Götulíf í gegnum linsuna

04-10-2017

Götulíf í gegnum linsuna

Nikon birtir sérstaka myndaröð í dag eftir að hafa falið spænska ljósmyndaranum Ibai Acevedo það verkefni að taka myndir á fimm mismunandi stöðum með fimm NIKKOR-linsum með fastri brennivídd á einum degi í heimaborg hans, Barcelona.

Ljósmyndasýning Nikon Photo Contest 2016-2017 fer á flakk

30-08-2017

Ljósmyndasýning Nikon Photo Contest 2016-2017 fer á flakk

Ljósmyndasýning Nikon Photo Contest 2016-2017, með verkum allra vinningshafa keppninnar, mun ferðast til níu stórborga víða um heim. Sýningin er nú þegar hafin í Japan og fer svo til Kína, Indlands, Tékklands, Frakklands og Bretlands.

Snilldin er mætt á svæðið. Tækifæri til að skara fram úr með D850 með mjög hárri upplausn

24-08-2017

Snilldin er mætt á svæðið. Tækifæri til að skara fram úr með D850 með mjög hárri upplausn

Nikon kynnir D850-vélina sem skilar „full-frame“-ljósmyndurum hinni fullkomnu blöndu af upplausn, hraða og ljósnæmi. Hvort sem er í stúdíóinu eða á afskekktustu stöðum heims er þessi DSLR-vél með FX-sniði ekki bara afar skilvirk – hún skilar líka gæðum á áður óþekktu stigi.

Nikon D7500 vinnur til EISA-verðlaunanna „Best Prosumer DSLR Camera 2017-2018“

15-08-2017

Nikon D7500 vinnur til EISA-verðlaunanna „Best Prosumer DSLR Camera 2017-2018“

Nikon er sönn ánægja að kynna að Nikon D7500 hefur unnið verðlaunin „European Prosumer DSLR Camera 2017-2018“, sem veitt eru af EISA (European Imaging and Sound Association). Verðlaununum er úthlutað af dómnefnd sérfróðra fagmanna frá fagtímaritum EISA og er viðeigandi virðingarvottur við framsækna tæknihönnun og frábæra frammistöðu D7500-myndavélarinnar.

Þróun stafrænu SLR-myndavélarinnar Nikon D850

25-07-2017

Þróun stafrænu SLR-myndavélarinnar Nikon D850

Nikon er sönn ánægja að tilkynna þróun næstu kynslóðar hraðvirkra, stafrænna SLR-myndavéla með „full-frame“ með væntanlegri útgáfu Nikon D850-myndavélarinnar sem lengi hefur verið beðið eftir.

Nikon fagnar 100 ára afmæli með því að gefa út sérstakt afmælisefni

25-07-2017

Nikon fagnar 100 ára afmæli með því að gefa út sérstakt afmælisefni

Nikon sendir frá sér sérstakt afmælisefni í tilefni af 100 ára afmæli fyrirtækisins þann 25. júlí 2017. Efnið verður hýst á sérstakri afmælissíðu Nikon og birt jafnt og þétt yfir sumarið. Þar verður að finna þekktar ljósmyndir, sögur og hollráð frá ljósmyndurum víða um heim sem hafa hjálpað til við að móta heila öld af ímyndunarafli og viðamikla sögu Nikon-vörumerkisins. Einnig verður þar boðið upp á sýndarferðalag um það sem fer fram á bakvið tjöldin á Nikon-safninu í Tókýó.

Að komast í gegnum ringulreiðina í Tókýó

18-07-2017

Að komast í gegnum ringulreiðina í Tókýó

Einstök lína ljósmynda, sem birt er í dag, sýnir ferðaljósmyndarann Lukasz Palka fanga kjarna Tókýó-borgar - sem er stærsta borg heims og fæðingarstaður Nikon. Ljósmyndarinn kemst í gegnum ringulreiðina og beinir sjónum sínum að þeim þáttum sem gera borgina svo sérstaka.

Hraðari. Skarpari. Betri. Nýja AF-P NIKKOR 70–300 mm ED VR aðdráttarlinsan.

11-07-2017

Hraðari. Skarpari. Betri. Nýja AF-P NIKKOR 70–300 mm ED VR aðdráttarlinsan.

Nikon gerir íþrótta-, dýralífs- og ferðaljósmyndurum kleift að ná betri aðdráttarmyndum án stuðningsbúnaðar með nýju AF-P NIKKOR 70–300mm f/4.5-5.6E ED VR. Hraðari AF- og SPORT VR-stilling eykur aðdrátt að myndefninu án þess að draga úr skerpu. Þessa léttu og veðurþolnu linsu má taka með sér hvert sem er.

Sigurvegarar ljósmyndakeppninnar „Nikon Photo Contest 2016-2017“ tilkynntir

06-07-2017

Sigurvegarar ljósmyndakeppninnar „Nikon Photo Contest 2016-2017“ tilkynntir

Nikon afhjúpar með ánægju sigurvegara ljósmyndakeppninnar „Nikon Photo Contest 2016-2017“. Ljósmyndakeppnin „Nikon Photo Contest“ hefur verið haldin frá árinu 1969 og er ein af virtustu alþjóðlegu ljósmyndasamkeppnum heims. Á þessu ári voru kynnt til leiks sérstök 100 ára afmælisverðlaun með þemanu „Celebration“ til að fagna 100 ára afmæli Nikon.

Vincent Munier, sendiherra Nikon, tekur myndir af snæhlébörðum í útrýmingarhættu

30-06-2017

Vincent Munier, sendiherra Nikon, tekur myndir af snæhlébörðum í útrýmingarhættu

Evrópusendiherra Nikon og dýralífsljósmyndarinn Vincent Munier hefur nýlokið afar metnaðarfullu verkefni við ljósmyndun dýra í mikilli útrýmingarhættu í Tíbet. Vincent ferðaðist í mikilli hæð yfir sjávarmáli í hörkufrosti og torfæru landslagi búinn tjaldi, hlýjum fatnaði, Nikon D5- og D500-myndavélunum sínum og NIKKOR-linsum í því skyni að taka myndir af þessu nokkuð óþekkta og ókannaða svæði.

Minningarlíkön og -vörur í tilefni 100 ára afmælis Nikon nú til sölu

15-06-2017

Minningarlíkön og -vörur í tilefni 100 ára afmælis Nikon nú til sölu

Nikon kynnir með ánægju fjölda minningarlíkana og -vara í tilefni 100 ára afmælis síns þann 25. júlí 2017. Opinberar Nikon-verslanir munu taka við pöntunum á þessum minningarlíkönum og -vörum frá og með deginum í dag, 15. júní. Tekið verður við pöntunum út 31. ágúst 2017.

Upplifðu ævintýrið með glænýju COOLPIX W300-myndavélinni sem hentar öllum veðrum

31-05-2017

Upplifðu ævintýrið með glænýju COOLPIX W300-myndavélinni sem hentar öllum veðrum

Nikon kynnir glænýju COOLPIX W300-myndavélina – litlu vélina sem hentar öllum veðrum og hægt er að nota neðansjávar. Þessi einfalda myndavél er tilvalin fyrir ævintýrafólk sem vill taka myndir í villtri náttúru, í borginni og alls staðar þar á milli.

Gleiðhorn. Mjög vítt gleiðhorn. Fiskauga. Þrjár nýjar NIKKOR-linsur sem gefa nýja sýn

31-05-2017

Gleiðhorn. Mjög vítt gleiðhorn. Fiskauga. Þrjár nýjar NIKKOR-linsur sem gefa nýja sýn

Nikon bætir við linsusafnið með fyrstu NIKKOR FX-aðdráttarlinsunni með fiskauga, hraðri FX 28 mm linsu með fastri brennivídd og DX-aðdráttarlinsu með mjög víðu gleiðhorni. Þessar þrjár linsur bjóða upp á spennandi möguleika fyrir ljósmyndara sem vilja víkka út rýmið og ýkja sjónarhorn sín.

