Nikon Imaging | Ísland | Europe

10-10-2019

SPEGILLAUST MEISTARASTYKKI Í LÍTILLI BIRTU: VIÐ KYNNUM NIKKOR Z 58MM f/0.95 S NOCT

Amsterdam, Hollandi, 10. október 2019: Nikon kynnir í dag einkennandi linsu fyrir spegillausu myndavélarnar sínar: NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct. Hún býr yfir sígildu útliti Nikon Noct fyrir F-festingu og byltingarkenndri optískri hönnun með mjög stóru ljósopi og einstakri skerpu sem saman skila frábærum afköstum við minni birtu.

NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct er óaðfinnanlega byggð linsa með handvirka fókusstillingu og einstök á allan hátt. Breið Z-festingin og stórt f/0,95 ljósopið bjóða upp á einstök afköst í lítilli birtu sem opna óteljandi nýja möguleika. Ótrúleg dýpt og skerpa koma saman og setja kvikmyndastíl á hverja mynd og ramma, hvort sem það eru andlitsmyndir, landslagsmyndir að næturlagi eða kvikmyndatökur.

Tvenns konar glampavörn – ARNEO-húð og nanókristalhúð – vinna saman að því að ráðast gegn draugum og ljósdraugum og leiðrétting á litskekkju hefur verið bætt umtalsvert með tilkomu nákvæmrar og stórrar hálfkúptrar linsueiningar með háum ljósbrotsstuðli. Sterk flúorhúð ver gegn ryki, óhreinindum og raka án þess að hafa áhrif á myndgæði.

Upplýsingar á OLED-skjá sýna í snatri ljósop, fókusfjarlægð og dýptarskerpu sem hægt er að staðfesta beint á linsunni og einfaldur stillihringur gerir kleift að stjórna aðgerðum á borð við ljósopsstillingu og leiðréttingu á lýsingu með hljóðlausum og hnökralausum hætti. Stærri Fn-hnappur býður upp á allt að 17 eiginleika sem hægt er að úthluta og samsvara Fn-hnappinum á myndavélinni sjálfri, allt frá AE-læsingu til ljósmælingar og frávikslýsingar. Heiti linsunnar og upplýsingar eru grafin í linsuna til að gefa henni fágað yfirbragð og tryggja langan læsileika upplýsinganna.

Ljósmyndarar sem sérhæfa sig í andlitsmyndum munu sjá myndefni sitt einstaklega skýrt – jafnvel við stærsta ljósopið f/0,95 – og öðlast frábæra fagurfræðilega stjórn við öll birtuskilyrði. Einstök „Bokeh“-áhrif, náttúrulega falleg og mjúklega stigvaxandi út að jöðrum rammans, eru sjálfgefin.

Það hefur aldrei verið jafngefandi að taka mynd að næturlagi. Optísk hönnun með 17 einingum í 10 hópum tryggir að punktaljósgjafar eru endurgerðir í fallegum smáatriðum, jafnvel þótt mynd sé tekin með ljósop galopið. Afraksturinn er einstakur, hvort sem verið er að taka mynd af landslagi um nótt eða stjörnubjörtum himni.

Kvikmyndagerðarmenn munu sömuleiðis kunna að meta góða stjórnun á dýptarskerpunni sem stærsta ljósop NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct linsunnar veitir og gerir þeim kleift að skapa kvikmyndir fullar af tilfinningum, persónuleika og stemmningu.

Linsan er hönnuð til heiðurs hinni margrómuðu Nikon Noct fyrir F-festingu með 58 mm brennivídd og Dirk Jasper, markaðsstjóri hjá Nikon Europe BV, hafði þetta að segja um hana: „NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct stendur ekki aðeins fyrir fyrsta flokks optíska hönnun heldur er hún einnig ímynd þeirrar grundvallarhugsjónar sem liggur að baki þróun Z-festingarinnar frá Nikon – að geta framleitt optískar hágæðalinsur í þessum flokki. Þetta er linsa sem heldur uppi heiðri fortíðar um leið og hún tekur stórt framfaraskref þegar kemur að afköstum í lítilli birtu. Það er virkilega spennandi að sjá hvernig framtíðarspár um Z-festingarkerfið hafa ræst með svo afgerandi hætti.“

Helstu eiginleikar

ARNEO-húð + nanókristalhúð: Tvenns konar glampavörn vinnur gegn draugum og ljósdraugum. ARNEO-húðin frá Nikon vinnur gegn lóðréttu ljósi. Nanókristalhúðin vinnur gegn láréttu ljósi.
Hálfkúpt linsueining: Nákvæm stór hálfkúpt linsueining með háum ljósbrotsstuðli stórbætir leiðréttingu á litskekkju.
Flúorhúð: Sterk linsuhúðun frá Nikon ver gegn ryki, óhreinindum og raka án þess að hafa áhrif á myndgæði.
Hárnákvæmur fókushringur: Stilltu fókus með einstakri nákvæmni og náttúrulegu átaki. Hentar bæði fyrir ljósmynda- og kvikmyndatöku.
Áletrun: Heiti linsu og upplýsingar eru grafin í linsuna til að gefa henni fágað yfirbragð og tryggja langan læsileika upplýsinganna.
Upplýsingasvæði OLED-linsu: Aðgengilegar upplýsingar um ljósop, fókusfjarlægð og dýptarskerpu á linsunni.
Einfaldur stillihringur: Úthlutun og stjórnun eiginleika á borð við ljósop og lýsingu.
Stærri Fn-hnappur: Úthlutanlegir eiginleikar samsvara Fn-hnöppunum á myndavélarhúsinu.