Nikon Imaging | Ísland | Europe

06-09-2018

Nikon ætla að sýna spegillausa kerfið sitt með heilum skjá á photokina 2018

Nýjar myndavélar, linsur og ræðumenn sem eru nafntogaðir í greininni mynda dagskrána í básnum á Halle 2.2

Amsterdam, Hollandi, 6. september 2018 – Nikon býst til að taka sér stöðu á besta stað í salnum, á virtustu sýningu myndvinnslubúnaðar í heiminum, photokina, í Köln. Gestir munu fá beinan aðgang að nýjustu vörunum, þar á meðal geta skoðað nýlega kynntar spegillausar Nikon-myndavélar á FX-sniði, með heilum skjá og Z-festingu, linsur og millistykki fyrir linsufestingu.

Gestir í bás Nikon í Halle 2.2 geta einnig prófað mikið úrval af spegilmyndavélavörum frá Nikon fyrir atvinnumenn, þar á meðal hina verðlaunuðu Nikon D850 á FX-sniði sem, með 64–25600 ISO-svið og 45,7 MP skerpu, veitir hina endanlegu samsetningu upplausnar, hraða og ljósnæmis. Einnig verður þar mikið úrval Nikon-myndavéla og NIKKOR-linsa til að ná tökum á, eins og D3500 fyrir byrjendur sem nýlega var tilkynnt um, COOLPIX P1000 með miklum aðdrætti, ásamt hinni afkastamiklu ofuraðdráttarlinsu AF-S NIKKOR 500mm f/5.6E PF ED VR og AF-S NIKKOR 180-400mm f/4E TC1.4 FL ED – fyrstu aðdráttarlinsunni í NIKKOR-uppstillingunni sem státar af innbyggðum 1,4x margfaldara.

Sumir bestu ljósmyndararnir í greininni verða einnig viðstaddir í bás Nikon, til að ræða um reynslu sína af að taka myndir með Nikon-tækjabúnaði. Evrópskur sendiherra Nikon Europe og rómaður listrænn ljósmyndari, David Yarrow, mun ræða um ljósmyndun lífs á jörðinni sem gagntekur og vekur upp minningar og þá krefjandi ferð sem hann hefur lagt á sig til að ná svo einstökum stíl. Í millitíðinni mun samsendiherra hans, brúðkaupsljósmyndarinn Nadia Meli, sem fædd er á Ítalíu, svipta hulunni af reynslu sinni við prófun nýja Z-festingakerfisins og samhæfni þess við bæði nýjar og núverandi NIKKOR-linsur. Breski ljósmyndarinn og borgarkvikmyndagerðarmaðurinn Rob Whitworth, rísandi stjarnan Jamari Lior, verðlaunaljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Pep Bonet, Frøydis Geithus,Norðurlandasendiherra Nikon, og íþrótta- og fréttaljósmyndarinn Lukas Schulze ljúka síðan þessari stjörnuuppstillingu.

Dirk Jasper, framkvæmdastjóri markaðssetningar á vörum hjá Nikon Europe, segir: „Nýja spegillausa kerfið okkar markar leit okkar að nýjum víddum í sjónrænni frammistöðu og ögrar takmörkum upplausnar, gæða og býður endanlega upp á nýtt stig möguleika fyrir þá sem skapa að kanna næsta verkefni sitt. Nikon er með lausn fyrir alla ljósmyndara og þeir sem mæta munu geta skynjað, numið og upplifað nýja kerfið meðfram öðrum vörum okkar sem eru leiðandi í greininni.

Það sem meira er, þökk sé ótrúlegum ræðumönnum sem munu deila reynslu sinni, áskorunum og ráðleggingum í ljósmyndun á sviði Nikon, mun þetta án efa verða besta photokina-vörusýningin hingað til.“

Photokina er opin almenningi frá 26. til 29. september 2018. Til að fá allar nýjustu fréttir og tilkynningar og heildarlista yfir ræðumenn skaltu fylgja okkur á Twitter @NikonEurope. Vertu með í samtalinu á Twitter #NikonPhotokina.