Nikon Imaging | Ísland | Europe

30-08-2018

Á MERKISDÖGUM OG Á DEGI HVERJUM. SKARAÐU FRAM ÚR MEÐ NÝJU D3500 DSLR

Amsterdam, Hollandi, 30. ágúst 2018: Nikon kynnir nýja D3500, fyrirferðarlitla 24,2 MP DSLR-vél fyrir byrjendur sem sameinar hágæðahönnun og framúrskarandi afköst. Notendur geta tekið myndir og kvikmyndir sem skara fram úr því sem unnt er að gera með farsíma, hvort sem um er að ræða merkisdaga eða hversdagsleg tilefni. Án fyrirhafnar.

D3500 vekur athygli og fangar skarpar myndir við öll birtuskilyrði. Stór myndflagan og breitt ljósnæmissviðið skila skarpari ljósmyndum og HD-kvikmyndum í fullri háskerpu sem er ekki hægt að ná með farsíma. Litvinnslugeta NIKKOR-linsanna tryggir kristaltæra útkomu. Sterkbyggð linsufesting myndavélarinnar gerir það auðvelt að kanna kosti mismunandi NIKKOR-linsa: Það er jafnvel hægt að nota þyngri aðdráttarlinsur án þess að hafa áhyggjur af sliti.

Með þessari myndavél er auðvelt að fanga stóru stundirnar — og þær hversdagslegu, jafnvel fyrir byrjendur í DSLR-ljósmyndun. Fáguð og handhæg hönnunin býr meðal annars yfir nýju og þægilegu gripi, og betra bili milli hnappa. Myndavélin hvílir strax þægilega í hendi og gott pláss er fyrir þumalinn til að hvíla á bakhlið myndavélarinnar. Öll stjórnun myndavélarinnar er traust og átakalaus. Með hinni vinsælu leiðbeinandi stillingu Nikon verður myndatakan enn betri, þar sem notandanum er leiðbeint um réttar stillingar til að ná því útliti og yfirbragði sem hann vill fá fram í ljósmyndunum og kvikmyndunum. Langur endingartími rafhlöðunnar gerir það að verkum að notandinn getur tekið myndir frá morgni til kvölds — og enn lengur.

Jordi Brinkman, framleiðslustjóri hjá Nikon Europe, segir: „D3500 er spennandi valkostur fyrir byrjendur í ljósmyndun. Þægileg hönnun og aðgengilegar tökustillingar gera notandanum kleift að fanga myndir og kvikmyndir sem hann getur verið stoltur af. Ekki spillir fyrir að hægt er að festa úrval NIKKOR-linsa á sterkbyggða og áreiðanlega linsufestinguna. Þú getur endalaust haldið áfram að leita nýrra leiða við að fanga frábærar ljósmyndir, og með SnapBridge er auðvelt að deila eftirlætismyndunum þínum hvar sem er.“

Helstu eiginleikar

- DSLR-myndgæði. Stór 24,2 MP myndflagan á DX-sniði og breitt ISO-svið á bilinu 100–25.600 fangar einstaklega skarpar myndir og HD-kvikmyndir í fullri háskerpu. Jafnvel þegar myndað er í lítilli birtu.
- Hver mynd er ætíð sú besta. Sérlega skarpur sjálfvirkur fókus tryggir fullkomna skerpu. Raðmyndataka sem skilar 5 römmum á sekúndu gerir notendum kleift að fanga fimm fallegar myndir á hverri sekúndu.
- Hönnuð með ánægju í huga. Sterkbyggð linsufestingin úr málmi tryggir að þú getur skipt um linsur aftur og aftur, allt frá aðdráttarlinsum til gleiðhornslinsa með fastri brennivídd.
- Hönnuð til að falla vel að hendi. Djúpt og þægilegt gripið þýðir að myndavélin fellur umsvifalaust vel að hendi. Gott bil á milli hnappa gerir aðgerðir auðveldari. Langur endingartími rafhlöðu gerir notendum kleift að taka mikið af myndum.
- Myndir sem eru svo góðar að þú verður að deila þeim. SnapBridge-forritið fyrir iOS og Android tryggir stöðuga tengingu á milli myndavélarinnar og snjallsíma/spjaldtölvu. Þannig er auðvelt að deila myndum í DSLR-gæðum, hvenær sem er.
- Hér hefst ævintýrið. Þessi Nikon DSLR-vél er hluti af ljósmyndakerfi sem getur víkkað út og vaxið með hverjum notanda. Sköpunargáfan fær að njóta sín með hinum margrómuðu NIKKOR-linsum, flassi frá Nikon, og ýmsu til viðbótar.