Nikon Imaging | Ísland | Europe

23-10-2018

NIKON PHOTO CONTEST 2018–2019: ÓSKAÐ EFTIR MYNDUM TIL ÞÁTTTÖKU

Amsterdam, Hollandi, 23. október 2018: Nikon er ánægja að kynna að tekið verður við umsóknum í Nikon Photo Contest 2018–2019 frá kl. 6:00 f.h. 18. október 2018 til kl. 5:00 f.h. 31. janúar 2019 (allar dagsetningar og tímasetningar CET).

Ljósmyndasamkeppnin Nikon Photo Contest er alþjóðleg keppni sem ætlað er að skapa ljósmyndurum, jafnt fagfólki sem áhugaljósmyndurum, tækifæri til að kynna sig og auðga um leið myndsköpunarmenninguna. Frá því að fyrsta keppnin var haldin árið 1969 hafa yfir 410.000 ljósmyndarar sent meira en 1.620.000 myndir í keppnina. Á síðasta ári setti 36. keppnin ný met þar sem fleiri ljósmyndarar (21.511) frá fleiri löndum (170) sendu inn fleiri myndir (76.356) en nokkru sinni fyrr.

Neville Brody valinn aðaldómari á ný
Nikon býður listræna stjórnandann Neville Brody velkominn sem aðaldómara Nikon Photo Contest 2018–2019 annað árið í röð.

Starfsferill Brody spannar rúma þrjá áratugi og hann hefur unnið að ótal verkefnum, allt frá plötuumslögum til markaðssetningar alþjóðlegra fyrirtækja. Verk hans hafa verið fjölda ólíkra listamanna og ljósmyndara innblástur. Hann var aftur valinn aðaldómari vegna hæfni hans til að vinna með fjölbreyttri og alþjóðlegri dómnefnd ásamt því hversu vinsæll hann var meðal keppenda síðasta árs.

Neville Brody segir: „Reynsla mín sem aðaldómara Nikon Photo Contest 2016–2017 var frábær og hvetjandi. Innsendu myndirnar voru stórkostlegar, og það var heillandi að finna hvað dómararnir lögðu mikinn metnað og ástríðu í að ræða verkin. Þetta var mjög gefandi reynsla og ég vil þakka öllum þátttakendum sem sendu okkur myndir í keppnina í fyrra. Ég hlakka til að taka þátt í að gera keppnina enn metnaðarfyllri og meira heillandi í ár.“

Aðrir dómarar verða tilkynntir þegar þeir verða skipaðir. 

Yfirlit yfir flokka í Nikon Photo Contest 2018–2019
37. Nikon Photo Contest samanstendur af þremur flokkum – „Open“, „Next Generation“ og „Short Film“.

Þemað fyrir flokkinn „Open“ er „Change“. Við lifum á tímum afdrifaríkra breytinga á öllum sviðum, allt frá vinnu til lífsstíls og loftslagsins. Nikon kallar því eftir myndum sem lýsa þessum breytingum, eins og ljósmyndararnir vilja tjá sig um þær og deila með okkur hinum.

Þema flokksins „Next Generation“, sem er opinn ljósmyndurum 25 ára og yngri, er „Identity“ og Nikon leitar að myndum frá yngri ljósmyndurum, sem eru enn að kanna eigin sjálfsmynd.

Þema flokksins „Short Film“ er „Hope“, en þar leitar Nikon að myndum sem geta birt okkur framtíðarsýn sem einkennist af von og bjartsýni.

Skilyrði fyrir þátttöku og innsendingar mynda
Keppnin er opin öllum atvinnu- og áhugaljósmyndurum, óháð aldri, kyni eða þjóðerni.

Nánari upplýsingar um flokka, innsendingarreglur, matsferli og verðlaun er að finna á vefsíðunni: http://www.nikon-photocontest.com/en/   

Sigurvegarar Nikon Photo Contest 2018–2019 verða kynntir á verðlaunaafhendingu í ágúst 2019.