Nikon Imaging | Ísland | Europe

25-07-2018

Þróun næstu kynslóðar af spegillausri myndavél með „full-frame“ og NIKKOR-linsum – með nýja festingu – sem gefur optískri frammistöðu nýja vídd

Amsterdam, Hollandi, 25. júlí 2018: Nikon er sönn ánægja að tilkynna þróun spegillausrar Nikon-myndavélar með „full-frame“ á FX-sniði og NIKKOR-linsa með nýja festingu.

Spegillausa myndavélin og NIKKOR-linsurnar sem eru í þróun hafa gert okkur kleift að leita að nýrri vídd á optískri frammistöðu, með tilkomu nýrrar festingar. Spegillausa myndavélin er afrakstur háþróaðrar getu Nikon á sviði ljóstækni og framleiðslu, sem við höfum öðlast við að hafa starfað í meira en öld, sem og framúrskarandi myndvinnslutækni okkar. Sérfræðiþekkingin sem hefur komið til vegna þróunar á stafrænum SLR-myndavélum Nikon hefur einnig átt mikinn þátt í þessari þróun.

Með nýju spegillausu myndavélinni og NIKKOR-linsunum höfum við einsett okkur að veita ljósmyndurum getu til að fanga skýrari og líflegri myndir en nokkru sinni fyrr.

Einnig er verið að þróa nýtt millistykki fyrir festingu á nýju spegillausu myndavélina. Það mun henta fyrir NIKKOR-linsur með F-festingu, sem eru hluti af stafræna SLR-kerfinu frá Nikon, og bætist þar með við fjölbreytt úrval sem ljósmyndurum stendur til boða.

Nikon mun halda áfram að vera leiðandi í ljósmyndaheiminum með tilkomu nýju spegillausu myndavélarinnar, og jafnframt með áframhaldandi þróun á stafrænum SLR-myndavélum frá Nikon, sem gefur neytendum val til að nýta sér einstaka eiginleika þessara kerfa.

Sérstakt myndefni sem tengist þessari vöru má skoða hér. Fylgstu með til að sjá meira efni sem er væntanlegt.

Nánari upplýsingar, svo sem útgáfudagsetning og ráðlagt smásöluverð, verða veittar síðar.

Frekari upplýsingar um margverðlaunaðar vörur Nikon má finna á www.europe-nikon.com