Nikon Imaging | Ísland | Europe

10-10-2019

SPEGILLAUSA Z 50 DX-MYNDAVÉLIN OG FYRSTU NIKKOR Z DX-LINSURNAR BÆTAST VIÐ NIKON Z-LÍNUNA

Amsterdam, Hollandi, 10. október 2019: Nikon kynnir í dag Nikon Z 50, fyrstu spegillausu myndavélina í Z-línunni með DX-sniði og fyrstu tvær NIKKOR Z DX-aðdráttarlinsurnar, NIKKOR Z DX 16-50mm f/3.5-6.3 VR og NIKKOR Z DX 50-250mm f/4.5-6.3 VR. Glænýja Nikon Z 50-myndavélin býður upp á framúrskarandi myndgæði, tekur myndir í fullkominni skerpu og nákvæmar 4K-kvikmyndir með mikilli dýpt og töfrandi litum. Nýja DX-spegillausa kerfið með Z 50 og nýju NIKKOR Z DX-linsunum skilar stórkostlegum myndum, allt frá gleiðhorni niður í minnsta aðdrátt.

Z 50 er með stórri 20,9 MP myndflögu á DX-sniði og sameinar optískan ávinning spegillausra Nikon-myndavéla og sterkbyggt en fyrirferðarlítið DX-hús. Eiginleikar sem koma frá hinum rómuðu Nikon Z 7- og Z 6-myndavélum eru m.a. breið Nikon Z-festingin og hraðvirkt og vítt blandað AF-kerfið (sjálfvirkur fókus). Z 50 er einnig með skarpan rafrænan leitara, hallanlegan snertiskjá og djúpt grip sem gerir að verkum að afar þægilegt er að halda á spegillausum Nikon-myndavélum. Sjálfvirkur fókus með snjallri AF-augngreiningu gerir Z 50 afar hentuga fyrir andlitsmyndatöku og raðmyndataka á allt að 11 ramma hraða á sekúndu (með AF/AE) er klár í myndatöku þar sem meira er að gerast. Z 50 er fullkomlega samhæf við FTZ-millistykki fyrir festingu frá Nikon, og því er hægt að nota NIKKOR DSLR-linsur með F-festingum með myndavélinni.¹

Báðar DX-linsurnar með Z-festingu eru fínstilltar fyrir frábæra getu breiðrar Z-festingarinnar frá Nikon til að safna í sig ljósi. Þessar aðdráttarlinsur eru fljótar að stilla fókus, á hljóðlátan og stöðugan hátt, og þar af leiðandi eru þær alveg jafngóðar fyrir kvikmyndatöku og ljósmyndatöku. NIKKOR Z DX 16-50mm f/3.5-6.3 VR-linsan er afar meðfærileg, leggst alveg saman og tekur fallegar myndir allt frá gleiðhorni til andlitsmynda. NIKKOR Z DX 50-250mm f/4.5-6.3 VR er fyrirferðarlítil útdraganleg aðdráttarlinsa: Þessi linsa gerir notendum kleift að færa sig úr innrömmun á einstökum andlitsmyndum yfir í að fanga myndefni í fjarlægð með mjúkri og stöðugri nákvæmni.

Nikon Z 50 | 0,6 sek. | f/5,6 16 mm | ISO 200 | NIKKOR Z DX 16-50mm f/3.5-6.3 VR

Nikon Z 50 | 1/160 sek. | f/6,3 250 mm | ISO 400 | NIKKOR Z DX 50-250mm f/4.5-6.3 VR

Jordi Brinkman, vörustjóri hjá Nikon Europe, segir: „Hvort sem fólk kýs helst að taka myndir eða kvikmyndir býður nýja spegillausa Z 50-myndavélin frá Nikon upp á spennandi blöndu sköpunar og krafts. Fyrir utan nýju NIKKOR Z DX-linsurnar fæst hnökralaust samhæfi við allar linsur með Z-festingum. Einnig er hægt að nota linsur og aukabúnað með F-festingu ef þess er óskað. Það skiptir ekki máli hvort notendur eiga Nikon DSLR eða eru að nota Nikon í fyrsta skipti: Spegillausa Nikon DX-kerfið gefur öllum nóg pláss til að vaxa.“

