Nikon Imaging | Ísland | Europe

22-11-2017

Kynning á nýjum brúðkaupsljósmyndarasamtökum Nikon Europe

Amsterdam, Hollandi, 22. nóvember 2017 – Í dag verða sett á stofn brúðkaupsljósmyndarasamtök Nikon Europe, hópur sérhæfðra brúðkaupsljósmyndara og áhrifavalda á svæðinu sem Nikon hefur sérvalið til að kortleggja núverandi og komandi strauma og þróun á sviði brúðkaupa og ljósmyndastíla fyrir brúðkaup. Stofnaðilar samtakanna eru:

•  Bretland: Ross Harvey brúðkaupsljósmyndari og Louise Beukes, ritstjóri B.LOVED
•  Ítalía: Nadia Meli brúðkaupsljósmyndari og Elena Saia, stofnandi Wedding Wonderland
•  Frakkland: Chloé Lapeyssonnie brúðkaupsljósmyndari og Nessa Buonomo, stofnandi La Mariée Aux Pieds Nus
•  Tékkland: Simona Smrčková og Kamil Saliba brúðkaupsljósmyndarar og Lucie Spišáková, ritstjóri Originalni Svatba 

Brúðkaupsljósmyndarasamtök Nikon Europe hyggjast framleiða sérstakt efni sem verður stöðugt í vinnslu og birt á vefsvæði Nikon Europe. Í fyrstu myndaseríunum verður lögð áhersla á brúðkaupshefðir. Samtökin hafa tilnefnt og tekið myndir af bæði sérstæðum og dásamlegum hefðum um alla Evrópu, allt frá „brioche-dansinum“ (Danse de la brioche) yfir í „diskamölvunina“. Efninu er ætlað að veita brúðkaupsljósmyndurum innblástur og hugmyndir.

Allar myndirnar sem samtökin taka verða teknar á nýju Nikon D850-vélina. Með hraðvirkri myndflögu með FX-sniði og afar hárri upplausn, sem notar 45,7 megapixla af virkri upplausn, frábæru ljósnæmi og virku sviði gerir D850 ljósmyndurum kleift að gera meira en bara að taka myndir – með henni er hægt að segja sögu hjónanna þannig að þau geti endurupplifað daginn sinn í einstökum smáatriðum.

Eftir stofnsetninguna munu brúðkaupsljósmyndarasamtök Nikon Europe birta nýja innsýn í væntanlega strauma og stefnur í brúðkaupum á hálfs árs fresti. Í næstu myndaseríu með sérstöku efni, sem verður birt í apríl 2018, verður kynnt þróun og nýjungar fyrir vor/sumar 2018.

Nánari upplýsingar um brúðkaupsljósmyndarasamtök Nikon Europe og aðgang að efninu er að finna hér.

Nánari upplýsingar um margverðlaunaðar vörur Nikon er að finna á: www.europe-nikon.com