Nikon D500 hlýtur Camera GP 2017 Editor Awards

22-05-2017

Nikon D500 hlýtur Camera GP 2017 Editor Awards

Nikon er sönn ánægja að tilkynna að stafræna D500 SLR-myndavélin er handhafi Camera GP (Grand Prix) 2017 Editor Awards og bætast þau við verðlaun frá TIPA, EISA og mörgum öðrum.

Nikon vinnur til fjögurra TIPA-verðlauna árið 2017: Nikon D5600, COOLPIX W100, PC NIKKOR 19mm f/4E ED og KeyMission 360

28-04-2017

Nikon vinnur til fjögurra TIPA-verðlauna árið 2017: Nikon D5600, COOLPIX W100, PC NIKKOR 19mm f/4E ED og KeyMission 360

Nikon er mikil ánægja að tilkynna að fjórar af vörum þess hafa hlotið hin virtu TIPA-verðlaun árið 2017, kostuð af TIPA-samtökunum (Technical Image Press Association), sem eru alþjóðlega viðurkennd samtök sérfræðinga á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu. Nikon D5600 vann til verðlauna sem „Besta DSLR-myndavélin fyrir byrjendur“, COOLPIX W100 vann til verðlauna sem „Besta sterkbyggða myndavélin“, PC NIKKOR 19mm f/4E ED var kosin „Besta linsan fyrir fagaðila“ og KeyMission 360 vann til verðlauna sem „Besta 360° myndavélin“.

Sex Nikon-vörur vinna verðlaunin „Red Dot Award: Product Design 2017“

07-04-2017

Sex Nikon-vörur vinna verðlaunin „Red Dot Award: Product Design 2017“

Nikon, dótturfélagi þess, Nikon Vision Co., Ltd., og hlutdeildarfélagi þess, Nikon-Trimble Co., Ltd., er sönn ánægja að tilkynna að sex vörur frá þeim hafa unnið til verðlaunanna „Red Dot Award: Product Design 2017“, sem kostuð eru af Design Zentrum Nordrhein Westfalen í Þýskalandi. Þar af vann KeyMission 360 til verðlaunanna „Best of the Best“.

Náðu draumamyndinni með glænýju D7500-myndavélinni

12-04-2017

Náðu draumamyndinni með glænýju D7500-myndavélinni

Amsterdam, Hollandi, 12. apríl 2017: Nikon kynnir D7500, myndavél sem hönnuð er til að stórauka skapandi möguleika ljósmyndara með ástríðufullan áhuga á ljósmyndun. D7500-myndavélin er kraftmikil, lipur og með fulla tengigetu og býður sömu myndgæði og D500 – hin rómaða DSLR-myndavél Nikon á DX-sniði, ásamt afköstum sem haldast óskert við erfiðustu skilyrði.

Nikon kynnir nýjar myndavélar í tilefni 100 ára afmælis

03-04-2017

Nikon kynnir nýjar myndavélar í tilefni 100 ára afmælis

Amsterdam, Hollandi, 3. apríl 2017: Nikon kynnir með ánægju viðhafnarútgáfur og minjagripi í tilefni 100 ára afmælis síns þann 25. júlí 2017.

NÝJA WX-LÍNAN FRÁ NIKON - SJÓNAUKAR SEM BREYTA LEIKNUM OPNA NÝJAN HEIM STJÖRNUSKOÐUNAR

03-04-2017

NÝJA WX-LÍNAN FRÁ NIKON - SJÓNAUKAR SEM BREYTA LEIKNUM OPNA NÝJAN HEIM STJÖRNUSKOÐUNAR

Amsterdam, Hollandi, 3. apríl 2017: Nikon kynna með stolti hina óvenjulegu WX 7x50 IF og WX 10x50 IF stjörnusjónauka - gimsteininn í kórónu sjónrænna yfirburða í 100 ár. Undraverð frammistaða WX-línunnar, sem státar af fordæmalausu, ofurbreiðu sjónsviði, fer með áhorfandann dýpra inn í stjörnubjartan himininn og afhjúpar fersk smáatriði og blæbrigði lita.

Vörur frá Nikon hljóta verðlaunin „iF Design Award 2017“

15-02-2017

Vörur frá Nikon hljóta verðlaunin „iF Design Award 2017“

Amsterdam, Hollandi, 15. febrúar 2017: Nikon og hlutdeildarfyrirtæki þess, Nikon-Trimble Co., Ltd*, er heiður að tilkynna að fimm vörur frá þeim hafa hlotið „iF Design Award 2017“-verðlaun.

Hætt við að setja DL-línu fyrirferðarlítilla úrvalsmyndavéla á markað

14-02-2017

Hætt við að setja DL-línu fyrirferðarlítilla úrvalsmyndavéla á markað

Nikon Corporation tilkynnti í dag að hætt yrði við að setja DL-línu fyrirferðarlítilla úrvalsmyndavéla sem lengi hefur verið beðið eftir, DL18-50 f/1.8-2.8, DL24-85 f/1.8-2.8 og DL24-500 f/2.8-5.6, á markað.

Nikon kynnir merki og vefsvæði í tilefni 100 ára afmælisins

10-01-2017

Nikon kynnir merki og vefsvæði í tilefni 100 ára afmælisins

Við hjá Nikon þökkum öllum sem tekið hafa þátt í þessu ferðalagi með okkur kærlega fyrir stuðninginn við þróun fyrirtækisins undanfarin 100 ár.

Gefðu sköpunargáfunni lausan tauminn með nýju, sítengdu D5600-myndavélinni

10-11-2016

Gefðu sköpunargáfunni lausan tauminn með nýju, sítengdu D5600-myndavélinni

Amsterdam, Hollandi, 10. nóvember 2016: Nikon eykur við úrval sitt af SnapBridge-samhæfum myndavélum með D5600, DSLR-myndavél á DX-sniði fyrir fólk sem hefur áhuga á skapandi ljósmyndun. Nýja Nikon D5600 gefur nýjum hugmyndum byr undir báða vængi, hvort sem um er að ræða skuggaspil um hádegisbil eða kvikmyndaskot frá óvenjulegum sjónarhornum.

Taktu enn betri myndir en áður með nýju AF-S NIKKOR 70–200mm f/2.8E FL ED VR linsunni

19-10-2016

Taktu enn betri myndir en áður með nýju AF-S NIKKOR 70–200mm f/2.8E FL ED VR linsunni

Amsterdam, Hollandi, 19. október, 2016: Nikon gerir aðdráttarlinsuna með FX-sniði, sem atvinnuljósmyndararnir kjósa, sneggri, léttari og öflugri en nokkru sinni fyrr. Nýja AF-S NIKKOR 70–200mm f/2.8E FL ED VR linsan er hönnuð til að skara fram úr og veita ljósmyndurum sem nota hraðvirkar Nikon D-SLR-myndavélar aukið forskot.

Betri stjórn með nýju PC NIKKOR 19mm f/4E ED hallanlegu/hreyfanlegu linsunni

19-10-2016

Betri stjórn með nýju PC NIKKOR 19mm f/4E ED hallanlegu/hreyfanlegu linsunni

Amsterdam, Hollandi, 19. október, 2016: Nikon fer með sveigjanleika myndbyggingar í nýjar hæðir með fyrstu linsunni með FX-sniði og sjónarhornsstýringu (PC) sem notar tvenns konar búnað fyrir sjónarhornsstýringu. PC NIKKOR 19mm f/4E ED er kjörin fyrir ljósmyndir af arkitektúr, listaverkum og landslagi og er hönnuð fyrir ljósmyndara sem hafa góða rýmistilfinningu.

Nikon kynna nýju COOLSHOT 80i VR/COOLSHOT 80 VR leysifjarlægðarmælana fyrir golf

06-10-2016

Nikon kynna nýju COOLSHOT 80i VR/COOLSHOT 80 VR leysifjarlægðarmælana fyrir golf

Amsterdam, Hollandi, 6. október 2016: Það er Nikon ánægja að kynna til sögunnar COOLSHOT 80i VR og COOLSHOT 80 VR leysifjarlægðarmælana — hinar nýstárlegu gerðir af leysifjarlægðarmælum sem nýta optísku aðgerðina VR (titringsjöfnun).

