Nikon Imaging | Ísland | Europe

30-05-2018

Tískustraumar í brúðkaupsljósmyndun 2018 afhjúpaðir

Nikon gefur út útlitsbók með brúðkaupsljósmyndum sem sýnir spár fremstu ljósmyndara og áhrifavalda um alla Evrópu um væntanlega tískustrauma

Amsterdam, Hollandi, 30. maí 2018: Í kjölfar stofnunar brúðkaupsljósmyndarasamtaka Nikon Europe árið 2017 afhjúpar Nikon fyrstu útlitsbókina með brúðkaupsljósmyndum – myndskreyttan leiðarvísi um hefðbundna, núverandi og nýja strauma – sem hópur fremstu brúðkaupsljósmyndara og áhrifavalda Nikon um alla Evrópu hefur tekið saman.

Samtökin hafa spáð fyrir um þrjá nýja strauma í brúðkaupsljósmyndun fyrir árið 2018, út frá sínum eigin myndamöppum og með því að nýta margra ára reynslu sína, sem þau telja að muni aukast í vinsældum á næstu árum. Myndatökur við ljósaskiptin og uppstilltar ljósmyndir verða alltaf sígildar en samtökin spá því að þrír lykilstraumar muni ná auknum vinsældum í vor og þar á eftir.

Mynd í „tískustíl“, tekin af Ross Harvey með D750 og AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G

Mynd í „einföldum stíl“ tekin af Nadia Meli með D750 og AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G

Tískustíll

Stíllinn er innblásinn af ritstjórnargreinum um hátísku og brúðarkjólahönnun og samtökin búast við því að fleiri pör muni gefa brúðkaupsmyndunum sínum sterkari svip. Þar sem brúðurin klæðist sérhönnuðum kjól vill hún líka að myndirnar beri mark um „hátísku“ – og fjarlægist þar hefðbundnari og uppstilltar myndir sem hafa verið vinsælar hér áður.

Einfaldur stíll

Sumir ljósmyndastílar hafa verið ofnotaðir, allt frá því að einblínt er á of mörg smáatriði til of mikillar notkunar á brúðkaupsleikmunum. Samtökin búast við því að þetta muni valda algjörri „endurstillingu“ í tískustraumum. Samtökin spá því að árið 2018 muni einhver pör einbeita sér að grunnatriðunum með því að taka sígildar ljósmyndir sem leggja áherslu á einfaldleika, hreinleika og hófsemi.

Aðeins fagaðilar

Nú á dögum þegar samfélagsmiðlar eru orðnir stór hluti af daglegu lífi okkar sjá samtökin dæmi um að pör biðji gesti um að taka ekki myndir af athöfninni og deila þeim. Í samræmi við það sjá samtökin fram á aukna þörf á brúðkaupsljósmyndun frá atvinnumönnum þar sem ljósmyndaranum er gert kleift að fanga hvert augnablik og hverja tilfinningu á einfaldari og náttúrulegri hátt því gestirnir veita parinu óskipta athygli.

Mynd í stílnum „Aðeins fagaðilar“, tekin af Chloé Lapeyssonnie með D750 og AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8G ED

Mynd í „einföldum stíl“ tekin af Simona Smrčková og Kamil Saliba með D750 and AF-S NIKKOR 85mm f/1.8G

Útlitsbók brúðkaupsljósmyndarasamtaka Nikon Europe er myndskreytt með frábærum myndum úr raunverulegum brúðkaupum sem eru teknar á Nikon-myndavél með NIKKOR-linsum. Ásamt spám um væntanlega tískustrauma deildu samtökin uppáhalds hefðbundnu og núverandi straumunum sínum í brúðkaupsljósmyndum viðskiptavina sinna, þ.m.t. skapandi notkun á flassi, birtuskilum og sögustíl.

Myndunum fylgja einnig hagnýtar ábendingar og ráð fyrir upprennandi og starfandi brúðkaupsljósmyndara um hvernig hægt er að endurskapa þessa ljósmyndastíla.

Þegar franski brúðkaupsljósmyndarinn Chloé Lapeyssonnie var spurð út í þátttöku sína við gerð útlitsbókar brúðkaupsljósmyndarasamtaka Nikon Europe sagði hún: „Ég hef verið viðstödd hundruð brúðkaupa í gegnum árin og hef séð með mínum eigin augum hvernig brúðkaupsljósmyndun heldur áfram að þróast. Ég vona að straumarnir sem við höfum greint með Nikon muni hvetja ljósmyndara til að halda áfram að skora á sig og finna nýjar leiðir við myndatöku, ásamt því að sýna upprennandi ljósmyndurum hvernig hægt er að taka brúðkaupsmyndir á svo marga ólíka vegu. Það er búið að vera frábært að vinna með hinum ljósmyndurunum og áhrifavöldunum hjá Nikon og að sameina reynslu okkar og þekkingu.“

Hægt er að nálgast útlitsbókina á netinu á vefsvæði Nikon Europe: útlitsbók með brúðkaupsljósmyndum og frekari upplýsingar um brúðkaupsljósmyndarasamtök Nikon Europe má finna hér.

Búnaður frá Nikon sem er sýndur í útlitsbókinni:

Myndavélarhús
• D850
• D750

Linsur
• AF-S NIKKOR 35mm f/1.4G
• AF-S NIKKOR 50mm f/1.4G
• AF-S NIKKOR 20mm f/1.8G ED
• AF-S NIKKOR 28mm f/1.8G
• AF-S NIKKOR 85mm f/1.8G
• AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8G ED

Flass
• SB-700 flass