Nikon Imaging | Ísland | Europe

22-06-2018

Við minnumst ævi og verka David Douglas Duncan

Okkur tók afar sárt að frétta af andláti hins virta bandaríska fréttaljósmyndara David Douglas Duncan. Allt starfsfólk Nikon syrgir þennan kæra vin og samstarfsmann og vottar aðstandendum hans og ástvinum innilega samúð.

Sem ljósmyndari á átakasvæði var Duncan við myndatökur á vettvangi á Kyrrahafinu í seinni heimsstyrjöldinni, í Kóreustríðinu og í Víetnamstríðinu. Ferill hans var því langur og myndir hans birtust í The New York Times, tímaritinu LIFE og fjölmörgum öðrum blöðum og tímaritum. Fyrir utan myndatökur á vígvöllum er hann rómaður fyrir andlitsmyndirnar sem hann tók af Pablo Picasso.

Dálæti Duncan á myndtækni okkar varð til þess að gera Nikon og NIKKOR þekkt nöfn um allan heim, og fyrir það verðum við honum ævinlega þakklát. Hann átti frábært samstarf við Nikon frá upphafi ferilsins og við leiðarlok þökkum við og virðum ómetanlegt framlag hans til blaðamennsku á 102 ára ævi.

Við sendum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans og heiðrum þennan dásamlega vin og félaga, sem við höfum deilt með jafnt gleðistundum sem sorgartímum alla síðustu öld. Minning hans lifir í hjörtum Nikon-fjölskyldunnar um ókomna tíð.