Nikon Imaging | Ísland | Europe

14-06-2018

Nikon kynnir næsta skerf í þróun AF-S NIKKOR 500mm f/5.6E PF ED VR

Ný aðdráttarlinsa með fastri brennivídd sem er einstaklega lipur og býður upp á mikil optísk afköst

Amsterdam, Hollandi, 14. júní 2018: Nikon kynnir í dag næsta skref í þróun AF-S NIKKOR 500mm f/5.6E PF ED VR – öflugrar aðdráttarlinsu með fastri brennivídd sem er samhæf við stafrænar SLR-myndavélar á FX-sniði frá Nikon.

Afkastamikla AF-S NIKKOR 500mm f/5.6E PF ED VR linsan er talsvert minni og léttari en aðrar með sambærilegri brennivídd. Þetta er vegna þess að notast var við sömu gerð af hlutaskiptri Fresnel-einingu og í AF-S NIKKOR 300mm f/4E PF ED VR-linsunni, sem kom á markað í janúar 2015. Þessi fyrirferðarlitla linsa gerir fríhendis myndatöku leikandi létta og sökum þess hve handhæg hún er er hægt að nota hana við fjölmargar aðstæður, bæði við myndatöku á íþróttaviðburðum þar sem myndefnið er á miklum hraða og við myndatökur af óútreiknanlegum villtum dýrum.

Upplýsingar um markaðssetningardag og leiðbeinandi smásöluverð verða veittar síðar.

Um hlutaskipta Fresnel-linsueiningu (PF) frá Nikon

Hlutaskipta Fresnel-linsueiningin (PF), sem hönnuð var af Nikon, veitir framúrskarandi leiðréttingu á litskekkju þegar hún er notuð með hefðbundinni linsueiningu úr gleri. Með því að nota hlutaskipta Fresnel-linsueiningu er hægt að draga verulega úr umfangi og þyngd linsuhússins með færri linsueiningum.