Nikon Imaging | Ísland | Europe

23-08-2018

Nikon setur á markað þrjár NIKKOR Z-linsur í S-línunni, FTZ-millistykki fyrir festingu og þróar 58mm f/0.95 S Noct

Sérstaklega hannaðar fyrir Nikon kerfi fyrir Z-festingar, með nýrri festingu með stærra þvermáli

Amsterdam, Hollandi, 23. ágúst 2018: Nikon kynnir með ánægju þrjár nýjar linsur, samhæfar spegillausum „full frame“-myndavélum með kerfi fyrir Z-festingar (Nikon FX-snið). Hefðbundin NIKKOR Z 24-70mm f/4 S aðdráttarlinsa, NIKKOR Z 35mm f/1.8 gleiðhornslinsa með fastri brennivídd og hefðbundin , NIKKOR Z 50mm f/1.8 S linsa með fastri brennivídd munu allar virka með nýju festingu kerfisins, sem er lengri að þvermáli.

NIKKOR Z-linsur leita að nýrri vídd í optískum afköstum. Þær nýta sér framúrskarandi sveigjanleika hönnunarinnar, sem er afrakstur sameiningar stærri Z-festingarinnar með sitt 55 mm innra þvermál, og stuttrar fjarlægðar frá kraga að brennifleti upp á 16 mm. Linsurnar bjóða upp á skarpa upplausn í bæði ljósmyndun og upptöku kvikmynda, og eru útbúnar eiginleikum sem fela í sér: leiðréttingu fókusöndunar (þegar skipt er á milli sjónarhorna við stillingu fókuss), hljóðláta myndatöku, þægilega lýsingarstýringu, stillihring og afköst sem henta vel til upptöku kvikmynda.

NIKKOR Z 24-70mm f/4 S, NIKKOR Z 35mm f/1.8 S og NIKKOR Z 50mm f/1.8 S eru lausar linsur innan S-línunnar. S-línan er nýr flokkur NIKKOR Z-linsa sem byggir á nýjum viðmiðum í optískum afköstum og endurskilgreinir hugtökin gæði og hönnun. Þessar linsur gera áður óþekkt litvinnsluafköst, samanborið við hefðbundnar f/4 og f/1,8 linsur, að raunveruleika.

Þar að auki hefur FTZ-millistykki fyrir festingu verið hannað þannig að notendur SLR-myndavéla frá Nikon geta nýtt sér fyrirliggjandi NIKKOR linsur með F-festingu innan kerfisins fyrir Z-festingar, og þannig nýtt sér fjölbreytta linsueiginleika í ljósmyndun sinni.

Þróun NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct

Nikon þróar um þessar mundir NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct, sem er stöðluð linsa með fastri brennivídd og handvirkum fókus. Linsan lætur reyna á optísk afköst til hins ýtrasta og verður staðsett á toppi S-línunnar.

Nikon hyggur á markaðssetningu fjölda nýrra linsa til viðbótar. Nikon mun halda áfram að víkka út vörulínuna og framleiða fleiri NIKKOR Z-linsur, sem með aðdráttarafli sínu og afkastagetu opna ljósmyndurum sífellt nýjar leiðir til sköpunar.

Helstu eiginleikar NIKKOR Z 24-70mm f/4 S

• Staðlað svið brennilengdar frá 24 mm minni aðdrætti upp í 70 mm miðlungs aðdrátt getur hæglega náð yfir fjölbreytilegar senur og viðfangsefni, með litvinnsluafköstum sem munu breyta skynjun aðdráttarlinsa með stærsta ljósop í f/4.
• Optísk hönnun sem dregur úr breytileika í litskekkju frá tökufjarlægð nærmynda upp í óendanleika, og sýnir jafnvel skarpa upplausn á jaðarsvæðum rammans frá stærsta ljósopinu; minnsta fókusfjarlægð upp á einungis 0,3 m yfir aðdráttarsviðið og fíngerð endurmyndun punktamynda
• Innleiðing ED-glers, hálfkúptrar ED-linsueiningar og þriggja hálfkúptra linsueininga
• Nanókristalhúð innleidd til að draga úr draugum og ljósdraugum
• Býr yfir stærðinni sem þarf til að ná fram optískum afköstum í hæsta gæðaflokki, en er um leið einstaklega meðfærileg; með innfellibúnað sem hægt er að kveikja/slökkva á, án þess að ýta á hnapp, og minnkar heildarlengd aðdráttarlinsu sem hægt er að fara með hvert sem er
• Hönnuð með ryk- og dropavörn í huga; flúorhúð sett á yfirborð fremri linsu

