Nikon Imaging | Ísland | Europe

18-10-2018

David Yarrow, sendiherra Nikon, tekur myndir af dýrum og fólki í Kenía

Ný myndaröð teflir saman tveimur gerólíkum hliðum þessa heillandi lands í Afríku

Amsterdam, Hollandi, 18. október 2018 – Nýtt ljósmyndaverkefni frá listræna ljósmyndaranum David Yarrow, Evrópusendiherra Nikon þar sem hann skoðar hinar tvær ólíku hliðar Kenía – frá gríðarstórum fílunum í Amboseli, sem einnig eru þekktir sem „skögultannar“ („big tuskers“), til glæpagengja í iðandi höfuðborginni Naíróbí.

Með Nikon D850 og úrvali af NIKKOR-linsum með fastri brennivídd hefur David einsett sér að tefla saman þessum lifandi einkennum Austur-Afríku, annars vegar með myndum af fílum úr Amboseli-þjóðgarðinum og hins vegar vandlega uppstilltum myndum af smáglæpamönnum frá Dandora í Naíróbí – þar sem einn stærsti ruslahaugur heims er staðsettur.

The Walk of Life - Nikon D850 | 1/1600 sek. | f/5 | 400 mm | ISO 160 | AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G ED VRII

Colossus - Nikon D850 | 1/1250 sek. | f/8 | 200 mm | ISO 200 | AF-S NIKKOR 200mm f/2G ED VR II

Skögultannar – Amboseli-þjóðgarðurinn

Víðáttumiklar gresjur Amboseli-þjóðgarðsins eru heimili fjölda dýrategunda, en einna mest áberandi eru hjarðir af villtum afrískum fílum. Í þjóðgarðinum má sjá nokkra af stærstu fílum heims – kallaðir „skögultannar“ – en skögultennur þeirra ná alveg niður að jörð. Þessi gríðarstóru spendýr eru alltaf „í rétti“ í friðlandinu og undir verndarvæng mannfólksins, sem lætur þau þó alveg í friði. David hafði heimsótt þjóðgarðinn nokkrum sinnum áður en hann hóf verkefnið og hann vildi fanga glæsileika þessara einstöku dýra Kenía frá jafnsléttu. Til að það væri hægt varð hann að komast í meira návígi við fílana en nokkur annar ljósmyndari hefur áður gert.

David Yarrow segir sjálfur, „Amboseli er uppáhalds staðurinn minn í heiminum til að taka myndir af þessum stórkostlegu dýrum. Staðurinn er algerlega náttúrulegt og mjög víðfeðmt heimasvæði yfir tvö þúsund fíla og gefur kost á að ljósmynda dýrin í sínu náttúrulega umhverfi. Þegar þú hefur séð fíl af þessari stærð veistu að þú munt aldrei aftur sjá neitt þessu líkt á ferlinum. Ég er, og mun alltaf verða, fullur lotningar gagnvart krafti þeirra, stærð og nánast mennskri greindinni sem skín úr augum þeirra.“

Í verkefninu fylgdist David meðal annars með Tim, einum af stærstu fílunum í þjóðgarðinum. David hafði áður tekið myndir af fílum í þessari stærð og notaði Nikon D850 með linsunum AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G ED VR og AF-S NIKKOR 200mm f2G ED VR II til að ná nærmyndum af dýrunum, á meðan AF-S NIKKOR 105mm f/1.4E ED tryggði heildarskerpu á landslagsmynd af fílahjörðinni að hverfa inn í fjarskann. 

Götulíf í Dandora, Naíróbí

Í seinni hluta ferðarinnar fór David til Dandora, en það er úthverfi austarlega í Naíróbí sem er ef til vill þekktast fyrir risastóran ruslahauginn sem nær yfir meira en 3.000 ekrur. Þarna fékk David öðruvísi myndefni – ekki síður villtara en í Amboseli-þjóðgarðinum – iðandi stórborg þar sem glæpagengi og umhverfisvandamál eru áberandi.

