Nikon Imaging | Ísland | Europe

08-03-2019

Nikon kynna COOLSHOT 20 GII leysifjarlægðarmælinn

Amsterdam, Hollandi, 8. mars 2019: Nikon tilkynna í dag um útgáfu á nýjum handhægum leysifjarlægðarmæli, COOLSHOT 20 GII - lítilli og léttri gerð innan COOLSHOT-línu Nikon af leysifjarlægðarmælum. Hann fangar auðveldlega viðfang með sínum 6x fjölhúðuðu linsum. Auk þess innifelur hann mælingarsvið frá 5 til 730 m og notandavænan skjá sem sýnir fjarlægðina á hverjum 1 m.

Algrím COOLSHOT 20 GII, Forgangur á fyrsta viðfang, mælir nálægasta hlutinn sem valinn var í hópi margra viðfanga, sem er mikilvægt þegar verið er að mæla flaggstöng á teig, jafnvel þótt skógur sé í bakgrunni. Til viðbótar, ef aflhnappinum er haldið niðri, gerir það samfellda mælingu virka í allt að um það bil 8 sekúndur.

Helstu eiginleikar

• Fyrirferðarlítið, létt hús (u.þ.b. 130 g)
• Mælingarsvið: 5-730 m
• Algrímið Forgangur á fyrsta viðfang til að birta fjarlægðina að næsta viðfangsefni þegar mæld eru viðfangsefni sem skarast
• Stök eða samfelld mæling (í allt að 8 sekúndur). Ef stök mæling misheppnast lengir hann sjálfvirkt mælinguna þar til hún tekst í allt að 4 sekúndur. Ef aflhnappinum er haldið niðri gerir það samfellda mælingu virka í allt að u.þ.b. 8 sekúndur
• Hágæða 6x sjónauki með einu gleri og fjölhúðun sem gefur bjartar, skýrar myndir
• Löng hönnun augnfjarlægðar gerir skoðun auðveldari fyrir þá sem eru með gleraugu
• Stillibúnaður sjónleiðréttingar
• Regnheldur — JIS/IEC jafngildir varnarflokki 4 (IPX4)
• Breitt hitaþol: -10˚C til +50˚C