggir að þessi linsa tekur afar lítið pláss þegar hún er ekki í notkun. Góðar þéttingar verja hana fyrir ryki og raka.


¹ Meðal lausra linsa fyrir stafrænar myndavélar 8. janúar 2019