Nikon Imaging | Ísland | Europe

23-08-2018

Nikon kynnir nýja kerfið fyrir Z-festingar og útgáfu tveggja „full-frame“ spegillausra myndavéla: Z 7 og Z 6

Amsterdam, Hollandi, 23. ágúst 2018: Nikon kynnir með ánægju „full-frame“ spegillausar myndavélar á FX-sniði, Z 7 og Z 6, ásamt NIKKOR Z-linsum með nýrri festingu með stærra þvermáli.

Frekari upplýsingar um NIKKOR Z-linsurnar eru hér.

Mirrorless Reinvented með kerfinu fyrir Z-festingar frá Nikon

Kerfið fyrir Z-festingu samanstendur af spegillausum myndavélum með nýrri festingu með stærra þvermáli, ásamt samhæfum NIKKOR-linsum og aukabúnaði. Þetta kerfi hefur orðið til við leitina að nýrri vídd í optískri frammistöðu. Kerfið byggir á hefðum Nikon varðandi gæði, yfirburða tækni í meðhöndlun mynda, frábærri endingu og áreiðanleika, en alla þessa eiginleika er að finna í stafrænum SLR-myndavélum frá Nikon.

Þungamiðjan í nýja Z-kerfinu er nýja festingin, sem er stærri að þvermáli. Hún opnar nýja möguleika í linsuhönnun og ný tækifæri í sköpun. Kerfið fyrir Z-festingu mun bjóða upp á úrval afkastamikilla linsa*, þar á meðal hröðustu linsu í sögu Nikon, með f/0,95. Nýja millistykkið fyrir festingu mun einnig opna fyrir samhæfi við NIKKOR linsur með F-festingar, sem býður ljósmyndurum upp á enn frekara val.

Með „Z“ verður skrifaður nýr kafli. Nikon Z er táknræn fyrir leit Nikon að hámarks afköstum. Nikon Z endurskilgreinir möguleikana og lætur ljósmyndurum í té verkfæri til enn frekari sköpunar.

Með því að halda á lofti gæðum spegillausra myndavéla eykur Nikon virði þeirra. Um leið er brugðist við tækniþróun í meðhöndlun mynda. Nikon býður ljósmyndurum upp á nýjar og spennandi vörur og tryggir þannig stöðu sína sem leiðandi afl í ljósmyndaheiminum.

*Gildir um lausar linsur fyrir Nikon SLR-myndavélar og háþróaðar myndavélar með lausum linsum

Yfirlit yfir Z 7 og Z 6

Z 7 og Z 6 eru útbúnar „full-frame“ bakgrunnslýsingu, Nikon CMOS-myndflögu með FX-sniði og innbyggðum, sjálfvirkum fókus á hlutagreini brenniflatar og nýjustu myndvinnsluvélinni, EXPEED 6.

Z 7 er með 47,5 virka megapixla og styður hefðbundið ljósnæmissvið ISO 64–25600. Með NIKKOR Z-linsum nær myndavélin framúrskarandi skerpu og nákvæmni, allt til jaðra myndarinnar.

Z 6 er fjölhæf myndavél á FX-sniði með virkan pixlafjölda upp á 24,5 megapixla. Hún styður vítt svið staðlaðs ljósnæmis, ISO 100-51200. Með framúrskarandi afköstum í miklu ljósnæmi og „full-frame“ 4K UHD kvikmyndaupptöku með fullum aflestri pixla, bregst Z 6 við ólíkum þörfum sem birtast t.d. í tökum í birtulitlu umhverfi og upptöku kvikmynda.

Helstu eiginleikar Z 7 og Z 6

1. Útbúnar nýrri Nikon CMOS-myndflögu með FX-sniði fyrir bakgrunnslýsingar með innbyggðum, sjálfvirkum fókus á hlutagreini brenniflatar.

CMOS-myndflaga fyrir bakgrunnslýsingar með innbyggðum, sjálfvirkum fókus á hlutagreini brenniflatar hefur verið aðlöguð fyrir bæði Z 7 og Z 6. Z 7 er með virkan pixlafjölda upp á 45,7 megapixla og styður staðlað svið ljósnæmis, ISO 64–25600 (einnig hægt að minnka niður í jafngildi ISO 32 og auka upp í jafngildi ISO 102400). Z 6 er með virkan pixlafjölda upp á 24,5 megapixla og styður vítt svið staðlaðs ljósnæmis, ISO 100–51200 (viðbótarminnkun niður í jafngildi ISO 50 og aukning upp í jafngildi ISO 204800).

2. Blandað AF-kerfi með fókuspunkt sem nær yfir u.þ.b. 90% af myndfletinum.

Z 7 er með 493 fókuspunkta* og Z 6 með 273, sem þýðir að fókusinn nær yfir u.þ.b. 90% af myndfletinum bæði lóðrétt og lárétt. Þetta blandaða AF-kerfi notar algóritma sem er fínstilltur fyrir myndflögu með FX-sviði, til að hægt sé að skipta sjálfvirkt á milli sjálfvirks fókuss á hlutagreini brenniflatar og AF-birtuskilanema með því að stilla fókus. Notkun NIKKOR Z-linsa hámarkar enn frekar nákvæmni sjálfvirka fókussins, bæði í ljós- og kvikmyndum.

