Nikon Imaging | Ísland | Europe

10-01-2019

NIKON KYNNA MONARCH 2000 LEYSIFJARLÆGÐARMÆLI

Amsterdam, Hollandi, 10. janúar 2019: Nikon tilkynna í dag um útgáfu á nýjum handhægum leysifjarlægðarmæli, MONARCH 2000.

MONARCH 2000 er með endingarbetra hús, klætt gúmmílíki. Hann státar af traustri, línulegri hönnun og býður upp á lengda mælingagetu með 1.820 m hámarksfjarlægð.* Rauður auðskoðanlegur OLED innri skjár og sjálfvirk birtustillingaraðgerð sem fínstillir sjálfvirkt birtu skjásins í samræmi við magn birtunnar í umhverfinu, hafa einnig verið felld að honum.

Nýi leysifjarlægðarmælirinn auðveldar streitulausa, hraða mælingu við hvaða aðstæður sem er án þess að missa af mikilvæga augnablikinu. Þökk sé HYPER READ er mælingarsvörun MONARCH 2000 traust og snögg burtséð frá fjarlægðinni að markinu og mælingarniðurstöður eru birtar á u.þ.b. 0,3 sekúndum. Ef stakri mælingu, sem gerð er virk með því að ýta einu sinni á hnappinn, mistekst að mæla fjarlægðina heldur hann sjálfvirkt áfram að reyna að mæla í allt að u.þ.b. 4 sekúndur, þar til hægt er að ná niðurstöðu. Þessi einfalda aðgerð bætir mælingu á smærri skotmörkum og þeim sem eru lengra í burtu. Að lokum, gegnum beitingu ID-tækni (halli/lækkun), er hægt að mæla bæði raunverulega fjarlægð og lárétta fjarlægð.

Húsið er með vatnshelda og móðuhelda byggingu sem veitir vörn gegn óvæntum vatnsskvettum, óviljandi kaffæringu í vatni og skyndilegum veðrabreytingum.

MONARCH 2000

Innri skjár

Helstu eiginleikar

• Mælingarsvið: 7,3-1.820 m
• Rauður OLED innri skjár auðveldar skoðun við allar aðstæður. Sjálfvirk birtustillingaraðgerð fínstillir birtu skjásins í samræmi við magn birtunnar í umhverfinu
• Hröð og traust mælingarsvörun burtséð frá fjarlægð - HYPER READ birtir nú mælingarniðurstöður á u.þ.b. 0,3 sekúndum.
• Stök eða samfelld mæling (í allt að 8 sekúndur). Ef stök mæling misheppnast lengir hann sjálfvirkt mælinguna þar til hún tekst í allt að 4 sekúndur. Ef hnappinum er haldið niðri gerir það samfellda mælingu virka í allt að u.þ.b. 8 sekúndur
• Auðveldlega er hægt að skipta á milli skjástillingar fyrir lárétta fjarlægð og skjástillingar fyrir raunverulega fjarlægð - ID-tækni (halli/lækkun)
• Skiptikerfi fyrir forgang viðfangs til að mæla myndefni sem skarast:
• Forgangsstilling fyrsta viðfangs birtir fjarlægðina að næsta myndefni - gagnlegt þegar verið er að mæla fjarlægðina að myndefni fyrir framan bakgrunn sem skarast
• Stilling forgangs á fjarlægt viðfang birtir fjarlægð að því myndefni sem lengst er í burtu - gagnlegt í skógivöxnum svæðum
• Birtingarskref fjarlægðarmælingar: 0,1 m
• Hágæða 6x sjónauki með einu gleri og fjölhúðun sem gefur bjartar myndir
• Stór augngler til þess að auðvelt sé að sjá viðfangið (18 mm)
• Breitt sjónsvið (7,5 gráður)
• Löng hönnun augnfjarlægðar gerir skoðun auðveldari fyrir þá sem eru með gleraugu
• Stillibúnaður sjónleiðréttingar
• Fyrirferðarlítil hönnun húss svo auðvelt sé að halda á honum
• Vatnsheldur (allt að 1 metra í 10 mínútur) og móðuheldur, en ekki hannaður til notkunar í vatni; rafhlöðuhólf er regnhelt
• Breitt hitaþol: -10˚C til +50˚C


* Samkvæmt mælistærðarskilyrðum Nikon og viðmiðunargildum