Nikon Imaging | Ísland | Europe

24-10-2018

Brúðkaupsljósmyndarinn Nadia Meli kynnt sem nýr Evrópusendiherra Nikon

Amsterdam, Hollandi, 24. október 2018°Nikon Europe B.V. býður brúðkaupsljósmyndarann Nadiu Meli með stolti velkomna í hóp Evrópusendiherra Nikon. Nadia gengur til liðs við samtök ljósmyndara Nikon sem leggja áherslu á að nota nýjustu tækni og skilning á félagslegum stefnum til að sýna núverandi tímaskeið sem best.

Nadia fæddist á Ítalíu, ólst upp í Þýskalandi og býr eins og er í Brighton á Englandi. Kynni hennar af atvinnuljósmyndun hófust árið 2010, eftir að hún hafði lengi haft ljósmyndun að áhugamáli, þegar vinkona hennar bað hana um að taka að sér að ljósmynda brúðkaupið sitt. Frá þeirri stundu varð brúðkaupsljósmyndun fljótlega að fullu starfi hjá henni – og einkennist af sérstökum stíleinkennum hennar.

Stíllinn einkennist af hugsjón Nadiu og tilgangi – að vekja tilfinningu um að eiga heima einhvers staðar. Heitasta ástríða hennar er fólk og sögur þess, og markmið hennar sem ljósmyndara snýst um að fanga þetta á eðlilegan hátt – að blása lífi í sögurnar gegnum ferskar, einfaldar, innilegar og óuppstilltar myndir.

Á árinu 2018 hefur Nadia haldið áfram starfi sínu sem brúðkaupsljósmyndari en einnig heldur hún ljósmyndunarvinnusmiðjur með það að markmiði að hjálpa fólki að finna sína eigin listrænu rödd og sýn, ekki aðeins „myndvinnslustíl“.

Nadia Meli segir:Fjögur orð skilgreina ljósmyndun mína: glaðlegt, ósvikið, einlægt, lifandi. Ég reyni að koma þessum fjórum orðum til skila í gegnum ljósmyndirnar mínar. Ég hef notað Nikon næstum allan minn feril og tæknin frá fyrirtækinu hefur hjálpað mér að vaxa í starfi og þróa stíleinkennin mín. Ég er svo stolt af að fá að vera Evrópusendiherra og ganga til liðs við nokkra af bestu ljósmyndurunum í heimi.“

Á ljósmyndavörusýningunni photokina í ár varð Nadia einn af fyrstu ljósmyndurunum í Evrópu til að prófa Nikon Z 7-spegillausu myndavélina og linsurnar NIKKOR Z 35mm f/1.8 S og NIKKOR Z 24-70mm f/4 S sem nýlega voru kynntar til leiks.

„Ég notaði Z 7 og linsurnar sem vinna best með henni í nokkrum brúðkaupum í ágúst og lét reyna á þær við margs konar aðstæður. Hvort sem tekið er inni, úti, um hábjartan dag, í ljósaskiptunum eða að nóttu til gera ótrúleg myndgæðin og geta kerfisins í lítilli birtu, ásamt léttu húsi og hljóðlausum lokara, það að draumi sérhvers brúðkaupsljósmyndara. Ég hlakka svo til að halda áfram að prófa mig áfram með það.“

Evrópusendiherrar Nikon eru hæfileika

Evrópusendiherrar Nikon eru hæfileika- og áhrifaríkir listamenn í myndgerð sem nota nýjustu tækni greinarinnar og skilning á félagslegum stefnum til að sýna núverandi tímaskeið.

Nánari upplýsingar um verk Nadiu er að finna á: Nadia Meli

Um Nadiu Meli

Nadia Meli fæddist á Ítalíu, ólst upp í Þýskalandi og starfar sem ljósmyndari sem sérhæfir sig í litlum brúðkaupsathöfnum og leynibrúðkaupum um alla Evrópu. Hún hefur myndað hundruð brúðkaupa um heim allan og verk hennar hafa birst í fjölda tímarita og á bloggsíðum. Einstakur, eðlislægur og einlægur stíll hennar við ljósmyndatöku hefur gert hana að rómuðum listamanni á sínu sviði. Nadia hóf að halda námskeið og netnámskeið árið 2015, þar sem hún leggur áherslu á að þróa einstaklingsbundna sýn hvers ljósmyndara og finna listræna rödd og stíl hvers og eins.

Allar myndir eru í eigu © Nadiu Meli