Nikon Imaging | Ísland | Europe

19-04-2018

Nikon vinnur til fernra TIPA World-verðlauna árið 2018: D850, D7500, COOLPIX W300 og AF-S NIKKOR 180-400mm f/4E TC1.4 FL ED VR

Amsterdam, Hollandi, 19. apríl 2018: Nikon er mikil ánægja að tilkynna að fjórar af vörum þess hafa hlotið hin virtu TIPA World-verðlaun árið 2018, kostuð af TIPA-samtökunum (Technical Image Press Association), sem eru alþjóðlega viðurkennd samtök sérfræðinga á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu. Nikon D850 vann til verðlauna sem „Besta DSLR-myndavélin fyrir fagaðila", Nikon D7500 vann til verðlauna sem „Besta D-SLR-myndavélin með APS-C-skynjara fyrir fagmenn", AF-S NIKKOR 180-400mm f/4E TC1.4 FL ED VR var kosin „Besta linsan fyrir fagaðila“ og COOLPIX W300 vann til verðlauna sem „Besta sterkbyggða myndavélin".

Umsagnir TIPA um Nikon D850 - handhafa verðlaunanna „Besta DSLR-myndavélin fyrir fagaðila“

Nikon D850 sameinar allt það sem á þarf að halda til að skarta titlinum „Besta D-SLR-myndavélin fyrir atvinnumenn“. Með 45,7 megapixla BSI CMOS-flögu og EXPEED 5 örgjörva fangar D850-myndavélin allt að 9 ramma á sekúndu (með því að nota fjölvirka rafhlöðubúnaðinn MB-D18 (aukabúnaður) með EN-EL18B rafhlöðunni sem notuð er í D5) fyrir 51 mynd í röð á 14-bita NEF-sniði. Fókusinn er hraður, með 99 krossnemum og sérstökum AF örgjörva sem getur fangað myndir við birtu allt niður í -4EV. Húsið er úr sterkri magnesíumblöndu og kolefnistrefjum með góðri ryk- og vatnsheldni. Rafhlöðuendingin dugar fyrir 1840 myndir í fullri upplausn eða 70 mínútna myndskeið í háskerpu á einni hleðslu. 

Umsagnir TIPA um Nikon D7500 – handhafa verðlaunanna „Besta D-SLR-myndavélin með APS-C-skynjara fyrir fagmenn“

Vélin er einkum ætluð ljósmyndurum sem vilja nýta sér hið mikla úrval Nikon af linsum og sérþekkingu í ljósmyndun á verði sem flokka má sem miðlungsverð. D7500 á DX-sniði með 20,9 megapixlum gefur ljósmyndaranum kleift að hafa stjórn á hinum mörgu vel úthugsuðu eiginleikum og möguleikum til myndatöku með vél sem sameinar eiginleika sem henta bæði atvinnumönnum og leikmönnum. Myndavélin skilar frábærum afköstum við litla birtu, rafhlöðuending er sérlega góð og vélin er búin hreyfanlegum 3,2 tommu LCD-snertiskjá. ISO-valkostir eru á bilinu 100–51.200, mesti lokarahraði er 1/8000 úr sekúndu og rammatíðni við fulla upplausn er 8 rammar á sekúndu. Vélin býr yfir ýmsum háþróuðum valkostum sem gera ljósmyndurum kleift að nýta sér fjölbreytilega möguleika til myndatöku.

Umsagnir TIPA fyrir AF-S NIKKOR 180-400mm f/4E TC1.4 FL ED VR - handhafa verðlaunanna „Besta linsan fyrir fagaðila“ 

Ímyndaðu þér linsu með innbyggðum 1,4X-margfaldara, allt að 4 stopp með titringsjöfnun, háþróuð ryk- og rakavörn, innra fókuskerfi og hægt að lengja brennivíddina (að hámarki 400 mm til 560 mm, eða allt að 840 mm á myndavél með DX-sniði) með einum rofa. Linsan er hönnuð fyrir íþróttaljósmyndara, náttúru- og dýralífsljósmyndara og ljósmyndun viðburða. Hámarksmyndgæðum er náð hvað varðar gegnumstreymi ljóss og jaðarmyndgæði þar sem margfaldarinn er innbyggður í linsuna. Þegar linsan er notuð með fullkomnum Nikon-myndavélum á borð við D850-vélina er hægt að nota jaðarinn sem krossnema, sem eykur enn á hraða og gæði greiningar myndefnisins.

Umsagnir TIPA um COOLPIX W300 frá Nikon – handhafa verðlaunanna „Besta sterkgerða myndavélin“

Útivistar- og ævintýraljósmyndarar geta tekið Nikon COOLPIX W300 með sér hvert sem þeir fara því að þeir vita sem er að hún þolir allt. COOLPIX W300 er vatnsvarin¹ niður að 30 metra dýpi, frostvarin² niður í -10 °C, höggvarin³ og rykvarin. Vélin getur tekið 4K-myndskeið og 16 MP ljósmyndir, ásamt „time-lapse“-kvikmyndum. 5X optískur aðdráttur með samsettri titringsjöfnun Nikon eykur enn á möguleika til myndatöku og hægt er að taka 4K UHD-myndskeið með víðómshljóði. Ennfremur er hægt að deila öllum aðgerðum með Bluetooth og innbyggðu Wi-Fi gegnum SnapBridge-forritið. COOLPIX W300 er sömuleiðis gagnlegur ferðafélagi þar sem vélin er með innbyggðu GPS, eCompass, hæðarmæli, dýptarmæli og meira að segja loftþrýstings- og vatnsþrýstingsmæli.

Verðlaunin voru veitt fyrir vörur á sviði ljósmyndunar og myndvinnslu sem komu á markað frá 1. apríl 2017 til 31. mars 2018 í ýmsum flokkum eftir kosningu ritstjóra virtra tímarita á sviði myndavéla og ljósmyndunar um allan heim.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði TIPA-verðlaunanna www.tipa.com

¹ Vatnsvarin: uppfyllir prófunarskilyrði Nikon sem samsvara JIS/IEC-varnarflokki 8 (IPX8). Mögulegt er að taka myndir á allt að 30 m dýpi í u.þ.b. 60 mínútur
² Frost-/rykvarin: uppfyllir prófunarskilyrði Nikon sem samsvara JIS/IEC-varnarflokki 6 (IPX6)
³ Höggvarin: uppfyllir prófunarskilyrði Nikon sem samsvara MIL-STD 810F Method 516.5-Shock (látin falla úr 240 cm hæð á 5 cm þykkan krossvið)