Nikon Imaging | Ísland | Europe

28-06-2018

Nikon kynna MONARCH HG sjónauka með 30 mm þvermáli

Amsterdam, Hollandi, 28. júní 2018: Nikon kunngera í dag um viðbót léttra og fyrirferðarlítilla gerða með 30 mm þvermál (8x30 og 10x30) við MONARCH HG línuna - háþróuðustu línu í sögu MONARCH-sjónauka.

Gerðin með 30 mm þvermálinu er bæði fyrirferðarlítil og létt, með hús úr magnesíumblendi sem vegur aðeins um 450 g. Hún býður upp á skarpa og skýra sýn alla leið út á jaðarinn og viðheldur breiðu sjónsviði með náttúrulegri litanákvæmni - hvort tveggja eiginleikar MONARCH HG gerðarinnar með 42 mm þvermálið, en í minna húsi.

Eins og með aðrar gerðir í MONARCH HG línunni hafa þessir nýju sjónaukar upp á að bjóða sömu rennilegu hönnunina og skila sömu góðu frammistöðunni. Breitt sýnilegt sjónsvið sjónaukans (60,3° fyrir 8x30 og 62,2° fyrir 10x30) býður upp á tilkomumikla sýn á meðan sviðsfletjandi linsukerfi tryggir skarpa og skýra sýn alla leið að jaðri linsunnar. Notkun glers með afar lítilli dreifingu (ED) leiðréttir litbjögun sem getur valdið litrákun til að ná mynd með miklum birtuskilum og hárri upplausn.

Hágæða fjölhúðun er borin á allar linsur og prismu. Einangrandi prisma-húðun í mörgum lögum og með miklu endurkasti og húðun með fasaleiðréttingu eru notaðar við þakprismu, sem sameinast um að ná bjartri sýn með allt að 92 prósent gegnhleypni ljóss eða meira, ásamt náttúrulegri litanákvæmni.

Fyrirferðarlitla húsið úr magnesíumblendi býður upp á vatnshelda/móðuhelda frammistöðu (allt að 5 m í 10 mín.). Þessi mikla frammistaða kemur í veg fyrir móðumyndun inni í optíska kerfinu, jafnvel í lágþrýstingsumhverfi í allt að 5.000 m yfir sjávarmál.

Þessari nýju gerð fylgir hálsól sem dregur úr álagi á háls notandans og hálfstíf taska til að vernda sjónaukann í flutningum. MONARCH HG sjónaukar frá Nikon með 30 mm þvermál eru upplagðir fyrir áhugafólk um fugla- og náttúruskoðun, jafnt sem þá sem njóta annars konar athafna utandyra og vilja ekki hafa mikinn farangur.

Helstu eiginleikar

• Breitt sýnilegt sjónsvið (60,3° fyrir 8x30 og 62,2° fyrir 10x30). Um leið og breitt sjónsvið er gert að raunveruleika tryggir sviðsfletjandi linsukerfið skarpa og skýra sýn alla leið að linsujaðrinum
• Gler með afar lítilli dreifingu (ED) leiðréttir litbjögun sem veldur litrákun og nær mynd með miklum birtuskilum og hárri upplausn
• Hágæða fjölhúðun er borin á allar linsur og prismu um leið og einangrandi prisma-húðun í mörgum lögum og með miklu endurkasti er notuð á þakprismu, sem nær bjartri sýn með allt að 92 prósent gegnhleypni ljóss eða meira og náttúrulegri litanákvæmni
• Húðuð þakprismu með leiðréttingu tryggja hágæða upplausn og birtuskil
• Húðun sem ekki er hægt að klóra í er notuð á fleti hlutlinsu og augnglers
• Mikil augnfjarlægð tryggir skýrt sjónsvið, jafnvel fyrir þá sem nota gleraugu
• Gler án blýs og arseniks er notað í allar linsur og prismu
• Snúa-og-renna gúmmí utan um augngler með fjölþrepa smellistillingu auðveldar staðsetningu augans í réttri augnstöðu
• Hringlæsingarkerfi stillibúnaðar sjónleiðréttingar kemur í veg fyrir óviljandi snúning
• Sterkbyggt, létt hús úr magnesíumblöndu (u.þ.b. 450 g)
• Yfirburðaframmistaða vatnsheldni/móðuheldni með niturfylltu húsi sem stenst vatnsþrýsting á allt að 5 m dýpi í 10 mínútur og kemur í veg fyrir móðumyndun inni í optíska kerfinu, jafnvel í lágþrýstingsumhverfi í allt að 5.000 m yfir sjávarmáli
• Hálsól sem er mjúk viðkomu
• Lok á hlutlinsu eru viðfest til að koma í veg fyrir að þau tapist. Lausir gúmmíhringir um hlutgler án loka fylgja með og er hægt að skipta um í samræmi við notkun
• Valkvætt millistykki fyrir þrífót auðveldar tengingu við þrífót [TRA-3/millistykki H (hörð gerð)]