Nikon Imaging | Ísland | Europe

06-03-2018

Nikon kynna MONARCH 3000 STABILIZED leysifjarlægðarmæli

Amsterdam, Hollandi, 6. mars 2018: Nikon kynna með ánægju inn á markaðinn MONARCH 3000 STABILIZED leysifjarlægðarmæli - nýja, endurbætta gerð af MONARCH 7i VR leysifjarlægðarmælinum.

Rauður innri skjár

MONARCH 3000 STABILIZED er með minna og léttara hús sem notar titringsjöfnunaraðgerð og inniheldur núna framlengda hámarksmælingarfjarlægð, 2.740 metra¹, til að styðja við mælingu á löngu færi.

Birtukerfi nýja, rauða, auðskoðanlega innri skjásins notar sjálfvirka stillingaraðgerð sem fínstillir sjálfkrafa birtu skjásins í samræmi við magn birtunnar í umhverfinu.

Mælingarsvörun MONARCH 3000 STABILIZED er hröð og stöðug burtséð frá fjarlægð að markinu. Hið háþróaða HYPER READ er notað og það birtir mælingarniðurstöður á u.þ.b. 0,3 sekúndum sem þýðir streitulausar, hraðar mælingar fást án þess að missa af mikilvæga augnablikinu. Húsið er með vatnshelda og móðuhelda byggingu sem veitir vörn gegn óvæntum vatnsskvettum, óviljandi falli niður í vatn og skyndilegum veðrabreytingum.

Mælt er með MONARCH 3000 STABILIZED, með sína auknu nothæfni og mælingargetu, fyrir bæði þá sem eru að nota lausan leysifjarlægðarmæli í fyrsta sinn og fyrir núverandi notendur sem krefjast meira af núverandi gerðum sínum. Allt sem notendur þurfa í lausum leysifjarlægðarmæli, svo sem skjá sem auðveldara er að skoða, hraðri svörun og lítil fyrirferð, er þjappað saman í MONARCH 3000 STABILIZED.

Helstu eiginleikar

• Mælingarsvið: 7,3-2.740 m¹.
• STABILIZED-aðgerð er notuð til að auðvelda mælingu á fjarlægari, minni skotmörkum á meðan dregur úr titringi af völdum handahreyfinga.
• Áhrif titringsjöfnunar: Titringur myndarinnar í leitaranum af völdum handahreyfinga (sínuslaga bylgjur) er minnkaður í um það bil 1/5 eða minna².
• Rauður innri skjár gerir auðveldari skoðun við allar aðstæður mögulega. Sjálfvirk birtustillingaraðgerð fínstillir birtu skjásins í samræmi við magn birtunnar í umhverfinu.
• Hröð og stöðug mælingarsvörun burtséð frá fjarlægð - HYPER READ hefur þróast mikið og birtir mælingarniðurstöður á u.þ.b. 0,3 sekúndum.
• Auðveldlega er hægt að skipta á milli skjástillingar fyrir lárétta fjarlægð og skjástillingar fyrir raunverulega fjarlægð - ID-tækni (halli/lækkun)
• Skiptikerfi fyrir forgang viðfangs til að mæla myndefni sem skarast
• Forgangsstilling fyrsta viðfangs birtir fjarlægðina að næsta myndefni - gagnlegt þegar verið er að mæla fjarlægðina að myndefni fyrir framan bakgrunn sem skarast.
• Stilling forgangs á fjarlægt viðfang birtir fjarlægð að því myndefni sem lengst er í burtu - gagnlegt á skógi vöxnum svæðum.
• Birtingarskref fjarlægðarmælingar: 0,1 m
• Stök eða samfelld mæling (í allt að 8 sekúndur)
• Hágæða 6x sjónauki með einu gleri og fjölhúðun sem gefur bjartar myndir
• Stór augngler til að auðvelda skoðun (18 mm)
• Breitt sjónsvið (7,5 gráður)
• Löng hönnun augnfjarlægðar gerir skoðun auðveldari fyrir þá sem eru með gleraugu
• Hægt er að stilla sjónleiðréttingu
• Fyrirferðarlítil hönnun húss svo auðvelt sé að halda á honum (þyngd 180 g)
• Vatnsheldur niður á 1 m í 10 mínútur og móðuheldur, en ekki hannaður fyrir notkun á kafi í vatni. Rafhlöðuhólfið er regnhelt.
• Breitt hitaþol: -10˚C til +50˚C


¹ Viðmiðunargildi. Samkvæmt mælistærðarskilyrðum Nikon.
² Byggt á mælingarstöðlum Nikon.