Nikon Imaging | Ísland | Europe

14-02-2017

Hætt við að setja DL-línu fyrirferðarlítilla úrvalsmyndavéla á markað

Nikon Corporation tilkynnti í dag að hætt yrði við að setja DL-línu fyrirferðarlítilla úrvalsmyndavéla sem lengi hefur verið beðið eftir, DL18-50 f/1.8-2.8, DL24-85 f/1.8-2.8 og DL24-500 f/2.8-5.6, á markað.

Upphaflega átti að setja DL-línuna á markað í júní 2016. Vegna vandamála sem upp komu með smárásir fyrir myndvinnslu var markaðssetningu myndavélanna þriggja hins vegar frestað um óákveðinn tíma.

Upp frá því hafa allir sem málið varðar unnið hörðum höndum að því að þróa vörur sem uppfylla væntingar viðskiptavina okkar. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að hætta við sölu á DL-línunni vegna áhyggna af arðsemi myndavélanna sökum aukins þróunarkostnaðar og væntinga um minnkaða sölu vegna þess hve hægt hefur á markaðnum.

Við biðjum alla þá sem kunna að verða fyrir óþægindum vegna þessarar ákvörðunar innilega velvirðingar, sérstaklega þá viðskiptavini sem beðið hafa lengi eftir að myndavélarnar kæmu á markað, auk smásöluaðila og annarra sem verða fyrir rekstrarlegum áhrifum vegna þessa.