Nikon Imaging | Ísland | Europe

04-09-2019

ÚT YFIR SJÓNDEILDARHRINGINN: NIKON KYNNIR NIKKOR Z 24MM F/1.8 S GLEIÐHORNSLINSUNA

Amsterdam, Hollandi, 4. september 2019: Nikon býður nú einnig upp á breiðara úrval af f/1,8 spegillausum linsum með fastri brennivídd, með NIKKOR Z 24mm f/1.8 S-linsunni. Þessi „full frame“-linsa er með háþróuðum, optískum búnaði, afburða afköstum við nærmyndatökur og víðtæka veðurheldni og er því sérlega fjölhæf. Linsan fangar smæstu smáatriði í margs konar aðstæðum og virkar jafn vel í þröngum rýmum og hún gerir í víðfeðmu landslagi og borgarumhverfi.

Þessi 24 mm linsa með fastri brennivídd er með sérlega hraðvirkum fókus og skilar afburða skerpu yfir alla myndina, jafnvel þegar tekin er mynd með víðasta ljósopinu, f/1,8. Minnsta fókusfjarlægð er einungis 0,25 m, sem tryggir einstaklega mikla stjórn á rammanum, allt frá mikilli nálægð að óendanleika. „Bokeh“ er fallega náttúrulegt og ljósdraugar sem gjarnan fylgja gleiðhornslinsum eru takmarkaðir, jafnvel við baklýsingu.

„Full-frame“ NIKKOR Z 24mm f/1.8 S-linsan hentar líka vel fyrir myndbandsupptökur. Kvikmyndatökufólk getur náð stórkostlegum myndskeiðum með frábærri, grunnri dýptarskerpu. Og fínstillt sjónarhorn linsunnar hentar jafn vel fyrir töku á undirstöðumyndum og hún gerir fyrir upptökur á viðtölum í þröngum innanhússrýmum.

Dirk Jasper, framleiðslustjóri hjá Nikon Europe, segir: „NIKKOR Z 24mm f/1.8 S-linsan færir ljósmyndurum sem nota Nikon Z frelsi til að vinna með tiltæka birtu hverju sinni, við nánast hvaða kringumstæður sem er. Auk þess er geta linsunnar við fókusstillingu í návígi einstök: skerpan er hreint ótrúleg, jafnvel þegar fókusinn er stilltur í miklu návígi eða á smáatriði í myndefninu.“

Helstu eiginleikar

F/1,8 NIKKOR Z-gleiðhornslinsa með fastri brennivídd: þessi 24 mm linsa skilar frábærri skerpu yfir allan rammann og fangar sérhvert atriði á hverri mynd með hárnákvæmum hætti.
S-línan: næsta vídd í optískri hönnun. Nanókristalhúð Nikon með glampavörn dregur verulega úr draugum og ljósdraugum og eykur skýrleika. Mjúkt, hljóðlaust, fjölþætt fókuskerfi.
Afburða frammistaða við nærmyndatöku: Minnsta fókusfjarlægð er aðeins 0,25 m og gerir ljósmyndaranum kleift að stjórna rammanum – úr nálægð að óendanleika. Skerpa mynda í nærmyndatöku er mun betri en hjá linsum með sambærilega brennivídd.
Veðurheldni: Allir hreyfanlegir hlutar í linsuhylkinu eru þéttir til að verja þá gegn ryki og vatnsdropum.
Frábært fyrir kvikmyndatöku: Nærri hljóðlaus AF-vinnslan gerir kleift að fanga kyrrlát andartök með áhrifaríkum hætti. Hægt er að nota stillihringinn fyrir hljóðlausa ljósopsstýringu eða leiðréttingu á lýsingu, og einnig sem fókushring þegar verið er að mynda með handvirkum fókus.