Nikon kynna MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmæli

06-10-2016

Nikon kynna MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmæli

Amsterdam, Hollandi, 6. október 2016: Það er Nikon ánægja að kynna til sögunnar MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmælinn frá Nikon — nýstárlega gerð sem nýtir optíska titringsjöfnun.

Tilkynning um kaup á MRMC

19-09-2016

Tilkynning um kaup á MRMC

Nikon Corporation er mikil ánægja að tilkynna að fyrirtækið hefur samið um kaup á öllum hlutabréfum í fyrirtækinu Mark Roberts Motion Control Limited, sem er framleiðandi á sviði vélrænna hreyfistýringarlausna.

Óskað eftir umsóknum í Nikon Photo Contest 2016–2017

26-08-2016

Óskað eftir umsóknum í Nikon Photo Contest 2016–2017

Amsterdam, Hollandi, 26. ágúst 2016: Nikon er ánægja að kynna að tekið verður við umsóknum í Nikon Photo Contest 2016–2017 frá 17. október 2016 til 27 janúar 2017.

I AM photokina 2016: Hvað er í vændum hjá Nikon?

23-08-2016

I AM photokina 2016: Hvað er í vændum hjá Nikon?

Amsterdam, 23. ágúst 2016 – Nikon býst til að taka sér stöðu á besta stað í salnum, á virtustu sýningu myndvinnslubúnaðar í heiminum, photokina, í Köln. Gestir mega vænta þess að fá fyrstir allra að heyra spennandi fréttir og fá færi á að prófa og skoða nýjustu vörurnar á básnum í sal 2.2. í Koelnmesse. Einstakt úrvalslið afburða ljósmyndara sem starfa með Nikon munu einnig halda kynningar þar sem gestum er sýnt hvernig ógleymanlegar ljósmyndir verða til.

Flaggskip Nikon, stafræna SLR-myndavélin D500 á DX-sniði, hreppir EISA-verðlaunin

17-08-2016

Flaggskip Nikon, stafræna SLR-myndavélin D500 á DX-sniði, hreppir EISA-verðlaunin

Amsterdam, Hollandi, 17. ágúst 2016: Nikon Corporation er mikil ánægja að kynna að stafræna SLR-myndavélin frá Nikon á DX-sniði, Nikon D500, hafi verið valin besta stafræna SLR-myndavélin fyrir neytendur og fagaðila í Evrópu 2016-2017 af samtökum ritstjóra tímarita um margmiðlunarefni í Evrópu (EISA).

Taktu æðislegar myndir og deildu þeim samstundis með nýju D3400 DSLR-vélinni frá Nikon

17-08-2016

Taktu æðislegar myndir og deildu þeim samstundis með nýju D3400 DSLR-vélinni frá Nikon

Amsterdam, Hollandi, 17. ágúst 2016: Nikon kynnir D3400, DSLR-vél á DX-sniði sem auðveldar þér að taka hágæða ljósmyndir – og deila þeim samstundis. D3400 er fyrsta DSLR-byrjendamyndavélin frá Nikon sem býður upp á SnapBridge¹ og er því fullkomin fyrir þá sem vilja færa sig úr skyndimyndum yfir í ljósmyndun og vilja líka geta deilt myndunum sínum á ferðinni.

Nikon kynnir fyrstu öflugu aðdráttarlinsurnar með nýjum AF-P skrefmótor

17-08-2016

Nikon kynnir fyrstu öflugu aðdráttarlinsurnar með nýjum AF-P skrefmótor

Amsterdam, Hollandi, 18. maí 2016: Nikon uppfærir framboð sitt af NIKKOR-linsum á DX-sniði með tveimur léttum og öflugum aðdráttarlinsum: AF-P DX NIKKOR 70-300mm f/4.5-6.3G ED VR og AF-P DX NIKKOR 70-300mm f/4.5-6.3G ED.

Heildarframleiðsla á NIKKOR-linsum fyrir myndavélar með lausum linsum nær 100 milljónum

27-07-2016

Heildarframleiðsla á NIKKOR-linsum fyrir myndavélar með lausum linsum nær 100 milljónum

Amsterdam, Hollandi, 27. júlí 2016: Nikon Corporation er það heiður að tilkynna að heildarframleiðsla á NIKKOR-linsum¹ fyrir Nikon-myndavélar með lausum linsum náði 100 milljónum í júní 2016.

HÉR ER FRÁBÆR MYNDAVÉL Í FRÍIÐ: NÝ VATNSHELD & HÖGGVARIN COOLPIX W100

01-08-2016

HÉR ER FRÁBÆR MYNDAVÉL Í FRÍIÐ: NÝ VATNSHELD & HÖGGVARIN COOLPIX W100

Amsterdam, Hollandi, 01-08-16: Nýtt eintak hefur bæst í COOLPIX-línu fyrirferðarlítilla myndavéla frá Nikon og hér á ferðinni myndavél sem hentar vel í ævintýrin heima við og að heiman – 13,2 megapixla COOLPIX W100. Þú getur synt eða kafað með hana allt niður á 10 metra dýpi¹, auk þess sem hún er höggvarin úr allt að 1,8 m hæð², kuldaþolin upp að -10 °C³ og rykvarin⁴ og þess vegna geturðu tekið hana með þér áhyggjulaust hvert sem er.

Andlitsmyndir í nýju ljósi með AF-S NIKKOR 105mm f/1.4E ED

27-07-2016

Andlitsmyndir í nýju ljósi með AF-S NIKKOR 105mm f/1.4E ED

Amsterdam, Hollandi, 27. júlí 2016: Nikon kynnir nýju linsuna AF-S NIKKOR 105mm f/1.4E ED og bætir þar með öðrum gimsteini við úrval sitt af f/1,4 hröðum linsum á FX-sniði með fastri brennivídd. Linsan er eina 105 mm linsan með sjálfvirkum fókus á markaðnum sem er með f/1,4 stærsta ljósop og er því spennandi viðbót við NIKKOR-línuna. Atvinnuljósmyndarar sem vilja ná nýjum hæðum í listrænum andlitsmyndatökum og tískuljósmyndun geta notið óviðjafnanlegs frelsis og fullkominnar stjórnar.

Nýja MONARCH HG línan frá Nikon - háþróuðustu gerðirnar í sögu MONARCH-sjónauka

14-07-2016

Nýja MONARCH HG línan frá Nikon - háþróuðustu gerðirnar í sögu MONARCH-sjónauka

Amsterdam, Hollandi, 14. júlí 2016: Nýju MONARCH HG 8x42 og 10x42 sjónaukarnir, sem bjóða upp á mikla sjónfræðilega frammistöðu með skerpu kanta á milli og fallega náttúrulega liti í fyrirferðarlitlu húsi, skila bestu frammistöðu sem náðst hefur með MONARCH-sjónaukum.

Nikon kynna nýju línuna í MONARCH náttúru- og fuglsskoðunarsjónaukum

14-07-2016

Nikon kynna nýju línuna í MONARCH náttúru- og fuglsskoðunarsjónaukum

Amsterdam, Hollandi, 14. júlí 2016: Það er Nikon Corporation ánægja að kynna til sögunnar nýju gerðirnar af MONARCH náttúru- og fuglaskoðunarsjónaukunum, sem samanstanda af fjórum náttúru- og fuglsskoðunarsjónaukahúsum og þremur augnglerjum, sem er sérstaklega hönnuð fyrir línuna. Þessir MONARCH náttúru- og fuglaskoðunarsjónaukar, sem nota nýja hönnun sjónglerja, skilar mikilli sjónfræðilegri frammistöðu með kristaltæru sjónsviði. Sem arftakar ED82/EDIII náttúru- og fuglaskoðunarsjónaukanna munu þeir bjóða upp á spennandi nýja upplifun í náttúruskoðun.