David lýsir þessu svona: „Dandora-hverfið í Naíróbí var allt annar heimur en Amboseli en alveg jafn krefjandi og heillandi myndefni. Ruslahaugurinn var stærri en nokkuð sem ég hafði áður séð og morandi í efnaúrgangi. Á þessu svæði starfa einnig glæpagengi svo það getur verið hættulegt að taka myndir þarna. Ég þurfti að stíga varlega til jarðar.“

Eins og í Amboseli vildi David taka myndir af veröld sem er verulega ólík hinum vestræna heimi. Fyrir komu sína hafði David náð sambandi við meðlimi glæpagengis á staðnum sem samþykktu að láta mynda sig. Hann stillti þeim upp í fullkomnu mótvægi við umhverfi sitt þar sem hver og einn var í snyrtilegum svörtum jakkafötum, í hróplegri andstæðu við ruslahauginn í bakgrunni. 

The Debt Collector- Nikon D850 | 1/200 sek. | f/3.5 | 35 mm | ISO 500 | AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G

Dandora - Nikon D850 | 1/2000 sek. | f/10 | 105 mm | ISO 500 | AF-S NIKKOR 105mm f/1.4E ED


Með því að tefla saman uppstilltum myndum og náttúrulífsmyndum sýnir David hvernig hægt er að nota ólíkar aðferðir til að setja saman samstæða og áhrifamikla myndaröð: “„Þegar þú tekur dýralífsmyndir þarftu að tryggja að þú sért á réttum stað til að ná lýsandi og áhrifamikilli mynd, en þú hefur ekki stjórn á aðstæðunum. Ef dýr leyfir þér ekki að taka mynd af sér getur þú ekkert gert. Þegar teknar eru uppstilltar myndir getur þú fylgt línulegu ferli frá hugmynd til sköpunar. Það er prófraun á getu þína sem ljósmyndari að komast að því hvort þú getir fangað þetta fullkomna augnablik sem þú hafðir í huga. Báðar aðferðir eru mér mjög mikilvægar, sem og að sýna þessar tvær gjörólíku hliðar Kenía og tengja saman manneskjur og villt dýr sem eiga hér heimili.

Í ferðinni notaði David Nikon D850 ásamt AF-S NIKKOR 105mm f/1.4E ED, AF-S NIKKOR 35mm f/1.4GAF-S NIKKOR 200mm f/2G ED VR II and AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G ED VR.

Lestu alla söguna hér

Evrópusendiherrar Nikon

Evrópusendiherrar Nikon eru hæfileika- og áhrifaríkir listamenn í myndgerð sem nota nýjustu tækni greinarinnar og skilning á félagslegum stefnum til að sýna núverandi tímaskeið. Nikon skoraði á David að gera draumaljósmyndaverkefnið sitt að veruleika og byggja á þeirri alþjóðlegu viðurkenningu sem hann hefur hlotið sem listrænn ljósmyndari.

Frekari upplýsingar um verkefni David fást á sérverkefnissíðunni hans.

Búnaðurinn

David notaði eftirfarandi búnað í verkefninu:

• Nikon D850
• AF-S NIKKOR 105mm f/1.4E ED
• AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G    
• AF-S NIKKOR 200mm f/2G ED VR II    
• AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G ED VR

Um David

David Yarrow fæddist í Glasgow í Skotlandi árið 1966. Hann byrjaði snemma að taka myndir og um tvítugt leiddi röð atvika hann á vettvang úrslitaleiks heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Mexíkóborg, þar sem hann myndaði fyrir breska dagblaðið The Times. Þann dag tók David hina heimsfrægu ljósmynd af Diego Maradona að hefja bikarinn á loft og í kjölfarið var hann beðinn að mynda næstu Ólympíuleika, sem og fjölmarga aðra íþróttaviðburði. Það liðu þó mörg ár þar til hann fann viðfangsefnið sem hreif hann mest allra, en hrífandi og listfengar ljósmyndir hans af lífinu á jörðinni hafa áunnið honum stóran hóp aðdáenda meðal listaverkasafnara, og sá hópur stækkar dag frá degi. Nú, árið 2018, hefur David skapað sér sess sem einn af söluhæstu ljósmyndurum heims á sviði ljósmyndalistar.

Allar myndir eru í eigu David Yarrow.