Helstu eiginleikar NIKKOR Z 35mm f/1.8 S

• Litvinnsluafköst sem gerbylta skynjun f/1,8 linsunnar
• Skörp upplausn, jafnvel við jaðra rammans við stærsta ljósop. Verulega er dregið úr tígullaga ljósdraugum, sem opnar fyrir möguleikann á frábærri endurmyndun punktamynda þegar punktaljósgjafi í næturlandslagi er fangaður. Mjúkir og náttúrulegir „bokeh“-eiginleikar hraðvirkrar (bjartrar) linsu
• Innleiðing nýs margþætts fókuskerfis færir notanda hljóðlátari, hraðvirkari og nákvæmari AF-stýringu, ásamt miklum myndmótunarafköstum í hvaða fókusfjarlægð sem er
• Innleiðing tveggja ED-glerja og þriggja hálfkúptra linsueininga
• Nanókristalhúð innleidd til að draga úr draugum og ljósdraugum
• Vegna ryk- og dropavarnar hefur öll linsan, þar á meðal hreyfanlegir hlutar hennar, verið innsigluð

Helstu eiginleikar NIKKOR Z 50mm f/1.8 S

• Framúrskarandi litvinnsla fyrir hárfína myndtjáningu sem endurskilgreinir hugmyndir um getu 50 mm f/1,8 linsu
• Ítarleg minnkun áslægrar litskekkju tryggir framúrskarandi upplausn með nákvæmri endurmyndun hinnar fínu áferðar viðfangsefna frá stærsta ljósopi
• Skörp og skýr litvinnsla smáatriða frá miðju rammans og út til jaðra hans, óháð tökufjarlægð
• Mjúkir og fallegir „bokeh“-eiginleikar úr öllum hugsanlegum tökufjarlægðum, sem aðeins er hægt að nýta með hraðvirkri linsu
• Innleiðing tveggja ED-glerja og tveggja hálfkúptra linsueininga
• Nanókristalhúð innleidd til að draga úr draugum og ljósdraugum
• Innleiðing nýs og kraftmikils skrefmótors (STM) færir notanda hljóðláta og nákvæma AF-stjórn fyrir bæði ljósmyndatöku og upptöku kvikmynda
• Vegna ryk- og dropavarnar hefur öll linsan, þar á meðal hreyfanlegir hlutar hennar, verið innsigluð

Helstu eiginleikar FTZ-millistykkis fyrir festingu

• Tökur með AE eða AF/AE er möguleg með u.þ.b. 360 NIKKOR F-linsum frá AI-gerðinni og nýrri*
• Hægt er að nýta einstaka eiginleika NIKKOR-linsa með F-festingu fyrir myndgæði innan kerfisins fyrir Z-festingar
• Innbyggð titringsjöfnun (VR) verður tiltæk þegar NIKKOR F-linsa án innbyggðrar titringsjöfnunar er fest við vélina; innbyggð titringsjöfnun virkar einnig vel við upptöku kvikmyndar
• Þegar NIKKOR F-linsa með innbyggðri titringsjöfnun (VR) er fest á vélina, vinna VR-búnaður linsunnar og myndavélarinnar saman að því að leiðrétta hristing myndavélar, með því að virkja þriggja-ása VR-kerfi
• Ýmsir hlutar eru innsiglaðir til að tryggja að ryk- og dropavörn virki jafnvel og á NIKKOR F-linsunum
• Sterkleg og létt hönnun, með áherslu á framúrskarandi vinnslugetu sem hluta af heildrænu kerfi

*Tökur með AF/AE eru ekki mögulegar með sumum linsum

Þróun nýju NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct-linsunnar, sem lætur reyna á optísk afköst til hins ýtrasta

NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct, sem Nikon þróar um þessar mundir verður hefðbundin linsa með stórt ljósop, fasta 58 mm brennivídd og handvirkan fókus sem setur hana á topp S-línunnar. Linsan verður táknræn fyrir nýjar víddir í optískum afköstum kerfis Z-festinga frá Nikon.

Hönnuð í sama stíl og upphaflega AI Noct-Nikkor 58mm f/1.2 linsan frá árinu 1977. Hefðbundin linsa með fastri brennivídd, kölluð „nocturne“ (tónverk sem er samið undir áhrifum næturinnar eða minnir á hana) og vinsæl vegna getunnar til að endurskapa á fíngerðan hátt punktaljósgjafa sem punktamyndir. Nýja Noct-linsan sem nú er í þróun mun nýta háþróaða og sveigjanlega hönnun Z-festingarinnar og láta reyna á optísk afköst til hins ýtrasta. Markmið þróunarinnar er áfram að ná stærsta ljósopi á ógnarhraða, f/0,95, og bjóða þannig upp á hámarks litvinnslu með framúrskarandi nákvæmni og skerpu. Auk þess er markmiðið að ná fram fallegum móðueiginleikum, eða „bokeh“, með góðri samfelldni og tryggja framúrskarandi mótunarmöguleika fyrir punktamyndir svo meðhöndlun myndanna verði meira sannfærandi og þrívíð.

*Upplýsingar um útgáfu þessarar vöru verða birtar síðar.

Leiðarvísir fyrir NIKKOR Z-linsuna

*Upplýsingarnar sem birtast í leiðarvísinum, þar á meðal áætlaður útgáfudagur, geta breyst. Vöruheiti tengd NIKKOR Z 58mm f/0.95 S Noct eru ekki endanlega tilbúin.