Nikon Imaging | Ísland | Europe

15-05-2018

Nikon kynna COOLSHOT PRO STABILIZED leysifjarlægðarmæli fyrir golfara

Amsterdam, Hollandi, 15. maí 2018: Nikon tilkynna í dag að COOLSHOT PRO STABILIZED leysifjarlægðarmæli fyrir golfara hafi verið hleypt af stokkunum - þessi vara, sem er í fararbroddi, er nýja og endurbætta gerðin af COOLSHOT 80 línunni.

COOLSHOT PRO STABILIZED umlykur titringsjöfnunaraðgerðina úr COOLSHOT 80 línunni í minna og léttara húsi. Hann inniheldur rauðan innri OLED-skjá með sjálfvirkri stillingaraðgerð sem auðvelt er að horfa í gegnum og sem fínstillir birtu skjásins í samræmi við ljósmagnið í umhverfinu. Tími mælingarsvörunar er styttur í u.þ.b. 0,3 sekúndur. Húsið er með vatnshelda og móðuhelda byggingu sem veitir vörn gegn óvæntri rigningu og vatnsskvettum.

COOLSHOT PRO STABILIZED inniheldur einnig „Raunfjarlægðarvísi“ - ljósdíóðuljós framan á tækinu sem leiftrar græn þegar raunfjarlægðarstilling er í notkun. Þar af leiðandi er hægt að nota hann í opinberum keppnum* þegar fjarlægðarmælingartæki eru leyfð, þar sem hann gefur skýrt til kynna að mælingaraðgerðinni halli/lækkun (ID-tækni) hafi ekki verið beitt.

COOLSHOT frá Nikon tekur af alla óvissu um fjarlægðina og gefur notandanum meiri tíma til að taka mikilvægar ákvarðanir og einbeita sér að hverju skoti.

Öllu sem þú býst við af leysifjarlægðarmæli fyrir golfara hefur verið safnað saman í COOLSHOT PRO STABILIZED. Með bættri nothæfi sinni og auðveldri mælingu er hann tilvalinn fyrir bæði þá sem eru að nota leysifjarlægðarmæli fyrir golfara í fyrsta sinn og þá sem hafa ekki verið fullkomlega ánægðir með hefðbundna leysifjarlægðarmæla.

*Athugaðu reglur á staðnum áður en þú notar COOLSHOT í opinberri keppni.

COOLSHOT PRO STABILIZED

Rauður innri skjár
*Eftirhermd mynd

Helstu eiginleikar

· Mælingarsvið: 7,5-1.090 m
· STABILIZED-aðgerð er notuð til að auðvelda mælingu að fjarlægri flaggstöng um leið og dregið er úr titringi af völdum handahreyfinga. Áhrif titringsjöfnunar: Titringur myndarinnar í leitaranum af völdum handahreyfinga (sínuslaga bylgjur) er minnkaður í um það bil 1/5 eða minna¹.
· Rauður innri OLED-skjár gerir skoðun auðveldari við allar aðstæður mögulega. Sjálfvirk birtustillingaraðgerð fínstillir birtu skjásins í samræmi við magn birtunnar í umhverfinu.
· Hröð og stöðug mælingarsvörun burtséð frá fjarlægð - HYPER READ hefur þróast mikið og birtir mælingarniðurstöður á u.þ.b. 0,3 sekúndum.
· Grænlýst LOCKED ON-tækni²: LOCKED ON-merki logar grænt og upplýsir þig um fjarlægðina að næsta viðfangsefni. Þegar mæld eru viðfangsefni sem skarast er fjarlægðin að viðfangsefninu sem er næst birt með LOCKED ON-merki í leitaranum. Til dæmis á golfvelli sést það greinilega að fjarlægðin að flaggstönginni hefur verið mæld, jafnvel með trén í bakgrunni.
· Golfstilling birtir fjarlægð sem er aðlöguð út frá halla (lárétt fjarlægð ± hæð) sem er leiðbeinandi um hversu langt þú ættir að slá kúluna og gagnleg þegar golf er leikið á velli með brekkum – ID-tækni (halli/lækkun).
· Raunfjarlægðarvísir er notaður til að gefa til kynna að mælingaraðgerðinni halli/lækkun (ID-tækni) sé ekki beitt. Þegar raunfjarlægðarstilling er notuð blikkar vísirinn grænn á meðan kveikt er á tækinu. Áhorfendur geta auðveldlega staðfest að mælingaraðgerðin halli/lækkun (ID-tækni) sé ekki notuð. Einnig er hægt að slökkva á Raunfjarlægðarvísinum.
· Forgangshamur fyrsta viðfangs er notaður. Þegar mæld eru viðfangsefni sem skarast er fjarlægðin að næsta viðfangsefni birt - gagnlegt þegar leikið er golf til að mæla fjarlægðina að flaggstönginni á flötinni með skóginn í bakgrunni.
· Birtingarskref fjarlægðarmælingar: 0,5 m
· Stök eða samfelld mæling (í allt að 8 sekúndur)
· Hágæða 6x sjónauki með einu gleri og fjölhúðun sem gefur bjartar myndir
· Stór augngler til að auðvelda skoðun (18 mm)
· Breitt sjónsvið (7,5 gráður)
· Löng hönnun augnfjarlægðar gerir skoðun auðveldari fyrir þá sem eru með gleraugu
· Hægt er að stilla sjónleiðréttingu
· Fyrirferðarlítil hönnun húss svo auðvelt sé að halda á honum
· Vatnsheldur og móðuheldur
· Breitt hitaþol: -10°C til +50°C

¹ Byggt á mælingarstöðlum Nikon.
² Stakar mælingar: Þegar mæld eru viðfangsefni sem skarast er fjarlægðin að viðfangsefninu sem er næst birt, LOCKED ON-merkið birtist. Stöðug mæling: Þegar birtar tölur skipta yfir í viðfangsefni sem er nær birtist LOCKED ON-merkið.