 *Með FX (36×24) myndsvæði og virkt AF með einum punkti.

3. Nýja EXPEED 6-myndvinnsluvélin býður upp á skarpa og skýra meðhöndlun mynda og nýjar aðgerðir sem styðja við skapandi tjáningu

Z 7 og Z 6 eru útbúnar nýjustu myndvinnsluvélinni, EXPEED 6. Framúrskarandi úrvinnslugeta NIKKOR Z og NIKKOR linsu með F-festingu veldur því að viðfangið birtist í meiri skerpu en áður. Einnig hefur tekist að minnka suð á áhrifaríkan hátt.

Valmöguleiki til að skerpa á miðjusviðinu hefur einnig verið bætt við færibreytur skerpu í „Picture Control“. Þessi valmöguleiki, ásamt fyrirliggjandi færibreytum tengdum skerpu og skýrleika, gerir notendum kleift að gera ólíkar áferðir innan skjásins skarpari eða mýkri, bæði á ljósmyndum og í kvikmyndum*. Myndavélarnar bjóða líka upp á 20 valkosti af „Creative Picture Control“, fyrir skapandi tjáningu. Áhrifsstyrkur er stillanlegur frá 0 upp í 100.

*Skerpustilling á miðsviði er aðeins möguleg í „High quality“ stillingu fyrir kvikmyndir.

4. Rafrænn leitari sem nýtir úrvalstækni Nikon, bæði í myndvinnslu og optískum aðgerðum, býður upp á skýra og náttúrulega mynd

Það er auðvelt og þægilegt að nota rafræna leitarann, sem hefur verið aðlagaður fyrir Z 7 og Z 6, samanborið við optíska leitara. Báðar myndavélar eru útbúnar rafrænum leitara og fyrir hann hefur verið innleitt u.þ.b. 3.690.000 punkta OLED-svæði. Rafræni leitarinn hefur, eftir því sem við á, umfang ramma og stækkun upp á u.þ.b. 100% og 0,8×, ásamt sjónarhorni með u.þ.b. 37° hornalínu. Hann nýtir úrvalstækni Nikon í myndvinnslu og optískum aðgerðum og tryggir skýra og þægilega mynd í samanburði við þá sem optískir leitarar bjóða upp á. Einnig minni litskekkju og lágmarks augnþreytu, jafnvel á meðan lengri tökum stendur. Á hlífðarglugga augnglersins hefur jafnframt verið sett flúorhúð, sem hrindir óhreinindum á brott. Auk þess er hægt að opna <i> valmyndina í rafræna leitaranum og skoða þar og lagfæra með hraði mismunandi tökustillingar - ISO-ljósnæmi, AF-svæðisstillingu og „Picture Control“, svo dæmi sé tekið - um leið og horft er í gegnum leitarann.

5. Einstök vinnuvistfræðileg hönnun Nikon gerir notanda kleift að handleika vélina af miklu innsæi

Z 7 og Z 6 hafa fengið í arf hina einstöku virkni sem Nikon hefur þróað í áranna rás í myndavélum sínum. Handhæg húsin fara vel í hendi, og hnapparnir fyrir undirvalkostina AF-ON (kveikt á AF), ISO og leiðréttingu á lýsingu eru allir staðsettir þannig að auðvelt og þægilegt er að komast að þeim. Að auki hefur skjá verið komið fyrir efst á myndavélinni þar sem hægt er að sjá upplýsingar um stillingar, á sama hátt og gert er á hágæða stafrænum SLR-myndavélum.

6. Kvikmyndaaðgerðir á borð við 10-bita N-skrá sem bjóða upp á vítt styrkleikasvið og tímakóðun sem bregst við faglegum þörfum

Z 7 og Z 6 styðja ekki aðeins upptökur „full-frame“ 4K UHD (3840 × 2160)/30p kvikmynda með notkun þjöppunarsniðs kvikmynda á FX-sniði, heldur líka háskerpu/120p kvikmynda. 4K UHD-kvikmyndir í meiri skerpu eru mögulegar ef notaður er ítarlegur aflestur pixla.*¹ Þar að auki er hægt að nota virkt D-Lighting, rafræna titringsjöfnun og fínstillingu fókuss með 4K UHD og upptöku háskerpukvikmynda. Upprunalega N-skrá Nikon er einnig hægt að nota með 10-bita*² HDMI-úttaki. Myndavélarnar nýta sér öfluga litadýpt og tólf stoppa, 1.300% styrkleikasvið til að taka upp*³ urmul tónaupplýsinga frá yfirlýstum og skyggðum svæðum til að gera litgreininguna áhrifaríkari. Stuðningur við tímakóða gerir samhæfingu myndar og hljóðs við upptöku úr mörgum tækjum auðveldari. Þar að auki er hægt að nota innbyggðan stýrihring NIKKOR Z-linsanna til að eiga við stillingar hluta á borð við ljósop og leiðréttingu á lýsingu bæði hljóðlega og mjúklega.

