Nikon Imaging | Ísland | Europe

09-01-2018

NIKON EYKUR ÚRVAL AÐDRÁTTARLINSA FYRIR ATVINNULJÓSMYNDARA Á SVIÐI ÍÞRÓTTA OG DÝRALÍFS

Amsterdam, Hollandi, 9. janúar 2018: Nikon kynnir AF-S NIKKOR 180–400mm f/4E TC1.4 FL ED VR, fyrstu aðdráttarlinsuna í NIKKOR-línunni sem er með innbyggðum 1,4x margfaldara. Þessi aðdráttarlinsa skilar skerpu og stöðugleika í hvert skipti og nær 560 mm aðdrætti á því andartaki sem atburðarásin krefst þess.

Allt frá íþróttaleikvanginum upp á efsta tind fjallsins gefur AF-S NIKKOR 180–400mm f/4E TC1.4 ljósmyndurum ávallt færi á að ná forskoti hvar sem þeir eru að störfum. Áreiðanlegur og vel staðsettur rofi gerir margfaldarann auðveldan og þægilegan í notkun. Ljósmyndarar geta aukið 180–400 mm (f/4) brennivíddarsviðið í 560 mm (f/5,6) án þess að sleppa takinu á myndavélinni eða líta af leitaranum. Háþróuð optísk hönnunin tryggir að ljósmyndarar geta aukið aðdráttinn án þess að draga úr skerpu. Þá býður titringsjöfnun (VR) Nikon upp á fjögurra stoppa forskot, jafnvel þegar kveikt er á margfaldaranum. Með SPORT VR er auðvelt að fylgja myndefni eftir á miklum hraða og háþróaður sjálfvirkur fókus tryggir framúrskarandi getu til að ná fókus. Meðal aukinna þæginda í notkun má nefna að hefðbundinni staðsetningu aðdráttar- og fókushringjanna hefur verið snúið við til að bæta jafnvægið og linsueining úr flúoríti stuðlar að því að halda þyngdinni í lágmarki.

Dirk Jasper, markaðsstjóri hjá Nikon Europe, segir: „Þessi aðdráttarlinsa var smíðuð til að koma til móts við kröfur atvinnuljósmyndara á sviði íþrótta og dýralífs, sem leggja mikið á sig til að ná frábærri mynd. Framfarir í optískri tækni hafa það í för með sér að nú getum við boðið upp á meiri fjölhæfni og aukinn aðdrátt án þess að það komi niður á þyngd og frammistöðu. Ekki þarf að skipta eins oft á milli linsa, sem fækkar glötuðum tækifærum á vettvangi.“

Helstu eiginleikar

- Innbyggður 1,4x margfaldari: Hægt er að auka 180–400 mm (f/4) brennivíddarsviðið upp í 560 mm (f/5,6).
- Skerpa við hvaða lengd sem er: Auknir kostir felast í samfelldri skerpu yfir allt aðdráttarsviðið, jafnvel þegar myndað er með stærsta ljósopi.
- Stöðugleiki á miklum hraða: VR býður upp á lokarahraða sem er allt að fjórum stoppum hægari en annars væri gerlegt.¹ SPORT VR fylgir myndefni eftir á miklum hraða.
- Með á nótunum í hvert skipti: Með háþróuðum sjálfvirkum eltifókus er hægt að fylgja myndefni eftir á miklum hraða. Rafsegulstýrð ljósopsþynna eykur nákvæmni lýsingar við háa rammatíðni.
- Tilbúin á vettvangi: Allir hreyfanlegir hlutar í linsuhylkinu eru fullkomlega veðurheldir. Flúorhúðun hrindir sérlega vel frá sér vatni, ryki og óhreinindum án þess að rýra myndgæðin.

¹ Samkvæmt CIPA-stöðlum