Nikon Imaging | Ísland | Europe

15-08-2018

Nikon D850 og AF-S NIKKOR 180-400mm f/4E TC1.4 FL ED VR fá EISA-verðlaunin 2018/2019

Amsterdam, Hollandi, 15. ágúst 2018: Það gleður Nikon að tilkynna að Nikon D850 og AF-S NIKKOR 180-400mm f/4E TC1.4 FL ED VR aðdráttarlinsan hafa verið nefndar besta „Professional DSLR Camera“ (Stafræn spegilmyndavél fyrir fagmenn) og „Professional Lens“ (Linsa fyrir fagmenn) fyrir 2018/2019. Verðlaunin, sem samtökin European Imaging and Sound Association (EISA) veita, sýna skuldbindingu Nikon um að þróa nýstárlegan búnað sem hjálpar ljósmyndurum að víkka út skapandi og tæknileg landamæri.

Umsögn EISA um Nikon D850 – handhafa verðlaunanna „Professional DSLR Camera“ fyrir árin 2018/2019

D850 er framúrskarandi og kraftmikil stafræn spegilmyndavél sem notar allan skjáinn og getur tekist á við allt sem notandinn réttir henni, sem gerir hana að áberandi sigurvegara í flokkinum „Professional DSLR Camera“ þetta árið. 45,7 megapixla BSI CMOS-flagan gerir ljósmyndurum kleift að fanga bæði kyrrmyndir í mikilli upplausn og 4K UHD-heilskjásmyndbönd. D850 getur tekið sjö ramma á sekúndu í fullri upplausn (níu með valkvæða rafhlöðugripinuð), er með sama 153-punkta sjálfvirka fókuskerfið og Nikon D5, sem gerir henni kleift að rekja myndefni á hreyfingu á áreiðanlegan hátt. Stór og bjartur optískur leitari auðveldar þér að ramma inn myndefni þitt.

Umsögn EISA um AF-S NIKKOR 180-400mm f/4E TC1.4 FL ED VR - handhafa verðlaunanna „Professional Lens“ fyrir árin 2018/2019

Fyrsta linsan frá Nikon með innbyggðan margfaldara er draumur sem er að rætast fyrir marga atvinnumenn í íþrótta- og atburðarásarljósmyndun. Með auðnotanlegum margfaldara býður hún upp á allt að 560 mm brennivídd með stærsta ljósop f/5.6. Linsan skilar skörpum myndum gegnum allt aðdráttarsviðið, jafnvel þótt þú sért að taka myndir með stærsta ljósopi. Virkur stöðugleiki hennar gerir þér kleift að taka með allt að fjórum stoppum hægari lokarahraða en myndi annars vera mögulegt. Linsan er að fullu veðurþolin með flúorhúð sem verndar frameininguna gegn vatni, ryki og óhreinindum.

EISA er samstarf á milli 55 virtustu alþjóðlegu sérfræðitímaritana fyrir notendur rafeindatækja. Þessi árlegu verðlaun fagna nýjum vörum sem koma á markaðinn sem sameina háþróuðustu tækni og ákjósanlega eiginleika með frammistöðu sem er leiðandi í sínum flokki.

Vinsamlegast heimsæktu vefsvæði EISA til að fá nánari upplýsingar: https://www.eisa.eu/

Til að fá nánari upplýsingar um margverðlaunaðar vörur Nikon vinsamlegast heimsæktu www.europe-nikon.com