Nikon Z 50

Frábær myndgæði: Breið Nikon Z-festing, stór 20,9 MP CMOS-myndflaga með DX-sniði (APS-C) og hraður EXPEED 6-myndvinnslubúnaður.
Skerpa alla leið: Blandað AF-kerfi (sjálfvirkur fókus). 209 AF-punktar á skynjara ná yfir u.þ.b. 90% rammans, lárétt og lóðrétt, og ná þannig framúrskarandi skerpu alveg út á jaðarinn.
Framúrskarandi í lítilli birtu: Vítt 100–51200 ISO-svið og sjálfvirkur fókus í lítilli birtu niður í -4 EV.
Sjálfvirkur fókus með snjallri AF-augngreiningu: Stillir fókusinn sjálfkrafa á augu fyrirsætu, hvort sem viðkomandi er einn síns liðs eða í hópi fólks.
Hröð raðmyndataka: Allt að 11 rammar á sekúndu með sjálfvirkum fókus (AF) og sjálfvirkri lýsingu (AE).
Hljóðlát: Nikon Z 50-myndavélin stillir fókusinn í ró og spekt og tekur myndir hljóðlaust.
4K-kvikmyndir: Notendur geta tekið upp 4K/UHD-kvikmyndir í 30p rammatíðni og tekið upp efni í hægmynd í fullri háskerpu án nokkurra takmarkana með skurðarstuðli. Hægt er að búa til 4K Time-lapse samsetningar í myndavélinni.
Haganlegur rafrænn leitari: Ótrúlega skarpur rafrænn leitari (2.360.000 punkta) getur birt náttúrulega mynd á svipaðan hátt og optískur leitari í DSLR-myndavél. Einnig er hægt að birta myndir eins og þær koma til með að líta út í ákveðnum stillingum.
Stór hreyfanlegur snertiskjár: Skjár með mikilli upplausn (1.040.000 punkta) og svipuðum snertistýringum og á snjallsímum. Hægt er að halla honum upp eða niður til að auka sveigjanleika við kvikmyndatöku eða sjálfsmyndatöku.
Skapandi áhrif: 20 innbyggðar brellur fyrir myndir og kvikmyndir. Hægt er að stilla hversu mikil áhrifin eiga að vera þegar brellurnar eru forskoðaðar.
Spegillaust DX-hús með flassi sem sprettur upp: Meðfærilegt með sterkum efri hluta og framhluta úr magnesíum- og álblöndu.
Handhæg að hætti Nikon: Djúpt hald sem skilar þægilegu gripi, og hnöppum, rofum og snertistýringum haganlega fyrir komið.
Einfalt valmyndakerfi svipað og í DSLR-myndavélum: Kunnuglegt fyrir þá sem þegar nota Nikon DSLR og einfalt að læra á það fyrir nýja notendur Nikon.
Hraðvirkar tengingar: Wi-Fi® og Bluetooth® ásamt SnapBridge-forriti Nikon auðvelda sendingu mynda og kvikmynda í hvaða tæki sem er til að deila eða geyma.
Kerfi sem yndi er af: Samhæft við FTZ-millistykkið fyrir festingu og DSLR-aukabúnað frá Nikon, þ.m.t. fjartengd stjórntæki fyrir myndavélar, DSLR-flöss, hljóðnema og fleira.

NIKKOR Z DX 16-50mm f/3.5-6.3 VR

Sérlega meðfærileg aðdráttarlinsa með gleiðhorni: Öflug aðdráttarlinsa með hraðvirkum fókus og 16–50 mm brennivíddarsviði frá gleiðhorni til venjulegs aðdráttar (jafngildi 24–75 mm í myndavél á FX-sniði / 35 mm).
Minnsta fókusfjarlægð er einungis 0,2 m: gerir notendum kleift að ná skörpum nærmyndum af smáatriðum.
Innbyggð titringsjöfnun í linsu: Hægt er að taka myndir með lokarahraða sem er allt að 4,5 stoppum hægari en annars væri gerlegt.² Hægt er að fanga skýrari myndir í lítilli birtu og taka upp stöðugar kvikmyndir, jafnvel á göngu.
Hljóðlaus stillihringur: Fyrir mikilvæga eiginleika eins og handvirkan fókus, ljósopsstýringu og leiðréttingu á lýsingu.
Linsa í vasa: Hún vegur aðeins 135 grömm og leggst alveg saman þegar hún dregst inn.

NIKKOR Z DX 50-250mm f/4.5-6.3 VR

Fyrirferðarlítil útdraganleg aðdráttarlinsa: Öflug aðdráttarlinsa með hraðvirkum fókus og 50–250 mm brennivíddarsviði frá venjulegum til mikils aðdráttar (jafngildi 75–375 mm í myndavél á FX-sniði /35 mm).
Minnsta fókusfjarlægð er einungis 0,5 m: Gerir notendum kleift að stilla skarpan fókus á myndefni sem er nálægt.
Innbyggð titringsjöfnun: Hægt að taka myndir á lokarahraða sem er allt að 5 stoppum hægari en annars væri gerlegt.²
Hljóðlaus stillihringur: Fyrir mikilvæga eiginleika eins og handvirkan fókus, ljósopsstýringu og leiðréttingu á lýsingu.
Ferðastu létt: Linsan er afar fyrirferðarlítil þegar hún er inndregin og vegur 405 grömm.

¹ Hægt er að nota u.þ.b. 360 NIKKOR-linsur með F-festingu ásamt Nikon Z myndavélinni.
² Byggt á CIPA-stöðlum.

FYRIRVARAR
Orðmerki og myndmerki Bluetooth® eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. Öll notkun á slíkum merkjum notuð af Nikon og hlutdeildarfélaga þessa eru samkvæmt leyfi.
Wi-Fi® og Wi-Fi Certified merkið eru skráð vörumerki Wi-Fi Alliance®.