Nikon hlýtur TIPA-verðlaunin 2016 í þremur flokkum fyrir stafrænu SLR-myndavélarnar Nikon D5 og D500 auk SnapBridge

12-05-2016

Nikon hlýtur TIPA-verðlaunin 2016 í þremur flokkum fyrir stafrænu SLR-myndavélarnar Nikon D5 og D500 auk SnapBridge

Amsterdam, Hollandi, 12. maí 2016: Nikon Corporation er mikil ánægja að tilkynna að þrjár af vörum þess hafa hlotið hin virtu TIPA-verðlaun 2016, kostuð af TIPA-samtökunum (Technical Image Press Association) sem eru alþjóðlega viðurkennd samtök sérfræðinga á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu. Nikon D5 D-SLR-myndavélin var valin besta D-SLR-myndavélin fyrir atvinnumenn og krefjandi aðstæður, Nikon D500 var valin besta D-SLR-myndavélin með APS-C-skynjara fyrir fagmenn og SnapBridge-forritið var valið besta nýjungin á sviði myndvinnslu.

Stafrænu SLR-myndavélarnar D5 og D500 frá Nikon hljóta báðar verðlaunin Red Dot Award: Product Design 2016

06-05-2016

Stafrænu SLR-myndavélarnar D5 og D500 frá Nikon hljóta báðar verðlaunin Red Dot Award: Product Design 2016

Amsterdam, Hollandi, 6. maí 2016: Nikon Corporation er mikil ánægja að tilkynna að tvær stafrænar SLR-myndavélar frá Nikon, D5 og D500, hafa hlotið verðlaunin Red Dot Award: Product Design 2016, sem kostuð eru af Design Zentrum Nordrhein Westfalen í Þýskalandi.

Nikon tilkynnir sigurvegara árlegu kvikmyndahátíðinnar Nikon European Film Festival

26-04-2016

Nikon tilkynnir sigurvegara árlegu kvikmyndahátíðinnar Nikon European Film Festival

Amsterdam, Hollandi, 26. apríl 2016 – Nikon tilkynnir í dag sigurvegara kvikmyndahátíðar sinnar í samstarfi við óháðu kvikmyndasamtökin Raindance og Óskarsverðlaunahafann og leikstjórann Asif Kapadia. „Not A Pizza Order“ eftir Cécile Ragot frá Frakklandi er aðalsigurvegari. Cécile fær að launum Nikon D810-kvikmyndabúnað og einnar viku ferð til tengslamyndunar á kvikmyndahátíðina í Cannes í maí 2016, þar sem allur kostnaður er greiddur.

SnapBridge-snjallforrit, útgáfa fyrir Android™ er nú fáanlegt

26-04-2016

SnapBridge-snjallforrit, útgáfa fyrir Android™ er nú fáanlegt

Amsterdam, Hollandi, 26. apríl 2016: Nikon hafa gefið út útgáfu fyrir Android™ af SnapBridge-snjallforritinu sem gerir kleift að hafa stöðuga tengingu samhæfðrar stafrænnar Nikon-myndavélar við snjalltæki* með Bluetooth® lágorkutækni.

Update on Digital Camera Release

20-04-2016

Update on Digital Camera Release

TOKYO – Nikon Corporation announced today delays in the release of new digital cameras and the effects of the 2016 Kumamoto earthquakes.

Kynnum næstu kynslóð vatnsheldra PROSTAFF-sjónauka: Nikon kemur til skila gæðum á viðráðanlegu verði með PROSTAFF 3S

04-03-2016

Kynnum næstu kynslóð vatnsheldra PROSTAFF-sjónauka: Nikon kemur til skila gæðum á viðráðanlegu verði með PROSTAFF 3S

Amsterdam, Hollandi, 4. mars 2016: PROSTAFF 3S sjónaukinn er ákaflega fyrirferðarlítill og léttur. Hann er hannaður þannig að auðvelt sé að bera hann og er tilvalinn fyrir óformlegar aðgerðir utandyra, svo sem náttúruskoðun, leiðangra, gönguferðir eða íþróttaviðburði. Þunnt hús, höggþétt gúmmístyrking og þægilegt grip tryggja auðvelda meðhöndlun. Þar sem hann er vatnsheldur og móðulaus er hann hentugur fyrir allskonar veður.

NÝJUSTU COOLPIX-MYNDAVÉLARNAR MEÐ NÝJA SNAPBRIDGE-FORRITINU TIL AÐ SAMSTILLA OG DEILA MYNDUM KYNNTAR

23-02-2016

NÝJUSTU COOLPIX-MYNDAVÉLARNAR MEÐ NÝJA SNAPBRIDGE-FORRITINU TIL AÐ SAMSTILLA OG DEILA MYNDUM KYNNTAR

Amsterdam, Hollandi, 23. febrúar 2016: Uppgötvaðu magnaðar nýjungar í COOLPIX-línunni frá Nikon, þar sem saman kemur allt það nýjasta í ljósmyndunartækni Nikon og áreiðanlegur NIKKOR-linsubúnaður, með linsum með ofuraðdrætti til að ná framúrskarandi afköstum.

Fullkomnar myndir öllum stundum með glænýjum fyrirferðarlitlum DL-úrvalsmyndavélum frá Nikon

23-02-2016

Fullkomnar myndir öllum stundum með glænýjum fyrirferðarlitlum DL-úrvalsmyndavélum frá Nikon

Amsterdam, Hollandi, 23. febrúar 2016: Nikon hristir upp í markaðnum með glænýrri línu af fyrirferðarlitlum úrvalsmyndavélum sem gera ljósmyndurum kleift að ná fullkomnun öllum stundum. Fyrirferðarlitlu DL-úrvalsmyndavélarnar frá Nikon eru búnar rómuðum NIKKOR-linsubúnaði og öflugri Nikon-tækni sem skila ótrúlegum myndgæðum og gera notendum kleift að fanga augnablikið við öll tækifæri.

NÝJAR COOLPIX A100 OG A10 KYNNTAR: EINFALDLEIKI OG STÍLL VIÐ TÖKU GÆÐAMYNDA

14-01-2016

NÝJAR COOLPIX A100 OG A10 KYNNTAR: EINFALDLEIKI OG STÍLL VIÐ TÖKU GÆÐAMYNDA

Amsterdam, Hollandi, 14. janúar 2016: Nú hafa tvær nýjar myndavélar bæst við fyrirferðarlitlu COOLPIX-línuna frá Nikon, hannaðar með einfaldleika í huga – rennileg og stílhrein 20,1 megapixils COOLPIX A100-myndavél sem hægt er að fara með hvert sem er og 16,1 megapixils COOLPIX A10-myndavél með þægilegu gripi og handhægri hnappaskipan sem gerir töku góðra mynda enn skemmtilegri.

Nikon D500: Krafturinn úr stafrænni SLR-myndavél á FX-sniði tvinnaður saman við snerpu DX-sniðsins og sítengingu

05-01-2016

Nikon D500: Krafturinn úr stafrænni SLR-myndavél á FX-sniði tvinnaður saman við snerpu DX-sniðsins og sítengingu

Amsterdam, Hollandi, 5. janúar 2016 – Nikon Corporation kynnir með stolti Nikon D500, framúrskarandi stafræna SLR-myndavél á DX-sniði sem sameinar frábær afköst stafrænna SLR-myndavéla á FX-sniði, lipurt myndavélarhús og aukið notagildi.

Nikon staðsetur myndavélina í miðju vistkerfis persónulegra tækja með nýju SnapBridge-tengigetunni.

05-01-2016

Nikon staðsetur myndavélina í miðju vistkerfis persónulegra tækja með nýju SnapBridge-tengigetunni.

Amsterdam, Hollandi, 5. janúar 2016: Það er Nikon Corporation sönn ánægja að kynna markaðssetningu SnapBridge gegnum lágorku Bluetooth – byltingarkennda nýjung sem býður upp á þráðlausa tengigetu við snjalltæki sem alltaf er í gangi. Nikon afhjúpaði þennan framsækna hugbúnað á CES® 2016 sem hluta af vegvísi sínum um nýjungar og nýsköpun.