*¹ Að undanskildu þjöppunarsniði kvikmynda á FX-sniði fyrir Z 7.
*² Samstillt upptaka 4K UHD-kvikmynda með 10-bita úttaki á minniskort myndavélarinnar er ekki möguleg.
*³ Kvikmyndir eru einungis teknar upp á ytri upptökubúnað, en ekki á minniskortið í myndavélinni.

7. Fyrsta innbyggða*¹ titringsjöfnunin í Nikon-myndavél, með u.þ.b. 5,0 stoppa*² skilvirkni

Z 7 og Z 6 eru útbúnar innbyggðri titringsjöfnun (VR). VR-einingin býður upp á leiðréttingu á hreyfingu eftir fimm ásum. Áhrif titringsjöfnunar jafngildir aukningu á lokarahraða upp á u.þ.b. 5,0 stopp*¹. Þessi aðgerð virkar einnig með NIKKOR F-linsum, þar á meðal þeim sem ekki eru útbúnar VR-virkni, með FTZ-millistykki fyrir festingu (selt aukalega)*³.

*¹ Í flokki myndavéla með lausar linsur.
*² Mælt samkvæmt CIPA-staðli (notuð var NIKKOR Z 24-70mm f/4 S í aðdráttarstöðunni).
*³ Leiðréttingin sem á sér stað við notkun NIKKOR-linsu með F-festingu er ekki eins mikil og við notkun NIKKOR Z-linsu.

8. Aðrir eiginleikar

• Stýrikerfi sem kemur úr stafrænum SLR-myndavélum frá Nikon býður upp á notandavænar aðgerðir á hnöppum og rofum
• Sami styrkur og sama ending og í Nikon D850-vélinni, ásamt ryk- og dropavörn, í fyrirferðarlitlu húsi
• 8 cm og u.þ.b. 2.100.000 punkta LCD-snertiskjár með hallabúnaði
• Hljóðlaus ljósmyndun eyðir titringi og suði sem opnun lokara veldur Ný aðgerð fyrir fínstillingu myndastafla*¹ gerir notanda kleift að staðfesta réttu stillingarnar eftir töku með mismunandi fókus. Með því að nota tækni fyrir fínstillingu fókuss getur einlit eftirlíking myndar sýnt hvernig dýptarskerpan mun koma út, eftir að allar myndir hafa verið sameinaðar í einn fókusstafla í eftirvinnsluhugbúnaði*²
• Hröð raðmyndataka (lengd)*³ á u.þ.b. 9 ramma á sekúndu (Z 7) og 12 ramma á sekúndu (Z 6) nær hröðum hreyfingum
• Sjálfvirk myndataka með reglulegu millibili sem gerir gerð 8K (Z 7) „Time lapse“-kvikmyndar*² mögulega
• Víkkað ljósmælingarsvið fyrir litla birtu*⁴ gerir notendum kleift að fanga senur, eins og t.d. sólsetur sem umbreytist í stjörnubjartan næturhimin, með því að nota sjálfvirka lýsingu
• Innbyggt Wi-Fi® fyrir beina tengingu við snjalltæki með því að nota SnapBridge
• Innbyggt Wi-Fi® gerir flutning mynda og kvikmynda yfir í tölvu mögulegan
• Stuðningur við fyrirliggjandi aukabúnað SLR-myndavélar, eins og t.d. þráðlausa WT-7 sendinn (fáanlegur aukalega) fyrir flutning mynda og kvikmynda á miklum hraða gegnum fast eða þráðlaust staðarnet, og þráðlausan flassbúnað sem stýrt er með útvarpsbylgjum og gerir sveigjanlega fjöl-flassljósmyndun mögulega

*¹ Er aðeins hægt að staðfesta með því að nota myndavélina sem myndirnar með mismunandi fókus voru teknar á.
*² Hugbúnaður þriðju aðila er nauðsynlegur.
*³ Raðmyndataka H (lengd) á 12-bita RAW-, JPEG- eða TIFF-sniði
*⁴ Með sjálfvirkri myndatöku með reglulegu millibili eða upptöku „Time laps“-kvikmynda með hljóðlausa ljósmyndum og ljósjöfnun virkjaða.

Þróun MB-N10 rafhlöðubúnaðarins

MB-N10 rafhlöðubúnaðurinn sem verið er að þróa mun innihalda tvær EN-EL15b endurhlaðanlegar Li-jóna rafhlöður, sem auka fjölda mögulegra skota og/eða upptökutíma kvikmynda um u.þ.b. 1,8×. Ryk- og dropavörn er sambærileg við þá í Z 7- og Z 6-vélunum. Stuðningur við USB hleðslu gegnum EH-7P straumbreytinn.

Upplýsingar um útgáfu þessarar vöru verða birtar síðar.

Viðskiptaheiti (fyrirtæki, vörur, þjónusta, o.s.frv.) eru vörumerki eða skráð vörumerki eigenda þeirra.