Nikon Imaging | Ísland | Europe

30-09-2015

Nikon Europe kynnir nýtt vefsvæði

Amsterdam, Hollandi, 30. september 2015: Nikon Europe kynnir í dag opnun nýs vefsvæðis síns, www.europe-nikon.com. Nýja hönnunin er viðbragðsfljót og býður upp á spennandi upplifun fyrir notendur í öllum tækjum til að neytendur hafi beinan aðgang að vefsvæðinu hvar og hvernig sem þeir óska, hvort sem það er í tölvu, spjaldtölvu eða farsíma.

Nýja vefsvæðið er traust heimild þar sem leita má upplýsinga um Nikon, sem auðvelt er að fletta í og býður viðskiptavinum að sökkva sér af fullum krafti niður í endurbætt efnið. Upplýsingum um vörur fylgja nú stærri og áhugaverðari myndir og á síðunni er hægt að horfa á myndskeið um vörurnar með því að smella á hnapp eða snerta skjáinn.

Monika Matuszewska, stjórnandi á sviði notendaupplifunar hjá Nikon Europe, segir: „Þar sem við erum fyrirtæki á stafrænu sviði sem setur viðskiptavinina í fyrsta sæti verður vefsvæðið okkar að gefa sömu tilfinningu. Viðskiptavinir okkar vilja geta nálgast efni hvar sem þeir eru staddir og hvenær sem á þarf að halda. Hvort sem um er að ræða gamalreynda fagmenn eða notendur sem langar að fara með snjallsímamyndirnar upp á næsta stig vilja viðskiptavinir okkar gefa sér tíma í að kynna sér möguleikana og uppgötva hvað Nikon býður upp á. Okkar starf er að hjálpa þeim við það. Þess vegna endurhönnuðum við vefsvæðið alveg frá grunni, til að tryggja að allir fái sömu upplifun af vörumerkinu, sama hvaða tæki viðskiptavinir okkar nota.“

Vefsvæðið, sem fær um það bil tvær milljónir heimsókna á mánuði, er komið í loftið á mörgum tungumálum fyrir 37 markaði um alla Evrópu. Það býður upp á sérstakar þjónustu- og hjálparsíður ásamt fjölmiðlasíðu, auk þess sem gestir vefsvæðisins geta sótt innblástur til merkra ljósmyndara sem kynntir eru í herferð Nikon, „I AM Different“.