Stórauknir tökumöguleikar með D5 – nýju og glæsilegu D-SLR-myndavélinni frá Nikon

05-01-2016

Stórauknir tökumöguleikar með D5 – nýju og glæsilegu D-SLR-myndavélinni frá Nikon

Amsterdam, Hollandi, 5. janúar 2016: Nikon kynnir til sögunnar nýja D5-myndavél – D-SLR-myndavél á FX-sniði sem veitir jafnt fagmönnum sem vandfýsnum áhugamönnum um ljósmyndun aðgang að ótrúlegum krafti og hárfínni nákvæmni. Þessi myndavél er tilbúin að fara lengra en nokkurn gæti dreymt um.

Í réttu ljósi: Nikon kynnir SB-5000 flassið sem stjórnað er með útvarpsbylgjum

05-01-2016

Í réttu ljósi: Nikon kynnir SB-5000 flassið sem stjórnað er með útvarpsbylgjum

Amsterdam, Hollandi, 5. janúar 2016: Nikon hefur nú uppfært margrómaða vörulínu sína með flössum fyrir fagmenn og bætt glænýju SB-5000 flassi í hópinn. Þetta lipra Nikon-flass er fyrsta flassið sem er með innbyggðri fjarstýringu og fyrsti fyrirferðarlitli flassbúnaðurinn með innbyggðu kælikerfi.

Nikon kynnir tvær nýjar 18–55 mm DX-aðdráttarlinsur sem eru frábærar í almenna ljósmyndun

05-01-2016

Nikon kynnir tvær nýjar 18–55 mm DX-aðdráttarlinsur sem eru frábærar í almenna ljósmyndun

Amsterdam, Hollandi, 5. janúar 2016: Nikon uppfærir framboð sitt á NIKKOR-linsum með tveimur nýjum aðdráttarlinsum á DX-sniði sem fanga frábærar hversdagsljósmyndir og -kvikmyndir. Linsurnar AF-P DX NIKKOR 18–55mm f/3.5–5.6G VR og AF-P DX NIKKOR 18–55mm f/3.5–5.6G eru léttar og handhægar fyrir ljósmyndara sem nota D-SLR-myndavélar Nikon fyrir byrjendur, með aðdráttarsvið frá gleiðhorni yfir í venjulegan aðdrátt.

NIKON SKAPAR HVERSDAGSÆVINTÝRI MEÐ ÞVÍ AÐ BREYTA BÍLASTÆÐUM Í HEILLANDI MYNDEFNI

19-11-2015

NIKON SKAPAR HVERSDAGSÆVINTÝRI MEÐ ÞVÍ AÐ BREYTA BÍLASTÆÐUM Í HEILLANDI MYNDEFNI

Amsterdam, Hollandi, 19. nóvember 2015 – Nikon hjálpar ljósmyndurum að takast á við hið hvimleiða „vemödalen“ – að finna nýja og spennandi fleti á myndefni sem þegar hefur verið myndað mörg þúsund sinnum – með því að finna „hversdagsævintýrið“ og endurskilgreina ljósmyndun af myndefni sem þykir hversdagslegt og óspennandi.

Þróun stafrænu SLR-myndavélarinnar Nikon D5

18-11-2015

Þróun stafrænu SLR-myndavélarinnar Nikon D5

Amsterdam, Hollandi, 18. nóvember 2015: Nikon Corporation er mikil ánægja að tilkynna að fyrirtækið er nú að þróa stafrænu SLR-myndavélina D5, sem verður í fararbroddi næstu kynslóðar myndavélargerða með FX-sniði frá Nikon.

Nikon setja nýtt viðmið með markaðssetningu 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónaukans.

01-10-2015

Nikon setja nýtt viðmið með markaðssetningu 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónaukans.

Amsterdam, Hollandi, 1. október 2015. Það er Nikon sönn ánægja að tilkynna um næstu kynslóð sjósjónauka fyrir atvinnumenn: Hina afar samkeppnishæfu 7x50CF WP GLOBAL COMPASS sjónauka.

Nikon Europe kynnir nýtt vefsvæði

30-09-2015

Nikon Europe kynnir nýtt vefsvæði

Amsterdam, Hollandi, 30. september 2015: Nikon Europe kynnir í dag opnun nýs vefsvæðis síns, www.europe-nikon.com.

Nikon kynnir opnun kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival 2015

29-09-2015

Nikon kynnir opnun kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival 2015

Amsterdam, Hollandi, 29. september 2015 – Nikon kynnir í dag aðra opnun kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival, í samstarfi við Raindance og í ár er leikstjórinn Asif Kapadia formaður dómnefndar.

NIKON D5500 WINS EUROPEAN CONSUMER D-SLR CAMERA 2015 - 2016

17/8/2015

NIKON D5500 WINS EUROPEAN CONSUMER D-SLR CAMERA 2015 - 2016

Amsterdam, The Netherlands, 17th August 2015: Nikon has won a prestigious accolade in this year’s EISA awards, taking the prize for ‘European Consumer D-SLR Camera 2015-2016’ for its Nikon D5500.

Nikon breytir landslaginu fyrir öflugar aðdráttarlinsur með nýju AF-S NIKKOR 200-500mm f/5.6E ED VR

4.8.2015

Nikon breytir landslaginu fyrir öflugar aðdráttarlinsur með nýju AF-S NIKKOR 200-500mm f/5.6E ED VR

Amsterdam, Hollandi, 4. ágúst 2015: Nikon kynnir glænýja aðdráttarlinsu og alveg nýtt viðmið fyrir fjölbreytni í öflugum aðdráttarlinsum. Með nýjustu tækni í linsugerð nær AF-S NIKKOR 200-500mm f/5.6E ED VR ótrúlegu drægi.

Hraðari. Sterkari. Stöðugri. Við kynnum glænýja AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR

4.8.2015

Hraðari. Sterkari. Stöðugri. Við kynnum glænýja AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR

Amsterdam, Hollandi, 4. ágúst 2015: Nikon uppfærir „heilaga þrenningu“ sína af hröðum aðdráttarlinsum með glænýrri AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8E ED VR. Ein vinsælasta aðdráttarlinsan fyrir atvinnumenn í NIKKOR-línunni hefur gengist undir allsherjar yfirhalningu og er nú hraðvirkari, sterkari og stöðugri en nokkru sinni fyrr.

Skapandi sýn víkkuð út með nýrri og leifturhraðri AF-S NIKKOR 24mm f/1.8G ED-linsu með fastri brennivídd

4.8.2015

Skapandi sýn víkkuð út með nýrri og leifturhraðri AF-S NIKKOR 24mm f/1.8G ED-linsu með fastri brennivídd

Amsterdam, Hollandi, 4. ágúst 2015: Nikon bætir við fjölbreytt úrval sitt af f/1,8 linsum með fastri brennivídd með glænýrri AF-S NIKKOR 24mm f/1.8G ED-linsu. Þessi hraða linsa á FX-sniði er bæði léttari og handhægari en samsvarandi linsa fyrir atvinnuljósmyndara og fangar auðveldlega kraftmiklar og grípandi myndir.

Nikon býður upp á léttari öflugan aðdrátt með nýju linsunum AF-S NIKKOR 600mm f/4E FL ED VR og AF-S NIKKOR 500mm f/4E FL ED VR

2. júlí 2015

Nikon býður upp á léttari öflugan aðdrátt með nýju linsunum AF-S NIKKOR 600mm f/4E FL ED VR og AF-S NIKKOR 500mm f/4E FL ED VR

Amsterdam, Hollandi, 2. júlí 2015 Nikon kynnir í dag tvær nýjar og öflugar aðdráttarlinsur sem eru þær léttustu í flokki sambærilegra linsa: AF-S NIKKOR 600mm f/4E FL ED VR og AF-S NIKKOR 500mm f/4E FL ED VR.¹

Á fyrsta farrými með nýju AF-S DX NIKKOR 16–80mm f/2.8–4E ED VR-linsunni

2/7/2015

Á fyrsta farrými með nýju AF-S DX NIKKOR 16–80mm f/2.8–4E ED VR-linsunni

Amsterdam, Hollandi, 2. júlí 2015 Nikon kynnir í dag glænýja og öfluga aðdráttarlinsu á DX-sniði. Linsan NIKKOR DX 16–80mm f/2.8–4 er búin allri nýjustu tækni og er ótrúlega nett og handhæg, enda er hún þróuð fyrir ljósmyndara sem gera miklar kröfur til ljósmyndabúnaðar.

