Nikon Imaging | Ísland | Europe

04-09-2019

NIKON KYNNIR ÞRÓUN D6 OG AF-S NIKKOR 120-300MM F/2.8E FL ED SR VR-LINSU

Amsterdam, Hollandi, 4. september 2019: Nikon er ánægja að tilkynna þróun stafrænu Nikon D6 SLR-myndavélarinnar fyrir fagfólk og AF-S NIKKOR 120-300mm f/2.8E FL ED SR VR-aðdráttarlinsunnar fyrir Nikon FX-myndavélar.

Þróun D6 – háþróuðustu stafrænu SLR-myndavélar Nikon til þessa – hefst á 20 ára afmæli eins tölustafs D-línunnar. Frá því að D1 kom á markað árið 1999 hefur þetta flaggskip Nikon-myndavélanna þróast í takt við nýjustu tækni og myndvinnsluþekkingu sem byggð er á langri reynslu Nikon í framleiðslu myndavéla. Þróun D6 er, líkt og fyrirrennaranna, svar við kröfum atvinnuljósmyndara um bestu mögulegu afköst, jafnvel við erfiðustu skilyrði.

Nikon kynnir þróun AF-S NIKKOR 120-300mm f/2.8E FL ED SR VR-linsunnar um leið og það fagnar 60 ára afmæli Nikon F-festingarinnar fyrir D-línuna. Þessi nýja aðdráttarlinsa mun tryggja atvinnuljósmyndurum, t.d. á sviði íþróttaljósmyndunar, enn meiri stuðning.

Þróun nýrra vara undirstrikar áherslu Nikon á að útvíkka möguleika í myndatöku og myndvinnslu og að vera leiðandi aðili á sviði ljósmyndunar, í framleiðslu bæði stafrænna SLR-myndavéla og spegillausra myndavélakerfa auk þess að veita fjölbreytt úrval linsa.

* Upplýsingar um útgáfudaga og smásöluverð þessara vara verða kynntar síðar.