Nikon Imaging | Ísland | Europe

01-04-2018

NIKON OG NOOR VINNA SAMAN AÐ HEIMILDA- OG FRÉTTALJÓSMYNDUM OG NÁMSKEIÐUM ÁRIÐ 2018

Amsterdam, Hollandi, 1. apríl 2018: Nikon og NOOR taka höndum saman á ný árið 2018 til að hjálpa heimildaljósmyndurunum frá Amsterdam að segja sögurnar sem þurfa að heyrast. Nikon útvegar myndavélar og linsubúnað fyrir langtímaverkefni NOOR sem varpa ljósi á orsakir alþjóðlega mikilvægra málefna. Þessi samvinna kynnir sérþekkingu þeirra einnig fyrir upprennandi heimildaljósmyndurum um alla Evrópu í gegnum Nikon-NOOR skólann.

Loftslagsbreytingar er eitt af hópverkefnum NOOR sem studd eru af Nikon. Verkefnið er í tveimur hlutum sem kallast „Afleiðingar“ og „Lausnir“ og fjallar um vandamál sem stafa af umhverfisbreytingum og hækkandi sjávarmáli. Hópverkefnið þeirra, Nútímaþrælahald, rannsakar mansal og þrælahald um allan heim sem er enn við lýði.

Nikon-NOOR skólinn hóf vorönnina 2018 með námskeiðum í Póllandi, Svíþjóð og Belgíu og frekari dagsetningar verða kynntar síðar á árinu. Hvert námskeið rúmar 15 þátttakendur á hverjum stað sem starfa náið með leiðandi fréttaljósmyndurum til að bæta myndamöppurnar sínar. Þátttakendur fá aðstoð við að bæta uppröðun mynda og frásagnir í gegnum myndir og þeir læra nauðsynlega færni til að vinna á vettvangi og selja sögurnar sínar. Kennarar frá NOOR veita innsýn í verk sín um allan heim sem fjalla um samfélagsbreytingar, átök og umhverfismál. Nikon styrkir skólann til að tryggja að þátttakendur þurfi ekkert að greiða fyrir kennsluna, hvetja hæfileikaríka, unga heimildarljósmyndara og ýta undir starfsframa þeirra.

Michel du Croix, framkvæmdastjóri deildarinnar fyrir upplifun viðskiptavina hjá Nikon í Evrópu, sagði:

„Nikon er stolt af framlaginu sem samstarfið við NOOR skilar við umfjöllun um mikilvæg málefni og við að veita nýrri kynslóð ljósmyndara innblástur í gegnum Nikon-NOOR skólann. Við erum staðráðin í að gefa af okkur til ljósmyndunarsamfélagsins með því að styðja við heillandi og umhugsunarverða heimilda- og fréttaljósmyndun og deila sérþekkingu með upprennandi fréttaljósmyndurum.“

Frekari upplýsingar er að finna á:

http://noorimages.com/announcing-the-2018-nikon-noor-academy-masterclasses/