Abandoned Places: Nikon og UrbEx-ljósmyndarinn David de Rueda mynduðu minnisvarða um fortíð Evrópu

24/6/2015

Abandoned Places: Nikon og UrbEx-ljósmyndarinn David de Rueda mynduðu minnisvarða um fortíð Evrópu

Amsterdam, Hollandi, 24. júní 2015 – Nikon hefur í samstarfi við borgarljósmyndarann David de Rueda hafið leit að yfirgefnum og lítt þekktum stöðum í Evrópu með það í huga að mynda þá í fyrsta sinn. Hlutir á borð við brak af Douglas DC-3 flugvél og tvö löngu gleymd sovésk geimför eru hluti af þessu myndaverkefni Nikon sem kallast Project Spotlight: Abandoned Places. Ferðalag David tók sex vikur og náði yfir níu lönd þar sem hann leitaði uppi minnisvarða um fortíð Evrópu – og lagði sérstaka áherslu á kaldastríðstímabilið og kjarna Sovétríkjanna fyrrverandi.

Nikon sýnir að „mynd segir meira en þúsund orð“ – Ljósmyndarar sýna ævintýri í nýju ljósi, í aðeins fjórum myndum

29/4/2015

Nikon sýnir að „mynd segir meira en þúsund orð“ – Ljósmyndarar sýna ævintýri í nýju ljósi, í aðeins fjórum myndum

Amsterdam, 29. apríl 2015 – Nikon hefur fengið þrjá áræðna ljósmyndara til að færa sönnur á gamla máltækið að „mynd segi meira en þúsund orð“. Í þessu ljósmyndaverkefni er varpað nýju ljósi á þrjú ævintýri sem hvert og eitt er sagt í aðeins fjórum myndum teknum með Nikon D5500.

Réttu græjurnar

24.04.2015

Réttu græjurnar

Í samtengdum heimi eru endalausir möguleikar á að láta rödd sína heyrast.

Nikon gerir það gott á TIPA-verðlaununum 2015 með viðurkenningum fyrir D810, D5500 og COOLPIX P610

9/4/2015

Nikon gerir það gott á TIPA-verðlaununum 2015 með viðurkenningum fyrir D810, D5500 og COOLPIX P610

Amsterdam, Hollandi, 9. apríl 2015 – Nikon tilkynnti í dag að þrjár af vörum fyrirtækisins hefðu hlotið viðurkenningar á TIPA-verðlaununum 2015 (Technical Image Press Association).

Ný Nikon 1 J5 myndavél með lausum linsum sem sker sig úr fjöldanum

2/4/2015

Ný Nikon 1 J5 myndavél með lausum linsum sem sker sig úr fjöldanum

Amsterdam, Hollandi, 2. apríl 2015 Í dag bætir Nikon myndavélinni Nikon 1 J5 við vörulínu fyrirferðarlítilla Nikon 1 myndavéla með lausum linsum. Þessi nýja Nikon 1 myndavél státar af tökuhraða á heimsmælikvarða, frábærum myndgæðum og 4K-kvikmyndaupptöku og hjálpar notandanum að ná betri tökum á ljósmyndun á methraða.

Nikon 1 J4, Nikon 1 S2 og COOLPIX S6900 vinna „red dot award: product design 2015“

2/4/2015

Nikon 1 J4, Nikon 1 S2 og COOLPIX S6900 vinna „red dot award: product design 2015“

Amsterdam, Hollandi, 2. apríl 2015 – Nikon er ánægja að tilkynna að þrjár vörur fyrirtækisins hafa hlotið hin virtu verðlaun „red dot award: product design 2015“, sem kostuð eru af Design Zentrum Nordrhein Westfalen í Þýskalandi. Nikon 1 J4 og Nikon 1 S2, háþróaðar myndavélar með lausum linsum, og fyrirferðarlitla stafræna COOLPIX S6900 myndavélin hlutu allar viðurkenningu fyrir gæði og hönnun.

Sigurvegarar fyrstu kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival tilkynntir

25/3/2015

Sigurvegarar fyrstu kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival tilkynntir

Amsterdam, Hollandi, 25. mars 2015 – Nikon kynnir í dag sigurvegara fyrstu kvikmyndahátíðarinnar Nikon European Film Festival, í samstarfi við óháðu kvikmyndasamtökin Raindance og margverðlaunuðu ítölsku leikkonuna og leikstjórann Asia Argento. „Voiceless – Stop the Bullies“ eftir Jagjeet Singh, Bretlandi, hlýtur fyrstu verðlaun. Hann fær að launum Nikon D810-kvikmyndabúnað og einnar viku ferð til tengslamyndunar á kvikmyndahátíðina í Cannes í maí 2015, þar sem allur kostnaður er greiddur.

Stafrænu SLR-myndavélarnar Nikon Df og D750 ásamt Nikon 1 V3 vinna hönnunarverðlaunin iF Product Design Awards í Þýskalandi

26/2/2015

Stafrænu SLR-myndavélarnar Nikon Df og D750 ásamt Nikon 1 V3 vinna hönnunarverðlaunin iF Product Design Awards í Þýskalandi

Amsterdam, Hollandi, 26. febrúar 2015 Nikon Corporation er ánægja að tilkynna að stafrænu SLR-myndavélarnar Nikon Df og Nikon D750 og háþróaða Nikon 1 V3 myndavélin með skiptanlegum linsum hafa hlotið hönnunarverðlaunin iF Product Design Awards 2015.

Nikon hittir í mark með nýjum riffilsjónaukum fyrir skot á löngu færi

6/3/2015

Nikon hittir í mark með nýjum riffilsjónaukum fyrir skot á löngu færi

Nikon kynnir háþróaða, nýja riffilsjónauka - MONARCH 5 línuna og tvær nýjar PROSTAFF 7 gerðir - hannaðar til að bæta nákvæmni skota á löngu færi.

Nýir möguleikar í kvikmyndatöku með NIKKOR-linsum kynntir í tveimur nýjum stuttmyndum

6/3/2015

Nýir möguleikar í kvikmyndatöku með NIKKOR-linsum kynntir í tveimur nýjum stuttmyndum

Amsterdam, Hollandi, 6. mars 2015 – Nikon kynnir í dag NIKKOR Motion Gallery safnið, þar sem birtar eru tvær stuttmyndir frá kvikmyndaupptökuverum ásamt fyrsta viðtalinu í röð viðtala við hönnuði NIKKOR-linsa. Myndskeiðin sýna vel hvernig NIKKOR-tæknin gerir listamönnum kleift að láta reyna á mörk kvikmyndarinnar og bætast nú í hóp þeirra fjölmörgu verka sem fyrir eru á vefsvæði NIKKOR, sem sett var á laggirnar til að fagna 80 ára afmæli NIKKOR-vörumerkisins.

Næsta stig fullkomnunar með nýrri Nikon D7200: D-SLR-myndavél með DX-sniði sem er tilbúin að takast á við allar áskoranir

2/3/2015

Næsta stig fullkomnunar með nýrri Nikon D7200: D-SLR-myndavél með DX-sniði sem er tilbúin að takast á við allar áskoranir

Amsterdam, Hollandi, 2. mars 2015 Nikon kynnir í dag nýja D-SLR-myndavél sem er í fremstu röð í flokki Nikon-myndavéla með DX-sniði. D7200 er hraðvirk, fjölhæf, fáguð og vel tengd myndavél sem skilar áferðarfallegum ljósmyndum og frábærum kvikmyndum.

NÝR ME-W1 ÞRÁÐLAUS HLJÓÐNEMI FRÁ NIKON: HÁGÆÐAHLJÓÐ FYRIR KVIKMYNDIR Í MIKILLI UPPLAUSN

2/3/2015

NÝR ME-W1 ÞRÁÐLAUS HLJÓÐNEMI FRÁ NIKON: HÁGÆÐAHLJÓÐ FYRIR KVIKMYNDIR Í MIKILLI UPPLAUSN

Amsterdam, Hollandi, 2. mars 2015 Nikon kynnir í dag nýja ME-W1 þráðlausa hljóðnemann. Þessi óstefnuvirki/einóma hljóðnemi sem er bæði meðfærilegur og einfaldur í notkun tekur upp skýrt hljóð úr allt að 50 metra fjarlægð.

NÁTTÚRUFEGURÐIN Í NÆRMYND MEÐ COOLPIX P900

2/3/2015

NÁTTÚRUFEGURÐIN Í NÆRMYND MEÐ COOLPIX P900

Amsterdam, Hollandi, 2. mars 2015 Ljósmyndarar með sérstakan áhuga á náttúrunni og næturhimninum verða ánægðir með nýju COOLPIX P900-myndavélina frá Nikon sem kynnt er til sögunnar í dag, með ótrúlegan 83x optískan aðdrátt sem dugar til að fanga smáatriði sem augað nemur ekki.

Haltu áfram skapandi ferli með nýju ViewNX-i myndtengistöðinni frá Nikon og ViewNX-kvikmyndaklippiforritinu.

2/3/2015

Haltu áfram skapandi ferli með nýju ViewNX-i myndtengistöðinni frá Nikon og ViewNX-kvikmyndaklippiforritinu.

Amsterdam, Hollandi, 2. mars 2015 Nikon kynnir í dag tvö ný forrit: ViewNX-i myndtengistöðina og ViewNX-kvikmyndaklippiforritið. Bæði forrit eru fáanleg sem ókeypis niðurhal.

Við kynnum hina einstöku D810A: Fyrsta D-SLR-myndavél Nikon sem er sérhönnuð fyrir myndatöku af stjörnuhimninum

10/2/2015

Við kynnum hina einstöku D810A: Fyrsta D-SLR-myndavél Nikon sem er sérhönnuð fyrir myndatöku af stjörnuhimninum

Amsterdam, Hollandi, 10. febrúar 2015 Nikon kynnir í dag D810A, fyrstu D-SLR-myndavélina á FX-sniði sem er sérhönnuð fyrir myndatöku af stjörnuhimninum. Þessi myndavél er búin fjölda sérsniðinna eiginleika til að taka stórfenglegar 36,3 megapixla ljósmyndir af alheiminum.

LÍFIÐ FEST Á FILMU Í ÖLLUM SÍNUM LITBRIGÐUM MEÐ NÝJUM COOLPIX P610, L840 OG L340 MEÐ ÖFLUGUM AÐDRÆTTI

10/2/2015

LÍFIÐ FEST Á FILMU Í ÖLLUM SÍNUM LITBRIGÐUM MEÐ NÝJUM COOLPIX P610, L840 OG L340 MEÐ ÖFLUGUM AÐDRÆTTI

Amsterdam, Hollandi, 10. febrúar 2015 Þrjár nýjar myndavélar í línu Nikon COOLPIX-aðdráttarmyndavéla voru kynntar í dag, sem bjóða upp á einstök afköst fyrir þá sem vilja fanga lífið í smáatriðum.

KAFAÐ DJÚPT OG KLIFIÐ HÁTT MEÐ NÝJU VATNSHELDU COOLPIX-ÆVINTÝRAMYNDAVÉLUNUM

10/2/2015

KAFAÐ DJÚPT OG KLIFIÐ HÁTT MEÐ NÝJU VATNSHELDU COOLPIX-ÆVINTÝRAMYNDAVÉLUNUM

Amsterdam, Hollandi, 10. febrúar 2015 Í dag tilkynnti Nikon tvær nýjungar í vatnsheldu vöruúrvali sínu, annars vegar COOLPIX AW130 sem er tilvalin í ævintýraferðina og hins vegar COOLPIX S33 sem hægt er að taka með hvert sem er. Vélarnar auðvelda myndatöku úti í náttúrunni ásamt því að fanga skemmtilegar stundir í sólinni með frábærum ljósmyndum og HD-kvikmyndum í fullri háskerpu.

HÁMARKSAÐDRÁTTUR MEÐ NÝJU COOLPIX-VÉLUNUM S9900 OG S7000

10/2/2015

HÁMARKSAÐDRÁTTUR MEÐ NÝJU COOLPIX-VÉLUNUM S9900 OG S7000

Amsterdam, Hollandi, 10. febrúar 2015 Tvær nýjar myndavélar með miklum aðdrætti og getu til að deila myndum samstundis voru kynntar sem nýjustu viðbæturnar í Nikon COOLPIX-línunni í dag – COOLPIX S9900 með hreyfanlegum skjá og hin fyrirferðarlitla S7000.

NÝJAR COOLPIX-MYNDAVÉLAR ERU EINFALDAR, GLÆSILEGAR OG Í SNERTINGU VIÐ SAMFÉLAGIÐ

14/1/2015

NÝJAR COOLPIX-MYNDAVÉLAR ERU EINFALDAR, GLÆSILEGAR OG Í SNERTINGU VIÐ SAMFÉLAGIÐ

Amsterdam, Hollandi, 14. janúar 2015 Í dag kynnti Nikon þrjár öflugar viðbætur við COOLPIX-línu fyrirferðarlítilla myndavéla: hina „félagslyndu“ COOLPIX S3700, með innbyggðu Wi-Fi¹ og NFC²-stuðningi til að einfalda enn deilingar mynda, hina stílhreinu 20 megapixla COOLPIX S2900, með einstaklega meðfærilegu og fyrirferðarlitlu húsi, og 16 megapixla COOLPIX L31, einfalda myndavél sem skilar frábærum myndum.

Nikon kynnir COOLSHOT 40 og COOLSHOT 40i leysifjarlægðarmæla

14/01/2014

Nikon kynnir COOLSHOT 40 og COOLSHOT 40i leysifjarlægðarmæla

Þeir eru hannaðir fyrir golfleikara sem eru áhugasamir um að bæta færni sína.COOLSHOT 40 og COOLSHOT 40i, sem nú mæla allt að 590 metra, eru jafnvel enn léttari en áður. COOLSHOT 40 er hannaður sérstaklega til að mæla raunverulegar fjarlægðir og má nota hann í keppnum ef staðarreglur leyfa notkun leysifjarlægðarmælis. COOLSHOT 40i felur í sér hornleiðréttingartækni Nikon sem birtir hallaleiðrétta fjarlægð (lárétt fjarlægð ± hæð) og er tilvalinn til notkunar á golfvöllum með brekkum.

Nýi leysifjarlægðarmælir Nikon: PROSTAFF 7i

14/01/2014

Nýi leysifjarlægðarmælir Nikon: PROSTAFF 7i

Næsta stig þróunar í nákvæmni og mælingu langra vegalengda.Nikon eru þekktir fyrir að gera góðan hlut betri: Nýi PROSTAFF 7i leysifjarlægðarmælirinn þeirra byggir á árangri forvera hans, PROSTAFF 7.

AF-S DX NIKKOR 55–200mm f/4–5.6G ED VR II

06/01/2015

AF-S DX NIKKOR 55–200mm f/4–5.6G ED VR II

Amsterdam, Hollandi, 6. janúar 2015 Nikon kynnir í dag AF-S DX NIKKOR 55–200mm f/4–5.6G ED VR II, nýja aðdráttarlinsu sem er svo sannarlega kná þótt hún sé smá. Þessi netta, létta og meðfærilega linsa hentar fullkomlega fyrir smærri myndavélar á DX-sniði, til dæmis hina nýju D5500.

Fylltu út í rammann en ekki töskuna með nýju AF-S NIKKOR 300mm f/4E PF ED VR linsunni

06/01/2015

Fylltu út í rammann en ekki töskuna með nýju AF-S NIKKOR 300mm f/4E PF ED VR linsunni

Amsterdam, Hollandi, 6. janúar 2015 - Nikon kynnir í dag nýju AF-S NIKKOR 300mm f/4E PF ED VR linsuna. Þetta er öflug linsa með fastri brennivídd og fyrsta NIKKOR-linsan með F-festingu sem búin er hlutaskiptri Fresnel-einingu. Hún sameinar á frábæran hátt netta hönnun, mikinn aðdrátt og mögnuð myndgæði.

Heimurinn birtist í réttu ljósi með Nikon D5500 – Fyrsta D-SLR-myndavélin á DX-sniði með hreyfanlegum snertiskjá

06/01/2015

Heimurinn birtist í réttu ljósi með Nikon D5500 – Fyrsta D-SLR-myndavélin á DX-sniði með hreyfanlegum snertiskjá

Amsterdam, Hollandi, 6. janúar 2015 Nikon kynnir í dag D5500, fyrstu myndavélina á DX-sniði með hreyfanlegum snertiskjá. Þessi ótrúlega meðfærilega D-SLR-myndavél er bæði nett og öflug og veitir frelsi til að taka fyrsta flokks myndir.

Context Cameras, All Sense Imaging and Live Visualization - Nikon and the Future Laboratory reveal the Future of Imaging

12/11/2014

Context Cameras, All Sense Imaging and Live Visualization - Nikon and the Future Laboratory reveal the Future of Imaging

Amsterdam, 12 November 2014 Cameras that can read a photographer’s emotions, devices that enable continuous, spontaneous hands-free image capture and visuals that deliver a full multi-sensory experience – these are all tomorrow’s trends revealed today in The Future of Imaging report commissioned by Nikon.

Nikon 4x10DCF sjónauki: Nýr, hvítur litur fær standandi lófaklapp

06/11/2014

Nikon 4x10DCF sjónauki: Nýr, hvítur litur fær standandi lófaklapp

Hinir vinsælu 4x10DCF sjónaukar frá Nikon er nú fáanlegir í hvítu – til viðbótar við svörtu, silfruðu og rauðu gerðirnar – sem gefur viðskiptavinum val um fjóra kraftmikla liti. Nýja, hvíta gerðin er rennileg og þokkafull og undirstrikar hversu fyrirferðarlítill þessi létti sjónauki er.

Heildarframleiðsla á NIKKOR-linsum fyrir myndavélar með lausum linsum nær 90 milljónum

04/11/2014

Heildarframleiðsla á NIKKOR-linsum fyrir myndavélar með lausum linsum nær 90 milljónum

Amsterdam, 4. nóvember 2014 – Nikon Europe tilkynnti í dag að heildarfjöldi framleiddra NIKKOR-linsa fyrir Nikon-myndavélar með lausum linsum hefði náð 90 milljónum við lok október 2014. Að auki hefur framleiðsla NIKKOR-linsa með SWM-mótor (Silent Wave Motor), sem er mótor fyrir sjálfvirkan fókus sem Nikon hefur þróað, nýlega náð fimmtíu milljónum.

HERFERÐ NIKON, 'I AM DIFFERENT' HVETUR LJÓSMYNDARA TIL AÐ RÆKTA EINSTAKLINGSEÐLI SITT

03/11/2014

HERFERÐ NIKON, 'I AM DIFFERENT' HVETUR LJÓSMYNDARA TIL AÐ RÆKTA EINSTAKLINGSEÐLI SITT

Amsterdam, 3. nóvember 2014 Nikon kynnir í dag upphaf I AM DIFFERENT, nýrrar, meiriháttar, samþættrar markaðsherferðar sem ætlað er að veita ljósmyndurum innblástur til að kanna heim ljósmyndunar gegnum sitt eigið einstaklingsbundna sjónarhorn.

Gott verð: Nikon setur á markað nýjan 30 mm riffilsjónauka. PROSTAFF 7 riffilsjónaukinn býður upp á framúrskarandi eiginleika.

23/10/2014

Gott verð: Nikon setur á markað nýjan 30 mm riffilsjónauka. PROSTAFF 7 riffilsjónaukinn býður upp á framúrskarandi eiginleika.

Fyrsta gegnheila 30 mm rörið verður órjúfanlegur hluti af PROSTAFF-fjölskyldu Nikon og aðalsmerki þess. Þetta 4x aðdráttarsvið er fullkomið fyrir þá sem skjóta af löngu færi og hefur sérstöðu meðal annarra riffilsjónauka á þessu verðbili sem aðeins bjóða upp á 3x aðdráttarvirkni.

Nikon Photo Contest 2014–2015 opin

15/09/14

Nikon Photo Contest 2014–2015 opin

Amsterdam, Hollandi, 15. september 2014 – Nikon Europe kallar á ný eftir myndum frá metnaðarfullum ljósmyndurum sem vilja deila ástríðu sinni og efni með öðrum í hinni árlegu ljósmyndakeppni Nikon Photo Contest, sem nú er haldin í 35. sinn.

Nikon kynnir víðlinsuna AF-S NIKKOR 20mm f/1.8G ED

12/09/2014

Nikon kynnir víðlinsuna AF-S NIKKOR 20mm f/1.8G ED

Amsterdam, Hollandi, 12. september 2014 Nikon kynnir í dag nýja og spennandi linsu fyrir skapandi ljósmyndara: AF-S NIKKOR 20mm f/1.8G ED.

Nikon kynnir nýja og öfluga vél á FX-sniði: D750

12/09/2014

Nikon kynnir nýja og öfluga vél á FX-sniði: D750

Amsterdam, Hollandi, 12. september 2014 Nikon kynnir í dag hraðvirku, fjölhæfu og lipru D750-myndavélina. Þessi fyrirferðarlitla myndavél er búin tækni í myndvinnslu sem fullnægir kröfum fagmanna og veitir ljósmyndurum frelsi og ótrúlegan sveigjanleika til að koma hugmyndum sínum í verk.

Nikon kynnir meðfærilegt SB-500 flass með innbyggðu LED-ljósi

12/09/2014

Nikon kynnir meðfærilegt SB-500 flass með innbyggðu LED-ljósi

Amsterdam, Hollandi, 12. september 2014 Í dag kynnir Nikon fyrsta flassið með innbyggðu LED-ljósi, SB-500.

Share Best-Ever Selfies Simply with the Nikon COOLPIX S6900

12/09/2014

Share Best-Ever Selfies Simply with the Nikon COOLPIX S6900

Amsterdam, the Netherlands, 12 September 2014 – Nikon today introduces the ultimate compact selfie camera, built for sharing perfect self-portraits every time: the 16-megapixel Nikon COOLPIX S6900.

Nikon kynna nýjan vatnsheldan ACULON W10 sjónauka fyrir virka hipstera

12/09/2014

Nikon kynna nýjan vatnsheldan ACULON W10 sjónauka fyrir virka hipstera

Blúsaður samruni skemmtunar og stíls utandyra!

Nikon will educate and inspire at this year’s Photokina in Cologne

15/08/2014

Nikon will educate and inspire at this year’s Photokina in Cologne

Amsterdam, 15th August 2014 Nikon will take centre stage once again at the world’s leading imaging show, Photokina 2014. Expect hands-on access to the latest products and presentations from some of the world’s finest photographers and filmmakers at the most spectacular booth in Halle 2.2 at the Koelnmesse.

Nikon D4S vinnur í flokknum „European Professional D-SLR Camera 2014-2015“

15/08/2014

Nikon D4S vinnur í flokknum „European Professional D-SLR Camera 2014-2015“

Amsterdam, Hollandi, 15. ágúst 2014 – Nikon hlaut virta viðurkenningu á EISA-verðlaunum ársins þegar flaggskip þess í flokki myndavéla með myndflögu í fullri stærð (e. full frame), Nikon D4S, vann í flokki D-SLR-myndavéla fyrir fagfólk „European Professional D-SLR Camera 2014-2015“.

Söfn